Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 24
Undanfarið höfum við frambjóð- endur Framsóknarflokksins átt þess kost að hitta fullt af góðu fólki meðan við höfum kynnt framboð okkar. Margt af þessu fólki hefur sagt okkur undan og ofan af hög- um sínum. Í stuttu máli sagt er þetta harðduglega og heiðarlega fólk upp til hópa að berjast um á hæl og hnakka til að standa í skilum með stökkbreytt lán sín. En það hefur ekki und- an, lánin hækka í sífellu þrátt fyrir greiðsl- urnar. Margir eru á barmi örvæntingar, að gefast upp. Í liðnum mánuði hækkuðu verðtryggð lán landsmanna um 3 milljarða króna, mest vegna útsöluloka. Í hvaða öng- stræti erum við komin Íslendingar þegar fataútsölur hafa sláandi áhrif til hækkunar á lánum okkar? Nýlega hefur verið sýnt fram á í grein- um á netinu hvernig verðtrygging kyndir undir og eykur verðbólgu. Engu er líkara en að hún lifi sínu eigin lífi. Þannig vef- ur verðtryggingin sig um heimili fólks eins og kyrkislanga og herðir að í sífellu. Þessa óværu á að höggva nú þegar, í einu höggi. Það verður ekki einfalt, það verður erfitt, það kann að taka á, það kann að taka tíma, en það verður að gerast nú þegar, við eigum ekki annan kost. Ef ekkert er að gert munu þúsundir heimila í viðbót við þau 4.000 sem þegar eru komin í fang lánastofnana fara sömu leið með skelfilegum afleiðing- um fyrir fjölskyldur, lánastofnanir og land- ið allt. Við svo búið má ekki standa. Í fjögur ár hafa núverandi stjórnvöld slegið skjaldborg..............um lánastofnanir og fjármagnseigendur. Dómstólar hafa dæmt suma gjörninga bank- anna varðandi lán í erlendri mynt ólöglega þannig að hluti lántak- enda hefur fengið nokkra leiðrétt- ingu. Stór hluti lántakenda hefur hinsvegar fylgst með lánum sínum hækka mánaðarlega, þrátt fyrir skil á afborgunum sem eru að hækka með hverjum mánuði sem líður Tími aðgerða er runninn upp. Því er það að við Framsóknarmenn stíg- um fram og segjum hingað og ekki lengra. Nú er meira en nóg komið. Nú verður að afnema verðtryggingu. Nú verður að leið- rétta stökkbreytt lán. Nú er komið að lán- veitendum, eigendum krafna, Vogunar- sjóðum. Nú er kominn tími til að þeir láti af hendi hluta hagnaðar af kröfum sem þeir keyptu smánarverði og nota þann hluta í þágu skuldsetts almennings, til sanngjarnrar leiðréttingar lána fólks sem er að þrotum komið. Andstæðingar okkar í pólitíkinni hafa valið tillögunum og okk- ur Framsóknarmönnum hin háðulegustu nöfn og haft uppi upphrópanir í þessu efni, mest vegna þess að þeir þora ekki sjálfir, hafa ekki haft kjark í verkefnið í fjögur ár á meðan Framsóknarmenn hafa lagt fram hverja tillöguna á fætur annari til að leið- rétta ranglætið. Við þorum, við viljum, við skulum, við getum, við verðum! Þorsteinn Sæmundsson. Höfundur skipar 3ja sæti á framboðslista Framsóknar í Suðvestur kjördæmi - Aðsendar greinar24 Það er herjað á ungt fólk á Íslandi úr mörgum áttum. Atvinnutæki- færi eru fá, skattar hækka, þjón- usta minnkar og engin tækifæri eru til að fjárfesta í heimili fyrir nýstofnaðar fjölskyldur. Mikið af ungu fólki hverfur í forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. Þau eru hluti af hópi sem birtist ekki alltaf í opin- berri tölfræði, hópi sem of oft er hægt að hunsa. Atvinnuleysistölur á Íslandi sýna ekki unga fólkið sem fluttist erlendis til vinnu eða unga fólkið sem fór í nám í hrun- inu og kemur á næstu árum inn á vinnu- markað sem býður þau ekki velkomin. Ungt fólk á Íslandi horfir í dag upp á þjóðfélag án tækifæra, þjóðfélag þar sem þeirra krafta er í raun ekki óskað. Afnemum verðtrygginguna Ungt fólk sem tekur húsnæðislán í dag sér fram á að þurfa að borga eignina allt að þrisvar sinnum áður en yfir lýkur. Algeng lánsupphæð fyrir ungt fólk til að kaupa sína fyrstu íbúð er á bilinu 13-20 milljónir, sem er sanngjarnt verð – sem fólk er tilbúið að borga. Það sem er hins vegar ekki sann- gjarnt, er að borga 39-60 milljónir á láns- tímanum. Verði hér annað hrun, þá eru það lántakendurnir sem tryggja bankakerf- ið fyrir hruninu – í gegnum verðtrygging- una. Fyrir ábyrgan stjórnmálaflokk hlýtur afnám verðtryggingar að vera forgangsat- riði. Í stefnu Framsóknarflokksins er það skýrt, forystufólk okkar hefur talað skýrt – verðtryggingin verður afnumin. Sanngirni í skuldamálum Fyrir hrun tók mikið af ungu fólki verð- tryggt húsnæðislán í góðri trú – lán sem hafa stökkbreyst og kæfa nú framtíðarmöguleika þeirra. Rauði þráðurinn í tillögum Framsókn- arflokksins til lausnar á skulda- vanda heimilanna er réttlæti. Fólk sem tók verðtryggð húsnæðislán á sama réttlæti skilið og lántakendur gengistryggðra lána fengu í gegn- um réttarkerfið. Það getur ekkert réttlætt að þeir sem tóku verðtryggð húsnæðislán sitji einir uppi með afleiðingar þess að lán- in stökkbreyttust. Forsendubrestinn þarf að leiðrétta. Kraft í atvinnulífið Efnahagurinn og atvinnulífið hér á landi eru stöðnuð. Hagvöxtur síðasta árs var 1,6%, fjárfesting er í sögulegu lágmarki og fólk flyst enn erlendis í atvinnuleit. Fram- sóknarflokkurinn hefur mótað ítarlegar og raunhæfar tillögur til að snúa þessu ástandi við. Þar er lagt til grundvallar að hér komist á pólitískur stöðugleiki og að ný stjórnvöld leitist við að draga úr óvissu, í stað þess að ýta undir hana. Tækifæri til nýsköpunar og vaxtar hér á landi eru til staðar. Hvort sem er í sjávarútvegi, nýtingu grænnar orku og vörum framleiddum með grænni orku, ferðamennsku eða hugverkaiðnaði, þá er framtíðin björt – ef að stjórnvöld styðja í stað þess að stöðva. Framsóknarflokkurinn er tilbúinn til verka og óskar eftir stuðningi til að snúa stöðnun í sókn. Framsókn fyrir ungt fólk. Sigurjón Kjærnested. Höfundur skipar 4. sæti á lista framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi Framsókn fyrir ungt fólk Batamessa í Lágafellskirkju, sunnudaginn 7. apríl kl. 17 Í Batamessu sameina prestur og Vinir í bata krafta sína í viðkomandi kirkju og bjóða öllum til sín til messu, sem við köllum Batamessu. Batamessurnar eru frábrugðnar öðrum messum að því leyti að kirkjugestum er frjálst að taka virkari þátt með því að ganga um kirkjuna og iðka trú sína á eigin forsendum. Allir geta komið og átt notalega og uppbyggilega stund í Batamessu. Við verðum! Á fjórum árum hefur tekist að end- urreisa efnahagslíf þjóðarinnar. Hagvöxtur er á pari við það besta í Evrópu, atvinnuleysi mun lægra en í löndunum í kringum okkur, kaupmáttur hefur aukist tvö ár í röð og íbúðaskuldir heimilanna eru svipaðar og þær voru 2004. Nú greiðir ríkið 35% af vaxtakostnaði heimilanna sem er helmingi meira en gert var fyrir hrun. Aukinheldur hefur ríkið veitt yfir 100 milljörðum í barna- og vaxtabætur á kjörtímabilinu. Á sama tíma hefur halli ríkissjóðs farið úr 216 milljörðum í ríflega þrjá. En verkefninu er ekki lokið og nú má ekki glepjast af innistæðulausum loforð- um. Nú hefur einn flokkur lofað 100 milljörð- um á ári í lækkun skatta og helst til þeirra sem eiga mest og þéna mest. Fjármagna á þessi loforð með auknum virkjunum, og með hagfræðinni um brauðmolana sem falla af borðum þeirra ríku til hinna fátæku. Gríðarlegur fjárlagahalli Bandaríkjanna er gott dæmi um að kenningin gengur ekki upp. Þá hafði aukin velta hér á landi fyr- ir hrun ekkert með skatta að gera – veltan byggði á aukinni skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Það er óábyrgt að lofa 100 milljarða skattalækkunum og setja undir- stöður velferðarkerfis og fjármál ríkisins í fullkomið uppnám – bara til þess að fjölga atkvæðum. Ljúkum viðræðum Mikilvægara er að auka verðmætasköp- un. Fjárfestingaáætlun Jafnaðarmanna sýnir að við horfum til virkjunar hugvits- ins, skapandi greina, aukningu í tækni- og rannsóknarsjóði og ferðaþjónustu. Þá teljum við að forsenda verðmætasköpunar sé stöðugleiki í ytra umhverfi, afnám hafta og lágur vaxtakostnaður. Þess vegna setjum við aðildarvið- ræður við ESB á oddinn enda eru það hagsmunir almennings að ljúka viðræðum og leyfa þjóðinni að kjósa. Upptaka nýs gjaldmiðils er líka besta leiðin til að losna undan verðtryggingu og hárri verðbólgu. Við jafnaðarmenn ætlum sömuleiðis að verja þrepaskiptan tekjuskatt sem leiddi til lægri skattbyrði hjá 60% þjóðarinnar. Aðrir flokkar vilja afnema þrepaskiptinguna og þá um leið lækka skatta á þá efnamestu en hækka skatta á þá tekjulægstu. Við jafnað- armenn viljum frekar forgangsraða í þágu þeirra sem eru með lægstu tekjurnar, og til öryrkja, aldraðra, barnafólks og skuldara. Dreifum byrðunum jafnt Þannig vilja jafnaðarmenn dreifa byrð- unum jafnt, svo að hver leggi til samfé- lagsins í takti við efni og aðstæður. Árangri undanfarinna ára á að verja til þeirra sem verst hafa það, en ekki til þeirra sem best hafa það. En við munum ekki búa við öfl- ugt velferðarkerfi án verðmætasköpun- ar. Þess vegna á að styrkja vaxtargreinar atvinnulífsins og taka upp nýja mynt svo fyrirtækin geti búið við heilbrigt viðskipta- umhverfi. Þannig viljum við jafnaðarmenn sækja fram á næsta kjörtímabili. Magnús Orri Schram Þingmaður Samfylkingarinnar Er innistæða fyrir loforðum? Það hefur vakið furðu mína að undanförnu að fylgjast með frétta- flutningi fjölmiðla af ályktunum stjórnmálaflokka. Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir skömmu var samþykkt tæplega sjö blað- síðna ályktun um velferðarmál. Þetta var lengsta ályktun fundar- ins og augljóst að málefni hennar snertu marga. Samt hafa fjölmiðlar ekki sýnt þessum fjölmörgu tillögum nokkurn áhuga. Velferðarmál eru ein ástæða þess að ég er í pólitík og ég tel stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þessum málaflokki til fyrirmynd- ar að öllu leyti nema því hversu hljótt hún hefur farið. Það er nánast ógerlegt að grípa einhverja örfáa punkta úr ályktuninni því hún er á meitluðu máli og hvert einasta atriði sem þar kemur fram er svo mikilvægt. Hér skal þó eitthvað upp talið um leið og minnt er á að velferðarályktun Sjálfstæðisflokksins er um sjöfalt lengri en þessi grein svo það er vel þess virði að kynna sér hana betur á www.xd.is/landsfundur-2013/samthykkt- ar-alyktanir Í kaflanum um heilbrigðis- og trygging- armál er sú stefna mörkuð að horfið verði frá þeirri gegndarlausu niðurskurðarstefnu sem ríkt hefur í rekstri sjúkrastofnana á þessu kjörtímabli. Höfuðáherslu beri að leggja á rekstur heilbrigðisstofnana um allt land. Þar er einnig nefnt að semja þurfi við tannlækna vegna niðurgreiðslu á tann- læknaþjónustu fyrir börn. Í kaflanum um málefni fatlaðs fólks kem- ur fram krafa um að afnema tekjutenginu öryrkja við maka og áhersla lögð á að þeir séu ekki hnepptir í fátækragildru vegna skerðingar á bótum vegna tilfallandi tekna. Málefni aldraðra eru fyrirferða- mikil í ályktuninni. Þar er þess krafist að aldraðir sem eru á dval- arheimili haldi fjárhagslegu sjálf- stæði sínu og að kjaraskerðingin síðan 1. Júlí 2009 verði afturköll- uð. Einnig að Tryggingarstofnun hætti að skerða ellilífeyri vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum krónu fyrir krónu. Og þá eru ótalin atriði úr köflunum um barnavernd, foreldrajafnrétti, málefni fjöl- skyldunnar, húsnæðismál, mannréttindi og jafnrétti. Trúverðug „velferðarstjórn“ þarf þekk- ingu og skynsama leið til að fjármagna vel- ferðarþjónustu að norrænni fyrirmynd. Ég vona að flestir geti nú samþykkt að skatta- leiðin er ekki vænleg til nokkurs árangurs. Aukinn hagvöxtur er forsenda bættra lífs- gæða á Íslandi, hér þarf að auka framleiðni og útflutning. Víða er starfsfólk undir svo miklu álagi vegna uppsagna og hagræð- ingar að meira verður ekki á það lagt. Þess vegna er brýnt að auka möguleika fyrir- tækja til vaxtar með stöðugri efnahagsstjórn og skattalækkunum. Stjórnendur geta þá gert raunhæfar áætlanir og haft fjárhags- legt svigrúm til þess að horfa til nýrra verk- efna, fjölga ráðningum, endurnýja tækja- kost og innleiða tækninýjungar. Einnig þarf að hefjast handa á ný við virkjanagerð og breyta ónýttri orku í þjóðartekjur. Þannig eflist atvinnulíf, atvinnuleysi dregst saman og hagvöxtur eykst. Og þannig fjármögnum við velferð okkar allra. Bryndís Loftsdóttir Höfundur er bóksali og skipar 8. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi Kjósum um velferðarmál! Vinir í bata og Lágafellssókn

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.