Mosfellingur - 16.05.2012, Side 12
- Stærsta frétta- og auglýsingablaðið í Mosfellsbæ12
Varmá
Fréttarit SjálFStæðiSmanna í moSFellSbæ 1. tbl. 34. árg. maí 2012
Kosið var til sveitarstjórna í landinu
í maí 2010 og er því kjörtímabilið
hálfnað nú í vor. Á þeim tímamótum
er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg og
meta hvernig til hefur tekist á þessum
tveimur árum. Við sjálfstæðismenn
lögðum fram metnaðarfulla stefnu-
skrá fyrir síðustu kosningar og höf-
um í góðu samstarfi við vinstri græn
hér í Mosfellsbæ unnið að framgangi
þeirra stefnumála á kjörtímabilinu.
Hér að neðan eru meginatriði þess-
arar stefnuskrár okkar sjálfstæðis-
manna og mat á því hvernig til hefur tekist.
Ábyrg fjármálastjórn»Staða Mosfellsbæjar er traust, skuldahlutfall komið niður fyrir 150% af tekjum sem eru skil-
yrði nýrra sveitarstjórnalaga. Sú þriggja ára áætlun
sem lagt var af stað með til að aðlaga rekstur og
fjármál sveitarfélagsins að breyttum aðstæðum eftir
fjármálahrunið hefur gengið eftir.
Bygging hjúkrunarheimilis og
aðstöðu fyrir félagsstarf aldraðra»Bygging hjúkrunarheimilis er komin vel á veg, rekstur hefst í byrjun næsta árs. Samningur
Mosfellsbæjar og Eirar, hjúkrunarheimilis um end-
urinnréttingu á rými fyrir félagsstarf eldri borgara
og starfsemi þjónustumiðstöðvar að Hlaðhömrum,
hefur verið undirritaður og munu framkvæmdir
hefjast fljótlega.
Aukin löggæsla og nágrannavarsla»Mikil vinna og áhersla hefur verið lögð í að fá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og ríkisvaldið
til að efna loforð um byggingu nýrrar lögreglustöðv-
ar í Mosfellsbæ í samvinnu við slökkviliðið. Við það
hefur ríkisvaldið ekki staðið enn, áfram verður hald-
ið í þessari baráttu. Áfram hefur verið haldið með
nágrannavörslu verkefnið.
Framúrskarandi skólastarf»Fullyrða má að skólastarf í Mosfellsbæ sé með því besta sem þekkist og er ekki síst að þakka
því frábæra starfsfólki sem vinnur í skólastofnunum
okkar. Þetta sýnir m.a. sú ásókn fjölskyldufólks í að
búa í Mosfellsbæ. Áfram verður haldið að
byggja upp og hlúa að skólastarfi okkar.
Nýr leiksskóli hefur verið tekinn í notkun
í Leirvogstungu.
Öflug stoðþjónusta í skólum»Stoðþjónusta í skólunum okkar er allt-af í sífelldri skoðun enda er hún afar
mikilvæg. Á vegum fræðslunefndar starfar
vinnuhópur sem vinnur að endurskoðun
á stefnu Mosfellsbæjar um sérkennslu og
sérfræðiþjónustu. Gert er ráð fyrir skýrslu
og tillögum frá hópnum nú í vor.
Lýðræðisstefna og reglur um íbúakosningar»Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar hefur verið unnin í samvinnu allra framboða í bæj-
arstjórn og með aðkomu íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarstjórn samþykkti þessa nýju stefnu í okt-
óber á sl. ári og varð Mosfellsbær því með fyrstu
sveitarfélögum til að samþykkja sérstaka stefnu
um lýðræðismál.
Mosfellsbær sem miðstöð heilsueflingar
og heilsu og menningartengdrar
ferðaþjónustu»Mosfellsbær hefur sett sér metnaðarfulla stefnu sem leiðandi heilsubær. Jafnframt hefur bær-
inn stuðlað að og tekið þátt í stofnun heilsuklasans
Heilsuvinjar, sem er klasi aðila í heilsutengdri þjón-
ustu í Mosfellsbæ, sem hefur það að markmiði að
efla atvinnuuppbyggingu í hvers kyns heilsutengdri
þjónustu.
1000 ný störf í bæinn»Fjöldi starfa í opinbera geiranum verður til með byggingu nýs framhaldsskóla, hjúkrunar-
heimilis og slökkvistöðvar í Mosfellsbæ. Jafnframt
hefur verið ákveðið að ráðast í sérstakt og nýstár-
legt átak í sölu atvinnulóða í bænum. Auk þessa er í
undirbúningi tvö risavaxin verkefni sem eru bygging
liðskiptasjúkrahúss fyrir ofan Akra og gagnavers í
Sólheimakotslandi, hvorutveggja verkefni sem vonir
eru bundnar við að verði að veruleika þó ekkert sé
öruggt í þeim efnum. Eitt stærsta byggingarfyrirtæki
landsins, Ístak, hefur flutt höfuðstöðvar sínar í bæ-
inn.
Endurbætur í eldri hverfum»Unnin hefur verið viðamikil úttekt á ástandi eldri hverfa og kostnaðaráætlun gerð fyrir
úrbætur þar sem þeirra er þörf. Næst á dagskrá er
að forgangsraða þessum framkvæmdum og kynna
áætlunina fyrir íbúum og fá fram viðhorf og skoð-
anir þeirra.
Íþrótta- og tómstundaþing
með félögum bæjarins»Íþrótta- og tómstundaþing var haldið 17. mars sl. um íþróttir og tómstundir í bænum. Á síð-
ustu árum hefur verið unnið að stefnumótun á sviði
íþrótta- og tómstundamála. Til að ljúka því verki
voru boðaðir saman fulltrúar félaga í Mosfellsbæ,
foreldrar, forráðamenn og aðrir íbúar, sem áhuga
hafa á íþrótta- og tómstundamálum að koma saman
og ræða þessi mál.
Áframhaldandi uppbygging Íþrótta-
miðstöðvarinnar að Varmá og m.a. að
tryggja með því viðunandi félagsaðstöðu.»Ákveðið hefur verið bygging nýs 1.200 fm íþróttasalar að Varmá með möguleika á 300 fm
félagsaðstöðu. Þessi salur verður fyrst og fremst ætl-
aður fyrir fimleika og bardagaíþróttir en mun í raun
nýtast miklu fleiri íþróttagreinum því með tilkomu
hans losnar um tíma í eldri sölum á Varmá.
Viðhald á eldri byggingum bæjarins
og umhverfi þeirra»Endurbótum á Brúarlandshúsinu er nú lokið og útlit hússins fært í upprunalegt horf ásamt
því að húsið hýsir nú framhaldsskólann þar til nýtt
húsnæði verður tekið í notkun. Endurbætur standa
yfir á húsnæði Varmárskóla, í sumar verður eldri
deildin klædd að utan og nýverið var tekin í notkun
nýr sparkvöllur. Gerð hefur verið áætlun um endur-
bætur á Hlégarði sem svo sannarlega þarfnast við-
halds. Lóð Lágafellsskóla hefur verið endurgerð.
Af ofansögðu má ljóst vera að heilmikið hefur áunn-
ist á þeim tveimur árum sem liðin eru af kjörtíma-
bilinu. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins, í því
góða samstarfi sem er við VG, munum
halda ótrauð áfram við að gera góðan bæ
betri.
Það gengur vel í Mosfellsbæ
Haraldur Sverrisson
bæjarstjóri
Mynd/RaggiÓla
Fréttarit sjálfstæðismanna í mosfellsbæ Varmá
Varmá
Fréttarit SjálFStæðiS-
manna í moSFellSbæ
...fylgir Mosfellingi í dag
Við bjóðum upp á vikunámskeið frá mánudegi til föstudags frá kl. 9-12 eða kl. 13-16.
Stubbanámskeið verður fyrir 4-6 ára vikuna 16.-20. júlí frá kl. 9-12.
Allar nánari upplýsingar má finna inn á: www.hestamennt.is.
Skráningar sendast á netfangið hestamennt@hestamennt.is eða í síma: 899-6972 Berglind.
ReiðSkóli HeStamenntaR
Reiðskóli Hestamenntar er staddur í hesthúsahverfinu við
Varmárbakka í mosfellsbæ. námskeiðin eru fyrir börn og
unglinga frá 6-15 ára og hefjast þau 11. júní og standa til 24. ágúst.
Stjáni póstur tók þátt í firmakeppni Harðar á dögunum
94 ára á reiðvellinum
M
yn
d/
Bj
ar
ni
S
v.
G
uð
m
un
ds
so
n
kristján þorgeirsson lætur
aldurinn ekki stoppa sig
Skipulagið kynnt íbúum
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar kynnti
á dögunum tillögu að endurskoðuðu
skipulagi sveitarfélagsins. Opið hús var
í Krikaskóla þar sem gestir og gangandi
gátu virt fyrir sér tillöguna. Almennur
kynningarfundur var svo haldinn í Hlé-
garði þar Bryndís Haraldsdóttir formaður
skipulagsnefndar og Gylfi Guðjónsson
skipulagsráðgjafi fóru með framsöguer-
indi auk þess almenn umræða var um
aðalskipulagið sem gildir til ársins 2030.
Tillagan er nú aðgengilega á vefsvæði
bæjarins www.mos.is.
Fjölmennt á vel heppnuðu herrakvöldi sem haldið var á Hvíta Riddaranum - Veislustjórinn Gísli Einarsson sló í gegn
Herrakvöld aftureldingar
októ bílasali og
einar fasteignasali
hallur og pétur
með allt á hreinu
stelpurnar seldu
happdrættismiða
svanni, gísli
og hjörtur
árni og steini
umfus drengirnir
í góðum gír