Mosfellingur - 10.01.2013, Qupperneq 29
Íþróttir - 29
Ylströndin, Nauthólsvík og
Dælustöðin, Mosfellsbæ
Skráning og upplýsingar á
kettlebells@kettlebells.is
Ketilbjöllur • Dekk • Kaðlar
Náttúran • Umhverfið
Skemmtilegar og fjölbreyttar
æfingar fyrir alla!Grunnnámskeið
7.- 31. janúar
Hægt er að skrá barnið á ithrottaskolinn@gmail.com
eða í síma: 772 9406
Upplýsingar sem verða að koma fram eru: nafn barns,
kennitala barns og sími(gsm) forráðamanns.
Nánari upplýsingar á heimasíðu Aftureldingar, afturelding.is,
í síma 772-9406 eða sendið fyrirspurn á
ithrottaskolinn@gmail.com eða á FACEBOOK síðu okkar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
íþróttastrumpur
Svava Ýr
Laugardaginn 12. jan. hefst Íþróttaskóli barnanna að nýju.
Námskeiðið er að vanda í Íþróttamiðstöðinni að Varmá
3 ára (börn fædd 2009) kl. 9:15 -10:15
4 ára (börn fædd 2008) kl. 10:15 -11:15
5 ára (börn fædd 2007) kl. 11:15 -12:15
Íþróttaskóli barnanna
Við erum á Facebook
„Íþróttaskóli barnanna Afturelding“
Þar má finna allar upplýsingar.
Nú rétt fyrir jólin þreyttu um 30 iðkendur
í taekwondo beltapróf hjá Aftureldingu og
markaði prófið hápunkt annarinnar fyrir
þá flesta. Allir iðkendurnir stóðust próf-
ið með prýði og höfðu dómarar orð á því
að miklar framfarir hefðu átt sér stað hjá
iðkendunum undanfarin misseri. Það er
í takt við ummæli fleiri um að iðkendur
Aftureldingar séu að skipa sér sess meðal
þeirra bestu. Sérstaka athygli vakti á próf-
inu hversu vel yngstu iðkendurnir stóðu sig
og voru nokkrir sem bersýnilega eiga fram-
tíðina fyrir sér í greininni að fara í sitt fyrsta
eða annað beltapróf.
Helgina 19. og 20. janúar verður keppt í
taekwondo á stóru alþjóðlegu móti í Reykja-
vík, Reykjavik International Games. Þessir
leikar hafa verið haldnir nokkur undanfar-
in ár en þetta er í fyrsta skipti sem keppt er
í taekwondo á þeim. Fjölmargir erlendir
keppendur munu taka þátt, meðal annars
tveir keppendur frá Serbíu sem tóku þátt í
Ólympíuleikunum í sumar, auk mjög stórs
hóps íslenskra keppenda. Alls eru um 150
keppendur skráðir til leiks og mun verða um
sannkallaða veislu fyrir unnendur bardaga-
íþrótta. Hvetjum við alla sem vettlingi geta
valdið til að mæta og hvetja okkar fólk.
Stelpurnar töpuðu í oddahrinu gegn Þótti Nes
Úr fyrsta leik
ársins í blakinu Beltapróf í taekwondo og
alþjóðlegt mót í janúar
30 þreyttu beltapróf fyrir jólin • Alþjóðlegt mót í Reykjavík