Mosfellingur - 16.05.2012, Side 32

Mosfellingur - 16.05.2012, Side 32
 - Aðsendar greinar28 Þjónusta við mosfellinga hundaeftirlitið í mosfellsbæ í mosfellsbæ búa nokkur hundruð hundar af öllum stærðum og gerðum. Þegar snjóa leysir, kemur ýmislegt í ljós. - eigendum hunda er skylt að þrífa upp saur eftir þá, samkvæmt sam- þykkt um hundahald í mosfellsbæ. hundaeftirlitið í mosfellsbæ hundaeftirlit@mos.is Þjónustustöð s. 566 8450 WWW.ALAFOSS.IS Á L A F O S S Verslun, Álafossvegi 23 Tímapantanir í síma 517 6677 Alexía Snyrtistofan Í nógu verður að snúast í Bæjarleikhúsinu í sumar eins og undanfarin sumur. Leikfélag Mosfellssveit- ar býður upp á Leikgleði, fjölbreytt námskeið fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda og er nú þegar að verða uppbókað á nokkur. Á námskeiðun- um vinna nemendur með sjálfstraust, framkomu og framsögn, sigrast á feimni og kynnast hinum ýmsu þáttum sem snúa að leikhússtarfi. Í lok hvers námskeiðs er sett upp sýning sem hentar hverjum aldurshópi. Elsti hópurinn (13-16 ára) hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullan söngleik. Í fyrra var söngleikurinn Hársprey settur á svið og voru sýndar átta sýningar fyrir fullu húsi. Færð þú hlutverk í stórmynd? Laugardaginn 23. júní opnar leikhúsið dyrnar og býður gestum að koma og skoða aðstöðuna, spjalla við kennara og eldri nemendur, prófa leiklistarleiki á sviðinu og grilla pylsur. Auk þess geta allir sem hafa einhvern tímann sótt námskeið hjá Leikgleði, eða eru að koma í fyrsta skipti í sumar, komið í myndatöku og skráð sig hjá Leikgleði. Mörg fyrir- tæki hafa haft samband við leikfélagið þegar þeim vantar unga leikara í verkefni og því er kominn tími til að safna öllum saman á skrá. Hver veit nema einhver fái hlutverk í stórmynd í kjölfarið. Allar nánari upplýsingar og skráning á nám- skeiðin er á www.leikgledi.tk. Getur þú, lesandi góður, gert þér í hugar- lund tilfinninguna í fótunum ef þú setur poppmaís í skóna þína og gengur svo um? Þú upplifir örugglega sársauka frá popp- maísnum sem ertir iljar og gerir þér erfitt um gang. Þessi samlíking er sett fram til að lýsa því hvernig verkir í iljum/fótum geta verið, en verkir eru eitt af fjölmörgum einkenn- um MS-sjúkdómsins. Margir lýsa einnig verkjum í fótum/iljum eins og að gengið sé á oddhvössu grjóti eða glerbrotum. Mjög einstaklingsbundið er hvernig sjúklingar upplifa verkina. Það er erfitt að meðhöndla taugaverki, verkjalyf duga skammt. MS er sjúkdómur í miðtaugakerfi (heila og mænu). Sjúkdómurinn einkennist af köstum með bata á milli. Kast er oftast tímabund- in versnun á einkennum eða ný einkenni láta á sér kræla. Þreyta er það einkenni sem flestir finna allt- af fyrir. Einkenni þeirra sem eru með MS (MULTI- PLE SCLEROSIS) fara eftir því hvaða taugar verða fyrir skaða, hvaða hluta heilans eða mænunnar sjúkdómurinn ræðast á hverju sinni. MS-sjúkdóm- urinn er oft kallaður sjúkdómurinn með 1000 and- litin vegna þess að einkennin eru svo mismunandi eftir því hvað taugar verða fyrir skaða. Dofi er ann- að algengt einkenni sem og sjóntruflanir, kraftleysi, jafnvægistruflanir og verkir. Enn hefur ekki fundist lækning við MS og orsök sjúkdómsins er ekki þekkt þó nokkrar kenningar séu á lofti. MS er ekki arfgengur sjúkdóm- ur og er ekki banvænn. Engin lyf lækna MS, en á undanförnum 25-30 árum hafa komið fram svo kölluð bremsulyf sem hægja á framgangi sjúkdómsins með því að stöðva köst. Á Íslandi eru um 430 einstaklingar með MS og flestir greinast fyrir 35 ára aldur. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS- sjúklinga og aðstandenda þeirra. Félag- ið stendur fyrir öflugu kynningarstarfi, heldur námskeið fyrir félagsmenn og aðstandendur, stendur fyrir fræðslufyr- irlestrum og útgáfu blaða og bæklinga. MS-félagið reiðir sig á stuðning almenn- ings, fyrirtækja og líknarfélaga til að geta haldið úti starfsemi sinni. Alþjóðlegur MS-dagur verður haldinn í fjórða sinn miðvikudaginn 23. maí og er yfirskrift dagsins 1000 andlit MS, en megintilgangur alþjóðadagsins er að fræða og upplýsa um sjúkdóminn. Nú leitum við eftir stuðningi þínum við okkar góða og þarfa starf. Með því að hringja í eitt af eft- irtöldum númerum styrkir þú félagið um ákveðna fjárhæð: 901 5010 – 1000 kr. styrkur 901 5030 – 3000 kr. styrkur 901 5050 – 5000 kr. styrkur Stuðningur ykkar eflir okkar starf! Berglind Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri MS félagsins Lárus H. Jónsson (Lalli Ljóshraði) 1000 andlit MS - með poppmaís í skónum! Fimmtudaginn 31. maí mun dagþjónusta Skála- túns vera með opið hús frá kl. 12 – 17.30. Þá verður formlega tekin í notkun tvö skynörvun- arherbergi í Skjólinu sem byggja á hugmynda- fræði Snoezelen. Skynörvun gengur út á veru í öruggu og rólegu umhverfi sem er sérhannað og margbreytilegt. Markmið þess er að einstakling- urinn njóti sín á sínum forsendum og fái notið örvunar á skilningarvitum. Takmarkið er að örva frumskynjunina þ.e.a.s. sjón, heyrn, snertingu og lyktarskyn. Starfsfólk Vinnustofunnar munu vera með opna vinnustofu og kynna verkefni sín. Hand- verksfólkið mun m.a. sýna vefnað og eins og áður mun handverkið verða til sýnis og sölu. opið hús í Dagþjónustu í skálatúni leikgleði og opnar dyr í Bæjarleikhúsinu

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.