Mosfellingur - 10.01.2013, Side 32

Mosfellingur - 10.01.2013, Side 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Þann 3. október 2012 fæddist þriðja prinsessan okkar, hún Emma Sóley. Hún kom í heim kl. 02:52, vóg 3.610 gr og var 51 cm að lengd. Emma Sól- ey á tvær stoltar eldri systur, Elísu Ósk 11 ára og Önnu 8 ára. Foreldrar Emmu Sóleyjar eru Níels og Helga á Helgafelli. Erla Víðis skorar á Jónu Þórunni Guðmundsdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði Kjúlli í BBQ og Mango Chutney Í eldhúsinu Erla Víðisdóttir deilir með okkur uppskrift að þessu sinni að gómsætum kjúklingarétti. „Einfaldur og hollur réttur sem auðvelt er að framkvæma með fullt hús af börnum. Ekki verra að hann er hrikalega góður.“ 4 kjúklingabringur 1 dós kókosmjólk 1-2 msk mango chutney Ca. 1/2 flaska BBQ eða meira að vild 2 teningar kjúklingakraftur Blandið öllu hráefninu saman, setjið kjúklinginn í eldfast mót og hellið hráefninu saman við kjúklingabringurnar. Bakið í ofni við 180° í 30-40 mínútur eða þar til kjúklinga- bringurnar eru eldaðar í gegn. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og ísköldu íslensku vatni. hjá Erlu VÍðis Verum forVitin, ekki dómhörð! Það er svo yndisleg og frelsandi tilfinning sem ég fæ þegar ég hugsa út í það hvað mér er að takast betur og betur, með tímanum, að útiloka neikvæðar og dómharðar hugsanir í garð annars fólks. Það er nefnilega hreint út sagt mannskemmandi að falla í þá freistni að upphefja sjálfan sig og eigið óöryggi, sem fólk þjáist af í mismiklu mæli, á kostnað ann- arra... en þó mannlegt um leið! Það er algjörlega undir okkur sjálfum komið að rækta heldur jákvæðar hugsanir og gefa öllum það tækifæri að njóta vafans þegar okkur berast neikvæðar sögusagnir til eyrna, þar sem við vitum lítið sem ekkert um forsögu nágrannans eða ástæðuna á bakvið hegðun viðkomandi og útlit. Allt mitt líf hef ég unnið í þjónustu- starfi, sem hefur kennt mér ýmislegt um mannleg samskipti – einna helst hvað það borgar sig að vera kurteis og almennilegur, en umfram allt koma fram við fólk af virðingu! Það eitt er víst að ef eitthvað tryggir þér góða þjónustu, viðmót eða fram- komu, þá er það að vera almennileg- ur og kurteis sjálfur. Brosum, kynnum okkur, forvitn- umst um náungann, bjóðum fram hjálp okkar og berum virðingu fyrir skoðunum, stíl eða ákvörð- unum annarra og tileinkum okkur jákvæða punkta í fari fólks. Auðvitað mun okkur ekki líka vel við alla sem við mætum á lífsleiðinni, en ég trúi á örlög og ég virkilega trúi því að örlögin gefi okkur ekki það fólk sem við sjálf viljum hitta eða hafa í okkar lífi, heldur það fólk sem við þurfum að hitta... til þess að særa okkur, hjálpa okkur, yfirgefa okkur, elska okkur, svíkja okkur, styrkja okkur og gera okkur að þeim manneskjum sem okkur er ætlað að verða. „Þú getur verið þroskaðasta og safaríkasta ferskja í heiminum, en það mun samt alltaf vera til fólk sem líkar ekki við ferskjur.“ – íslenskuð tilvitnun eftir Dita Von Teese. Svanhildur SteinarrSdóttir - Heyrst hefur...32 Helena og Sóley söfnuðu 20.000 kr. í styrktarsjóð Helena Bjartmars Toddsdóttir og Sóley Hólm Jónsdóttir seldu bókamerki til styrktar Guðrúnu Nönnu sem er haldin taugasjúkdómi. Engin meðferð er til við sjúkdómnum í dag. Hinsvegar eru vonir bundnar við að stofnfrumumeðferð muni leiða til meðferðarmöguleika en slík meðferð mun að öllum líkindum verða mjög kostnaðarsöm. Stúlkurnar söfnuðu 20.000 kr. Heyrst Hefur... ...að Gummi taxi hafi verið valinn toppman umfus árið 2012. ...að Karlakórinn stefnir verði með opna æfingu á Hvíta riddaranum á föstudaginn kl. 20. ...að Heiða og Bragi séu trúlofuð. ...að Geiri slæ hafi haldið upp á þrítugsafmælið sitt á milli hátíðanna. ...að Domino’s stefni að því að opna pizzastað við hlið snæland video í Háholtinu í marsmánuði. ...að uppselt hafi verið á tónleika stormsveitarinnar um síðustu helgi. ...að fiskbúðin og Hvíti riddarinn stefni að því að bjóða upp á glæsi- legt fiskihlaðborð í febrúar. ...að Daníel Heiðar sé orðinn pabbi. ...að Jóna Dís sé nýr formaður hesta- mannafélagsins Harðar. ...að Hulda Jónasar hafi orðið fimmtug á dögunum. ...að Afturelding sé að safna félögum á skrá en vakin var athygli á því á dögunum að úthlutun Lottó styrkja fari eftir félagaskrá en ekki iðkendafjölda. ...að bíll hafi brunnið til kaldra kola í Hjallahlíðinni á nýársmorgun. ...að slegið hafi verið aðsóknarmet á Hvíta riddaranum á áramótunum. ...að Viddi „Vínill“ hafi þeytt skífum við góðar undirtektir að loknum tónleikum stormsveitarinnar. ...að Axel Ívars (Ben) sé í liði Versló í Gettu betur þetta árið. ...að Hjössi mæló og Klara Gísla eigi voni á barni í sumar. ...að Gestur svans sé að vinna í stórum Hollywoodsamningi við Adam sandler. ...að sína á Heilsugæslunni sé sextug í dag. ...að uMfus sé nú þegar búið að manna tvö langborð á Þorrablóti Aftureldingar. ...að raggi Óla ljósmyndari Mosfellings hafi náð öðru sæti í ljósmyndasam- keppni fréttablaðsins um jólin. ...að fMOs keppi við fsH í Gettu betur í útvarpshúsinu í kvöld. ...að Þorsteinn Hallgrímsson hafi maulað Cheerios á meðan stórfjöl- skylda hans hafi gætt sér á skötu og koníaki á Þorláksmessu. ...að haldin verði fótbolta-quiz á Hvíta riddaranum næstu þrjú fimmtudagskvöld. ...að Mosfellingar geti tekið þátt í að kjósa íþróttamenn Mosfellsbæjar á www.mos.is. ...að mosfellski karatemaðurinn Kristján Helgi Carrasco hafi verið valinn íþróttamaður Víkings 2012. ...að Drífa eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is Ungmennafélagið ungir sveinar kveður gamla árið

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.