Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 22
- Aðsendar greinar22
Í eyrum okkar hljómar grátkór úr-
tölumanna. Þeir segja: Það er ekki
hægt að leysa skuldavanda heimil-
anna, það er ekki hægt að afnema
verðtrygginguna, það er ekki hægt
að gera nokkuð í atvinnulífinu.
Vonleysið virðist vera algjört í her-
búðum þeirra. Framsóknarmenn
hafna þessu. Við teljum að það sé
hægt að gera hlutina, ef viljinn er til staðar.
Það verður ekki létt verk, enda er fátt auð-
velt sem er einhvers virði. En það er nauð-
synlegt til að sækja fram fyrir Ísland.
Við höfum skilgreint viðfangsefnin sem
þrjú. Í fyrsta lagi að taka á uppsafnaða
skuldavandanum, hinum stökkbreyttu
verðtryggðu húsnæðislánum. Ekkert rétt-
læti er í að lánþegar verðtryggðra húsnæð-
islána sitji einir uppi með afleiðingar þess
að lánin stökkbreyttust af völdum efna-
hagshrunsins. Við höfum lagt fram okkar
eigin tillögur, en erum tilbúin að ræða allar
góðar hugmyndir, sama hvaðan þær koma.
Sú leið sem okkur hugnast best er að sam-
hliða uppgjöri búa hinna föllnu banka og
afnámi gjaldeyrishaftanna verði komið til
móts við skuldsett heimili.
Í öðru lagi að koma í veg fyrir að fortíð-
arvandi verði að framtíðarvanda. Því verð-
ur að afnema verðtryggingu á neytenda-
lánum til að rjúfa þann vítahring
verðbólgu og skuldasöfnunar sem
sligar heimilin í landinu. Innleiða
þarf nýtt húsnæðiskerfi þar sem
fólk með verðtryggð lán getur skipt
yfir í óverðtryggð, lántakendum
bjóðast stöðugir vextir og áhætt-
unni er skipti eðlilega á milli lán-
veitenda og lántaka. Ekkert rétt-
læti er í að þeir sem taka lán til að tryggja
sér öruggt húsnæði njóti minni verndar
en fjárfestarnir sem lána. Vextir eru verð
á peningum. Núverandi lánafyrirkomulag
felur raunverulegan kostnað lánanna og
skekkir eðlilega verðmyndun á peningum.
Því verður að breyta.
Í þriðja lagi verður að efla atvinnulífið,
enda verður vinna alltaf forsenda vaxtar og
velferðar til framtíðar. Einfalda þarf starfs-
umhverfi fyrirtækja og hvetja til atvinnu-
sköpunar hjá litlum og meðalstórum fyrir-
tækjum, undirstöðu íslensks atvinnulífs.
Við ætlum okkur að leysa þessi viðfangs-
efni á næsta kjörtímabili. Til þess þurf-
um við þinn stuðning. Látum þetta verða
svanasöng úrtölumanna. Kosningarnar í
vor snúast um heimilin í landinu. Við vilj-
um berjast fyrir þau.
Eygló Harðardóttir
Þingmaður Framsóknarflokksins
Svanasöngur úrtölumanna
Það er ekki ofsögum sagt að það
kjörtímabil sem er að líða sé kjör-
tímabil vonbrigða og glataðra tæki-
færa. Fögur fyrirheit um skjaldborg
heimilanna og eflingu atvinnulífs
hafa reynst orðin tóm og staðan er
í raun að mörgu leyti alvarlegri en
hún var í upphafi kjörtímabilsins.
Við þessar aðstæður er sérstaklega
mikilvægt að stjórnmálaflokkar axli ábyrgð
og gefi ekki út innistæðulaus loforð um að-
gerðir til handa skuldugum heimilum og
fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur
til raunhæfar lausnir í þessari kosningabar-
áttu sem hægt verður að standa við.
Uppbygging atvinnulífs
Grundvallarforsenda þess að skapa að-
stæður fyrir ríkissjóð til að grípa til raun-
hæfra aðgerða er að efla atvinnustig og
auka verðmætasköpun samfélagsins. Það
verður lítið hægt að aðhafast ef grunnurinn
er ekki traustur. Allt þetta kjörtímabil höf-
um við lagt fram tillögur í þessa átt en þær
hafa ekki fengið hljómgrunn hjá núverandi
stjórnarflokkum. Tækifærin liggja við fæt-
ur okkar. Vegna stefnu stjórnarflokkanna í
orkufrekum iðnaði og vegna þeirrar óvissu
sem sköpuð hefur verið í sjávarútvegsmál-
um hefur samfélagið orðið af fjárfestingum
fyrir á þriðja hundrað milljarða á þessu
kjörtímabili. Það sjá allir hvað staða okk-
ar væri sterkari ef sú fjárfesting væri kom-
in að fullu fram í íslensku efnahagslífi. Til
að snúa þessu við þarf að styrkja stoðir at-
vinnulífsins. Það er einnig besta leiðin til að
efla nýsköpun og auka fjölbreytni í íslensku
atvinnulífi. Við slíka stefnubreytingu mun
bjartsýni og áræðni ekki láta á sér standa
hjá bæði fyrirtækjum og heimilum. Fleiri
og verðmætari störf munu skapast og kaup-
máttur heimila aukast. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur lagt fram ítarlegar tillögur um að
hrinda þessu í framkvæmd.
Skuldir heimila
Tillögur sjálfstæðismanna eru í senn
raunhæfar og framkvæmanlegar. Mörg
heimili eru í sárum eftir mikla hækkun
húsnæðislána á síðustu árum. Verst eru
þeir settir sem fjárfestu í eignabólunni á
árunum 2004 til 2008. Tillögur sjálfstæð-
ismanna miða að því að nota skattkerf-
ið til að fjölskyldur geti lækkað höfuðstól
húsnæðislána umtalsvert. Það verður gert
með sérstökum afslætti af tekjuskatti til
að greiða niður höfuðstól lána ásamt því
að hvatt verður til almenns sparnaðar og
varanlegur skattaafsláttur gefinn til að
nota greiðslur í séreignarsparnað
til niðurgreiðslu á höfuðstól hús-
næðislána. Þannig fæst varan-
legur skattaafsláttur af séreignar-
sparnaði. Allir munu njóta góðs af
þessari leið og reiknað er með að
heimilin muni geta lækkað höfuð-
stól lána sinna um allt að 15-20% á
kjörtímabilinu. Á tímabilinu mun
þetta leiða til lækkunar greiðslna af hús-
næðislánum og það ásamt lækkun tekju-
skatts mun auka ráðstöfunartekjur heim-
ila umtalsvert. Einnig verður horft til þeirra
sem eru á leigumarkaði og eru að huga að
kaupum á fyrstu fasteign með sérstökum
skattaafslætti sem skapar hvata til sparn-
aðar vegna útborgunar við fasteignakaup.
Stefna Sjálfstæðisflokksins er og verður sú
að sem flestir eigi þak yfir höfuðið.
Styrking velferðarkerfis og
forgangsröðun
Ófremdarástand ríkir á mörgum svið-
um í velferðarkerfinu. Nægir þar að nefna
heilbrigðismál og málefni eldri borgara og
öryrkja. Svigrúm ríkissjóðs til að styrkja
velferðarkerfið mun aukast um leið og at-
vinnulíf og verðmætasköpun tekur við sér.
Grundvallaratriði er að forgangsraða verk-
efnum þegar minna er til skiptanna. Sú
forgangsröðun sem birtist m.a. í fjárfest-
ingaáætlun ríkisstjórnarinnar er röng. Sjálf-
stæðisflokkurinn mun forgangsraða í þágu
heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun-
ar. Áríðandi verður að mynda hvata í bóta-
og skattkerfi okkar til að öryrkjar og eldri
borgarar geti aukið tekjumöguleika sína.
Skerðing á krónu á móti krónu gengur ekki
upp. Slík leið er eingöngu til þess fallin að
draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólks sem
jafnvel hefur þó nokkra starfsgetu.
Kjósendur verða að gera sér grein fyrir
því að fyrir þessar kosningar verður mik-
ið af yfirboðum frá þeim sem vilja komast
að stjórn landsins sama hvað það kostar.
Sjálfstæðisflokkurinn mun sýna þá ábyrgð
að taka ekki þátt í slíkum yfirboðum. Tillög-
ur okkar fyrir næsta kjörtímabil eru settar
fram af ábyrgð og í takt við það sem þjóð-
félagið getur tekið á sig að okkar mati. Það
eru engar töfralausnir í spilunum og þetta
mun taka tíma. En með bjartsýni, áræðni
og raunsæi í forgrunni mun fyrr en síðar
birta yfir íslensku samfélagi. Vinnufúsar
hendur munu nýta þau miklu tækifæri sem
landið okkar býður.
Jón Gunnarsson
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Traust og trúverðugleiki
Eignaskattur, sem kallaður hefur
verið auðlegðarskattur svo auð-
veldara sé að réttlæta hann, er bein
árás á eldra fólk sem býr í skuld-
lausum eða skuldlitlum eignum.
Og margir eiga ekki annan kost en
að stofna til skulda eða selja eignir
til að standa skil á skattinum. Þessi
tvísköttun er siðferðislega ranglát
og ný ríkisstjórn getur ekki vikið sér undan
því að afnema þenna skatt.
Þegar illa árar þarf að forgangsraða en
þú þarft ekki að vera sammála þeirri for-
gangsröðun svo mikið er víst. Ég er þeirr-
ar skoðunar að kjaraskerðingar eldra fólks
og öryrkja sem settar voru á tímabundið
2009 hafi verið vanhugsaðar en þær hafa
ekki enn verið afturkallaðar en brýnt er að
svo verði hið fyrsta. Sömuleiðis tel ég að
leiðrétta verði ellilífeyri almannatrygginga
til samræmis við þær hækkanir sem orðið
hafa á lægstu launum frá ársbyrjun 2009.
Í náinni framtíð er nauðsynlegt að end-
urskoða greiðslur almannatrygginga í heild
sinni út frá þeirri grunnforsendu, að um
leið og öllum séu tryggðar lágmarkstekjur
til lífsviðurværis verði að gæta þess, að ekki
sé dregið úr hvata til sjálfsbjargar og mögu-
leikum eldra fólks til að bæta kjör
sín. Eldra fólk á að geta aflað sér
atvinnutekna, ef geta og hæfni
er fyrir hendi, án þess að greiðsl-
ur frá Tryggingastofnun ríkisins
skerðist. Það er samfélaginu dýr-
mætt að geta notið þekkingar og
reynslu eldra fólks og það eykur
lífsgæði allra.
Það getur ekki verið sanngjarnt að skatt-
leggja margsinnis afrakstur eldra fólks eins
og tíðkast nú með fjármagnstekjuskattinum
margfræga og að verðbótaþáttur vaxta valdi
skerðingum hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Við hljótum að geta sammælst um að eign-
ir eldra fólks eigi að nýtast því sem best á
þeirra ævikvöldi en ekki verða tekjustofn
stjórnvalda.
Einföldun skattkerfis kemur eldra fólki
sem öðrum til góða, hátt á annað hundrað
breytingar á skattkerfinu undanfarin fjögur
ár hafa gert það ógagnsærra og ranglátara,
ofan af þeirri vegferð verður að vinda til
hagsbóta fyrir fólkið í landinu, unga fólkið
jafnt sem eldra fólkið.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir
Eldra fólk, skattar
og skerðingar
Um þessar mundir eru flest ríki
Evrópu föst í vítahring samdráttar
og niðurskurðar en á Íslandi er far-
ið að rofa til vegna þessa að farið
hefur verið aðra leið. Undir stjórn
Steingríms J. Sigfússonar fjármála-
ráðherra var skattkerfinu breytt og
byrðarnar færðar til. Skattbyrði
lægstu tekjuhópanna hefur minnk-
að og nú er svo komið að skattbyrði lág-
tekjufólks á Íslandi hefur ekki verið lægri
síðan 1998 og skattbyrði miðtekjufólks
ekki lægri síðan 1997. Hlutfall skatttekna
af vergri landframleiðslu á Íslandi er um
4% fyrir neðan meðtal ESB-ríkja og um 5%
fyrir neðan meðaltal evruríkja. Þó lentu
Íslendingar í efnahagslegum boðaföllum
sem léku þjóðarbúið grátt. Á tímabili fór
verðbólga upp í 20% og atvinnuleysi varð
yfir 10%.
Margir Íslendingar töpuðu sparnaði
sínum í hruninu 2008, aðrir lentu í vand-
ræðum vegna gengishruns og verðbólgu í
kjölfarið. Það var aldrei mögulegt að verja
lífskjör bóluhagkerfisins þar sem sú velferð
var fengin að láni en byggði ekki á raun-
verulegri verðmætasköpun. Í samstarfi við
Alþjóðagjaldeyrissjóðinn þurfti ríkisstjórn
Íslands að grípa til harðra aðhaldsaðgerða
gagnvart sjúkrahúsum, menntastofnunum
og draga þurfti úr framkvæmdum
til að sporna við skuldasöfnun
sem varð til vegna bóluáranna.
Núna þegar ástandið er að snúast
við er mikilvægt að niðurskurður
til heilbrigðiskerfisins gangi til-
baka. Sérstaklega þarf að huga að
Landspítala-háskólasjúkrahúsi
sem er kjölfestan í heilbrigðiskerfi
þjóðarinnar. Núna þegar alþingiskosningar
eru í nánd munu stjórnmálamenn spila út
ýmsum trompum og lofa hinum og þess-
um betri hag sem hægt sé að töfra upp úr
hatti. Reynslan af hruninu og úrræðaleysi
ráðamanna í aðdraganda þess segir hins
vegar að betra sé að lofa minnu en standa
þá frekar við það sem lofað er.
Ættu ekki allir stjórnmálamenn núna að
sameinast um það loforð að veita Landspít-
alanum forgang þegar kemur að ráðstöfun
opinberra fjármuna? Þannig tryggjum við
að efling hans verði eitt af forgangsverkefn-
um næstu ára. Þannig fjárfestum til fram-
tíðar við í góðri heilsu og raunverulegri
velferð.
Ólafur Þór Gunnarsson.
Höfundur skipar 3. sæti á lista Vinstrihreyfingar-
innar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.
Fjárfestum í heilsu
Út ala - Útsala - Útsalatilboð á síðustu nýju Coleman fellihýsunum!
Cheyenne
Tilboðsverð: 2.169.000 kr.
Útborgun: 542.250 kr.
Afborgun: 28.000 kr. á mánuði í 84 mán. óverðtryggt
Sedona
Tilboðsverð: 1.390.000 kr.
Útborgun: 347.000 kr.
Afborgun: 18.000 kr. á mánuði í 84 mán. óverðtryggt
Íslensk-Bandaríska ehf. - Þverholt 6 - S. 534-4433 - www.isband.is
Ísskápur, Truma miðsTöð, 2 ára ábyrgð o.fl.