Mosfellingur - 10.01.2013, Page 24

Mosfellingur - 10.01.2013, Page 24
Við áramót er vinsælt að lofa sjálfum sér því að hreyfa sig meira á nýju ári. Það er jú gott og gilt en mikilvægt er að átta sig á því að nauðsynlegt er að gera hreyfingu hluta af daglegu lífi, ekki enn eitt átakið sem fjarar út eftir nokkrar vikur. Fyrir þá sem ekki hafa hreyft sig lengi er mikilvægast að byrja rólega og ætla sér ekki um of. Langflestir geta farið út að ganga og þá er um að gera að byrja stutt en lengja svo ferðina smám saman. Síðustu ár hefur mikilvægi hreyfing- ar komið sífellt betur í ljós. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á flest líffærakerfin okkar og með hreyfingu styrkjumst við og eflumst á líkama og sál. Árangur af markvissri hreyfingu er óháður aldri og það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig. Hreyfing hefur jákvæð áhrif á heilsuna og flesta þá lífsstílssjúkdóma sem hrjá mannfólkið í dag, s.s. sykur- sýki, háþrýstingsvandamál, ofþyngd og kvíða. Einnig hefur hreyfing fyrirbyggj- andi áhrif á þessa sömu sjúkdóma og ýmsa fleiri. Samkvæmt ráðleggingum Lýðheilsustöðvar eiga fullorðn- ir að stunda hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Öll hreyf- ing er hins vegar betri en engin hreyfing. Nútímamaðurinn þarf í mörgum tilfellum ekki að hreyfa sig mikið í vinnunni og því er sérstaklega mikilvægt fyrir hann að nýta litlu tækifærin sem felast í umhverfinu. Veljum stigann í stað lyftunnar, leggjum bílnum í stæðið sem er fjærst á bílastæðinu eða göngum/hjólum á milli staða og gerum hreyfingu þannig að hluta af daglegu lífi. Fyrir um 2500 árum sagði Hippoc- rates, faðir læknavísindanna: „Ef við fáum hæfilega hreyfingu verðum við heilbrigðari, þroskumst betur og eldumst hægar - en ef við lifum kyrrsetulífi verður líkaminn viðkvæm- ari fyrir sjúkdómum, þroskast verr og eldist hraðar“. Nýtum þekkingu okkar á mikilvægi hreyfingar og hreyfum okkur. Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari Reykjalundi H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ e r h l u t a f é l a g í e i g u f y r i r t æ k j a o g e i n s t a k l i n g a í h e i l s u þ j ó n u s t u í M o s f e l l s b æ . S t a r f f r a m k v æ m d a s t j ó r a f e l u r í s é r a l m e n n t u t a n u m h a l d u m s t a r f k l a s a n s , k y n n i n g a r - o g m a r k a ð s s t a r f , ö f l u n n ý r r a h l u t h a f a f y r i r k l a s a n n , u m s j ó n m e ð u m s ó k n u m u m s t y r k i , b ó k h a l d o g f l e i r a . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m H e i l s u v i n e r a ð f i n n a á s l ó ð i n n i w w w . h e i l s u v i n . c o m . N á n a r i u p p l ý s i n g a r u m s t a r f i ð v e i t i r J ó n P á l s s o n , s t j ó r n a r f o r m a ð u r H e i l s u v i n j a r g e g n u m n e t f a n g i ð j o n @ a n s . i s . U m s ó k n i r s k u l u s e n d a r á n e t f a n g i ð h e i l s u v i n @ h e i l s u v i n . c o m f y r i r 3 . m a r s n æ s t k o m a n d i . H e i l s u v i n í M o s f e l l s b æ ó s k a r e f t i r a ð r á ð a f r a m - k v æ m d a s t j ó r a í a l l t a ð 5 0 % s t a r f heilsu hornið Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heils vin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálss n, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfa gið jo @ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningar- og markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir klasann, umsjón með umsóknum um styrki, bókhald og fleira. Nánari upplýsingar um Heilsuvin er að finna á slóðinni www.heilsuvin.com. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pálsson, stjórnarformaður Heilsuvinjar gegnum netfangið jon@ans.is. Umsóknir skulu sendar á netfangið heilsuvin@heilsuvin.com fyrir 3. mars næstkomandi. Heilsuvin í Mosfellsbæ óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra í allt að 50% starf heilsuvin í mosfellsbæ Hreyfum okkur allt árið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ24 VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Almennar og sérstakar húsaleigubætur Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsókn um húsaleigubætur ár- lega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka eða jafnlengi og gildistími húsaleigusamnings. Samkvæmt reglum Mosfellsbæjar um sérstakar hú- saleigubætur skal endurnýja umsóknir um sérstakar húsaleigubætur samhliða almennum húsaleigubótum. Gildir umsókn aldrei lengur en sex mánuði og eða jafn- lengi og gildistími húsaleigusamnings. Reglur vegna sérstakra húsaleigubóta er hægt að nálgast á mos.is/samþykktir og reglur/húsaleigubætur sérstakar. Umsækjendur um almennar og sérstakar húsaleigubætur í Mosfellsbæ eru minntir á að skila umsókn og fylgiskjölum fyrir árið 2012 á www.mos.is/íbúagátt eða í þjónustuver Mosfellsbæ- jar, Þverholti 2 í síðasta lagi 15. janúar 2012. Húsnæðisfulltrúi Mosfellsbæjar Hljómsveitin Salon Islandus ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu og Karlakór Reykjavíkur heldur nýárstónleika í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 19. janúar kl. 20.00. Leikin verður sívinsæl Vínartónlist fram að hléi en síðan verður gólfið rutt. Þá sýna tvö glæsileg danspör af yngri kynslóðinni listir sínar en svo hefst klukkustundar langur dans- leikur þar sem tónleikagestum er boðið að dansa vínarvals, polka, tangó, og hvað eina við tónlist Salon Islandus. Hljómsveitina skipa Sigrún Eðvaldsdóttir og Zbigniew Dubik á fiðlur, Bryndís Halla Gylfadóttir á selló, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Martial Nardeau á flautu, Sigurður I. Snorrason á klarínettu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Pétur Grétarsson á slagverk. Veislustjóri verður Davíð Ólafsson, óperusöngvari með meiru. Anna Guðný, Sigurður Ingvi, Diddú og Davíð Ólafs taka þátt Mosfellingar áberandi á nýárstónleikum Þrír bæjarlistamenn mosfellsbæjar koma fram á tónleikunum Tek að mér sýningar v flest tilefni. Frábær skemmtun fyrir alla! töframaður Einar einstaki bókanir: 692 2330 einareinstaki@gmail.com www.einareinstaki.com

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.