Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 8
Eldri borgarar
MÝS OG MENN 9. júní
Því miður varð Borgarleikhúsið að fella
niður sýninguna á Mýs og menn sem
fyrirhuguð var þann 2. maí næstkomandi,
því aðalleikarinn verður ekki kominn heim
frá útlöndum. Flestir sem hafa keypt miða
hafa skilað þeim og munu þeir fá nýja miða
í hendurnar á næstu dögum frá forstöðu-
manni sem mun hafa samband. Enn eru
nokkrir sem eiga eftir að hafa samband og
breyta miðum, vinsamlegst hafið samband
sem ALLRA FYRST við Elvu í síma 698-0090
eða á skrifstofu félagsstarfsins í síma
586-4016. Aðrar dagsetningar eru í boði á
sýninguna.
Kántrý-Mos
Minnum á leikhús-
ferðina á vegum Fa-
Mos á Leikritið Kántrý-
Mos sem verður sýnt á
morgun föstudaginn
5. apríl kl 20:00 í
Bæjarleikhúsinu.
Miðaverð 1500 kr. Miðasala í síma 566-
7788. Hvetjum alla til að mæta.
Handunnar vörur til sölu
Í aðstöðu félagsstarfsins er
hægt að kaupa ýmsa fallega
handgerða muni, t.d. vettlinga,
sokka, húfur, dúkkuföt, skart og
margt margt fleira. Að sjálfsögðu
fer allur ágóði til þeirra sem minna
mega sín í bæjarfélaginu okkar. Allar
vörurnar eru á frábæru verði, aðeins
er tekið við peningum.
Félagsvist
Næsta félagsvist er á
morgun 5. apríl kl
13:00 í þjónustumið-
stöð eldri borgara
Eirhömrum á 1. hæð.
Þátttökugjald er aðeins
500 kr og er innifalið í því
kaffi og meðlæti. Vinningar
í boði.
Fréttir úr félagsstarfinu
Félagsstarfið hefur farið vel á stað í nýrri
og endurbættri aðstöðu á Eirhömrum. Um
miðjan apríl mun félagsstarfið fá aðstöð-
una formlega afhenta þegar nýr matsalur
verður tekinn í notkun í húsinu. Aðstaðan
er góð og rýmið er bjart og skemmtilegt.
Starfið í vetur hefur verið frekar óhefð-
bundið vegna mikilla framkvæmda og
féllu fjölmörg námskeið niður. Næsta haust
verður komin fullmótuð dagskrá vetrarins
sem verður auglýst hér í blaðinu í haust.
Spilavistin hefur farið mjög vel af stað
og þátttaka verið afar góð. Gaman er
að segja frá því að frábær þátttaka var í
Páskabingóinu sem spilanefndin hélt 27.
mars síðastliðinn í nýju félagsaðstöðinni
á Eirhömrum. Um 50 manns mættu og
stemmingin mjög góð. Að sjálfsögðu var
fullt af páskaeggjum í vinning og fólk fór
sátt heim og greinilegt að þessa aðstöðu
hefur sárlega vantað miða við þátttökuna.
Stefnt er á að endurtaka bingó aftur
fljótlega.
Allar nánari upplýsingar um félagsstarfið og skráningar í ferðir og á námskeið eru á skrifstofutíma milli kl. 13-16 virka daga og í síma 586-8014 og í gsm 698-0090.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Mosfellingurinn Marta Silfá Birgisdóttir rekur net-
verslunina ATRAM á Facebook. „Þegar ég eignaðist
son minn fyrir einu og hálfu ári síðan fannst mér
alveg vanta töff snuddubönd fyrir stráka. Það er til
svo margt skemmtilegt og litríkt fyrir stelpur sem
mér finnst oft vanta fyrir stráka. Ég bjó til snuddu-
band fyrir son minn með nafninu hans og skær-
um litum. Til að byrja með ætlaði ég bara að gera
nokkur til að gefa í gjafir en þetta spurðist fljótt út.
Eftirspurnin varð mikil og greinilega vöntun svo að
ég gerði sölusíðu á Facebook og tek þar við pönt-
unum. Ég hef líka verið að fara á markaði og svo er
hægt að fá snudduböndin í ABC leikföngum en þá
eru ekki nöfn barnanna. Í staðinn eru ýmis orð á
böndunum t.d. prakkari, prinsessa, sæta, ömmu-
prins, grallari og svoleiðis,“ segir Marta. Einnig er
hægt að fá nafnahálsmen, armbönd og lyklakippur
eftir pöntunum.
„Á síðunni minni er hægt að sjá ýmsar litasam-
setningar og ég geri hvern hlut eftir óskum kaup-
andans. Stundum sendi ég fólki myndir af ýmsum
tillögum áður en ég klára bandið og ég er með alla
stafina í íslenska stafrófinu. Snudduböndin eiga að
vera mjög örugg, perlurnar eru þræddar á borða og
þau eiga ekki að geta slitnað,“ segir Marta. „Ég var
að fá Bananabox sem eru algjör snilld til að taka
með sér að heiman því bananinn helst alveg heill,
þau eru á 990 kr.,“ segir Marta að lokum og hvetur
alla til að skoða síðuna www.facebook.com/atram.
snuddubond.
Líf og fjör hefur verið meðal unglinga í Lágafellsskóla en þeir sýndu á dögunum
söngleikinn „Wake me up before you go go“ eftir Hallgrím Helgason. Æfingatímabilið
var skemmtilegt og skrautlegt en það hófst í byrjun janúar. Gjarnan mátti sjá ljós í matsal
Lágafellsskóla langt fram á kvöld en þar æfði hópurinn undir leiðsögn Maríu Pálsdóttur
sem leikstýrði verkinu. Tónlistina sá Hafdís Pálsdóttir um en hljómsveit skipuð ungling-
um úr Lágafellsskóla lék undir flestum lögunum. Sýndar voru alls fjórar sýningar og var
ávallt fullur salur. Börn jafnt sem fullorðnir gengu út með bros á vör.
Söngleikur í lágafellsskóla
Umræðufundur
í Harðarbóli
Sjálfstæðismenn héldu umræðufund með
forystu flokksins í Harðarbóli þann 14.
mars. Yfirskrift fundarins var „Hvernig
vinnum við í þágu heimilanna?“ Bjarni
Benediktsson, Hanna Birna Kristjáns-
dóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir
ræddu uppbyggingu og aðgerðir í þágu
heimilanna.
bjarni ben
fer yfir málin
systkinin Hanna
birna og tHeodór
vel Heppnuð sýning
marta silfá innan um
snuddubönd og bananabox
Marta Silfá býr til snuddubönd sem rjúka út eins og heitar lummur
rekur netverslunina
aTraM á Facebook