Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 04.04.2013, Blaðsíða 6
 - Fréttir úr bæjarlífinu6 Útibú Íslandsbanka í Kjarna lokar í haust Útibú Íslandsbanka við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ munu sameinast í eitt útibú að Höfða- bakka 9 í september. Markmið sameiningarinnar er að bjóða upp á öflugt útibú í austurhluta höfuðborgarinnar. Sameiningin er einnig liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka en Íslandsbanki mun reka 19 útibú eftir sameininguna. Viðskiptavinir munu halda reikningsnúmerum sínum við sameininguna. Útibússtjóri hins nýja sameinaða útibús verður Ólafur Ólafsson, útibússtjóri við Gullinbrú. Aðstoð- arútibússtjóri verður Karen Rúnars- dóttir, útibússtjóri í Mosfellsbæ. Framkvæmdir við nýtt útibú hefjast í maí og er ráðgert að opna nýtt útibú í september. Starfsemi útibúanna við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ verður með óbreyttu sniði þangað til. Baráttugleði Samfylkingarinnar í Gamla Bíó laugardaginn 6. apríl kl. 15. Allir velkomnir! Harðarfélagar bjóða heim á föstudag Hestadagar í Reykjavík er sam- vinnuverkefni LH, Höfuðborgar- stofu og hestamannafélaganna á stórhöfuðborgarsvæðinu og verða haldnir dagana 4.–7. apríl. Af því tilefni ætla Harðarfélagar að bjóða heim á morgun, föstudag. Þá verður Reiðhöll Harðar opin kl. 17-19. Auk þess verða hesthús Harðarfélaga opin almenningi en þau verða merkt sérstaklega með blöðrum. Mosfellingar eru hvattir til að kynna sér starfsemi sem fram fer í Hestamannafélaginu Herði, fá sér kjötsúpu, leyfa börnunum að fara á hestbak og horfa á frábæra sýningu hjá Harðarkrökkum. Mosfellingar og nærsveitamenn. Almennur skilafrestur skattframtala er 21. mars. Önnumst framtalsgerð einstaklinga, rekstraraðila og lögaðila. Aukinn framtalsfrestur okkar viðskiptamanna er 7. maí og lögaðila 10. september. Vö d ð i b ö ð á t ln u v nnu r g og ra uga reyns a. G H ld h f ðiunnar ara sson, ag ræ ngur Þverholti 11, 270 Mosfellsbær - Sími 561 0244 Gsm 692 4000, 697 3500 - fax 561 0240 - rbs@rbs.is l ennur skilafrestur var til 21. mars s.l. Í tilefni Kærleiksvikunnar sem haldin var í febrúar tók starfsfólk Vinnustofa Skála- túns sig til og hannaði og saumaði sérstaka Kærleikspúða. Púðarnir eru með rennilás og inn í þá voru sett útklippt hjörtu sem á voru skrifuð kærleikskorn og spakmæli. Öll heimili og skrifstofa Skálatúnsheim- ilisins fengu hvert sinn púða fyllta með spakmælum fyrir alla íbúa, starfsmenn og gesti. Til stendur að halda áfram með þetta verkefni og hafa púðana til sölu t.d. til brúðargjafa. Vorboðunum komið á óvart Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfells- bæ hefur haldið jólatónleika fyrir heimil- isfólk og starfsmenn Skálatúnsheimilisins á aðventunni síðustu ár. Var því ákveðið að færa þessum velunnurum okkar gjöf í tengslum við kærleiksvikuna. Kórinn er með æfingar á mánudögum í Safnaðar- heimili Lágafellskirkju og var ákveðið að koma þeim á óvart á æfingu og færa þeim Kærleikspúða og glerlistaverk að gjöf. Kór- félagar þökkuðu fyrir sig með því að taka lagið. Kristín Þórðardóttir og Sigrún Lóa Ármannsdóttir starfsmenn Vinnustofa Skálatúns afhenda Úlfhildi Geirsdóttur Kærleikspúða og glerlistaverk. Meira um kærleiksviku í Mosfellsbæ (tengja í tengilinn fyrir neðan) http://mos.is/Menning/Vidburdir/Kaerleiksvika/ Kristín Þórðardóttir og Sigrú Lóa Árm nnsdóttir starfsmenn Vinnustofa Skálatúns afhenda Úlfhildi Geirsdóttur, fyrir hönd Vorboðanna, Kærleikspúða og glerlistaverk að gjöf. KÆRLEIKSVIKA Í MOSFELLSBÆ KÆRLEIKSPÚÐAR FRÁ VINNUSTOFUM SKÁLATÚNS Vikuna 17.-24. febrúar var haldin Kærleiksvika í Mosfellsbæ. Af því tilefni tók starfsfólk Vinnustofa Skálatúns sig til og hannaði og saumaði sérstaka Kærleikspúða. Púðarnir eru með rennilás og inn í þá voru sett útklippt hjörtu sem á voru skrifuð kærleikskorn og spakmæli. Öll heimili og skrifstofa Skálatúnsheimilisins fengu síðan hvert sinn púða fyllta með spakmælum fyrir alla íbúa, starfsmenn og gesti. Til stendur að halda áfram með þetta verkefni og hafa púðana til sölu t.d. til brúðargjafa. Vorboðinn, kór eldri borgara í Mosfellsbæ hefur haldið jólatónleika fyrir heimilisfólk og starfsmenn Skálatúnsheimilisins á aðventunni síðustu ár. Var því ákveðið að færa þessum velunnurum okkar gjöf í tengslum við kærleiksvikuna. Kórinn er með æfingar á mánudögum í Safnaðarheimili Lágafellskirkju og var ákveðið að koma þeim á óvart á æfingu og færa þeim Kærleikspúða og glerlistaverk að gjöf. Kórfélagar þökkuðu fyrir sig með því að taka lagið. Starfsfólk Vinnustofa Skálatúns hannar Kærleikspúða • Afhentu kór eldri borgara gjöf Kærleikspúðar fylltir af spakmælum Magamál er nýr veitingastaður sem hefur verið opnaður í Kjarnanum. „Þetta verður staður þar sem verður boðið upp á heimilismat, létta rétti eins og súpu, samlokur og þess háttar og svo kaffi og kökur. Við komum til með að leggja áherslu á að vera með heitan heimilismat í hádeginu og á kvöldin og verður alltaf boðið upp á súpu og allavega tvo heita rétti,“ segir Reynir Örn eigandi og rekstraraðili. „Við erum með pláss fyrir tuttugu manns inni á staðnum og svo verðum við með borð hérna frammi sem er skemmtileg nýjung hér í Kjarnanum, tilvalið að setjast niður og fá sér kaffisopa og tertusneið,“ segir Reynir sem vonar að Mosfellingar taki vel í þessa nýju þjónustu við bæjarbúa. Staðurinn er opinn alla virka daga frá kl. 11:30-19:00 og á laugardögum frá kl. 11:30-16:00. Höfðingleg gjöf til Reykjadals Í vikunni fyrir páska komu eldri hjón í Reykjadal í Mosfellsdal. Tilefni þess var að afhenda félaginu peningagjöf. Um var að ræða verulega upphæð eða tíu milljónir króna. Peningunum verður varið í að bæta aðstöðu gesta í Reykjadal. „Það þarf ekki að fjölyrða um hversu þakklát við erum fyrir þessa höfðinglegu gjöf og er þegar komin hugmynd um hvernig peningunum verður varið. Kunnum við hjónun- um bestu þakkir,“ segir á heimasíðu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem rekur starfsemina í Reykjadal. Í Reykjadal fara fram sannkallaðir ævintýradagar í frábæru umhverfi fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 6 ára til 20 ára. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt og lýsa einkunnarorðin gleði - árangur - ævintýri dvölinni vel. Lögð er áhersla á íþróttir og leiki, útivist og sköpun. Sundlaug er á báðum stöðum ásamt heitum potti og njóta krakkarnir þess mjög að svamla um í heitu vatninu. Á myndinni má sjá hressa krakka í sumardvöl í Reykjadal. Heimilismatur og léttir réttir • Heitur matur í hádeginu Magamál opnar í Kjarna MAgAMál hefur opnAð við hlið bónusvideo

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.