Mosfellingur - 10.01.2013, Qupperneq 19
Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2012
Kynning á íþróttafólKinu sem tilnefnt er Kosning fer fram á www.mos.is Úrslit verða tilKynnt 24. janÚar
íþróttakarl aftureldingar 2012.
Íþróttakarl Aftureldingar 2012 er
knattspyrnumaðurinn Wentzel Steinarr
Ragnarsson Kamban. Steinarr er
fæddur 1987 og alinn upp í Mosfellsbæ
og lék knattspyrnu með Aftureldingu
í öllum yngri flokkum. Þar átti hann
farsælan feril og var lykilmaður í öllum
liðum. Steinarr kom við sögu í sínum
fyrsta leik með meistaraflokki Aftur-
eldingar 2005 og hefur leikið 137 leiki
með liðinu. Hann hefur verið einn af
mikilvægustu leikmönnum liðsins árum
saman. Hann er öflugur kantmaður
sem bæði er duglegur að spila bolta og
gefa stoðsendingar ásamt því að skora
mikið af mörkum sjálfur. Steinarr varð
markahæsti leikmaður Aftureldingar í
2. deild nú í sumar, lék alla leiki og átti
stóran þátt í góðu gengi liðsins. Í kjöri
þjálfara og fyrirliða á vefsíðunni fotbolti.
net var Steinarr valinn í lið ársins.
Steinarr er af færeyskum ættum og
hefur komið við sögu hjá færeyska U21 landsliðinu á undanförnum árum og skoraði
m.a. glæsilegt mark fyrir liðið í undankeppni EM gegn Andorra fyrir nokkrum
misserum. Steinarr er mikil fyrirmynd innan vallar og utan og hefur gegnt þjálfara-
stöðum hjá yngri flokkum Aftureldingar í mörg ár.
Wentzel Steinarr Ragnarsson Kamban er sannarlega glæsilegur fulltrúi Aftureld-
ingar í kjörinu.
wentzel steinarr ragnarsson Kamban knattspyrnumaður
íþróttakona aftureldingar 2012.
Lára Kristín Pedersen er framúrskar-
andi knattspyrnukona og eitt mesta
efni sem Afturelding hefur alið hingað
til. Hún er aðeins 18 ára gömul og
þrátt fyrir ungan aldur hefur hún verið
lykilmaður og ein af máttarstólpum
meistaraflokks kvenna síðastliðin tvö ár.
Hún hefur einnig verið fyrirliði liðsins
í þónokkrum leikjum. Lára Kristín
hefur spilað 53 leiki í Pepsi-deildinni
og bikarkeppni KSÍ, þar sem hún
hefur skorað 7 mörk. Hún var aðeins
15 ára gömul þegar hún spilaði sinn
fyrsta leik með meistaraflokki. Lára
Kristín hefur spilað fjölda leikja með
yngri landsliðum Íslands, þar af 15
leiki með U17, 9 leiki með U19 og einn
leik með U23. Hún er einn efnilegasti
miðjumaður Íslands og á eftir að láta
mikið til sín taka í framtíðinni. Hún
er því þegar farin að banka fast á dyr
A-landsliðsins. Afturelding er mjög
stolt af Láru Kristínu fyrir störf hennar utan vallar sem innan og ekki síst það
hvað hún hefur sýnt uppeldisfélagi sínu mikla hollustu. Í október s.l. gerði
hún nýjan samning við Aftureldingu, þrátt fyrir utankomandi pressu um að
ganga í önnur og stærri lið. Mega margir taka hennar hollustu til fyrirmyndar.
Lára Kristín er frábær fyrirmynd yngri stúlkna, hún er hógvær og skemmtilegur
persónuleiki, sem er hrókur alls fagnaðar í hópi félaga sinna í Aftureldingu.
lára Kristín Pedersen knattspyrnumaður
íþróttamaður
motomos 2012.
Viktor hefur stundað motocross frá
unga aldri og hefur verið einn af okkar
fremstu ökumönnum í langan tíma.
Hann varð fyrst Íslandsmeistari í MX2
flokki sumarið 2009. Keppti hann fyrir
Íslands hönd á Motocross of Nations
sem samanstendur af þremur bestu
ökumönnum hvers lands frá yfir 100
löndum. Árið 2011 færði Viktor sig upp
um flokk og tók þátt í fyrsta sinn í MX
Open en það er erfiðasti flokkurinn í
motocrossi og endaði þriðji. Keppti hann
aftur fyrir hönd Íslands það ár í Frakk-
landi á Motocross of Nations. Árið 2012
fóru hlutirnir heldur betur að gerast hjá
Viktori og sigraði hann í öllum keppnum
sem hann tók þátt í motocrossinu nema
einni. Ljóst er að miklar æfingar hafa
skilað sér en Viktor æfir að meðaltali 7-
10 sinnum í viku. Stóð Viktor uppi sem
sigurvegari í MX Open ásamt að vera
aftur valinn í landsliðið til að keppa á Motocross of Nations í Belgíu. Náði Ísland
sínum besta árangri hingað til og ljóst að motocrossið er á ágætis siglingu hér
heima með bættri aðstöðu félaga eins og MotoMos.
viktor guðbergsson akstursíþróttamaður
íþróttakona Hestamanna-
félagsins Harðar 2012.
Lilja Ósk byrjaði að stunda hestaíþrótt-
ina 6 ára gömul og keppnisferill hennar
hófst þegar hún var 8 ára. Alla tíð síðan
hefur hún stundað hestamennsku af
ákafa og dugnaði, keppt mikið og staðið
sig með prýði. Hún er verðugur fulltrúi
yngri kynslóðarinnar í Hestamannafé-
laginu Herði, glæsilegur knapi, hefur
sýnt mikla prúðmennsku bæði inni á
keppnisvellinum og utan hans. Besti
árangur hennar er á árinu 2012. Hún
var í úrslitum í flest öllum greinum á
öllum mótum sem hún tók þátt í bæði
á gæðingamótum og íþróttamótum,
bæði hjá Herði og á opnum mótum hjá
öðrum félögum. Þess má geta að Lilja
Ósk keppir mjög oft í fullorðinsflokki
með góðum árangri. Árangur 2012:
Firmakeppni Harðar: Ungmennaflokkur
– 2. sæti. Grímutölt Harðar: Fullorð-
insfl. – 1. sæti. Framhaldsskólamótið:
Fjórgangur – 6. sæti. Reykjavíkurmeistaramótið: Fjórgangur –4. sæti. Íþróttamót
Harðar: Fjórgangur – 2. sæti - Tölt –1.sæti. Gæðingamót Harðar: Ungmennfl.
– 2. sæti – Ungmennafl. –1. sæti - Tölt –2.sæti B-flokkur –2. sæti. Knapi mótsins.
Landsmót Hestamanna 2012: Ungmennafl. –10. sæti - B-flokkur – Forkeppni, 8,31.
Íslandsmót yngri flokka: Fimmgangur – 4. sæti - Tölt –10. sæti. Metamót Andvara:
Rökkurbrokk –1. sæti.
lilja ósk alexandersdóttir hestaíþróttakona
Hér fyrir neðan er kynning á íþróttafólkinu, sem tilnefnt er
vegna kjörs til íþróttakarls og íþróttakonu mosfellsbæjar
2012, og afrekum þeirra á árinu.