Mosfellingur - 16.05.2012, Síða 34

Mosfellingur - 16.05.2012, Síða 34
Kjötbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - kjotbudin@kjotbudin.is - Aðsendar greinar30 Að­send­Ar greinAr Grein­um skal skila in­n­ með tölvupósti á n­etfan­gið mosfellin­gur@mosfellin­gur.is og skulu þær ekki vera len­gri en­ 500 orð. Greinum skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höfundi.MO SF EL LIN GU R Hún var áþreifanleg spennan í loftinu föstudagsmorguninn 27. apríl þegar fimm- tíu galvaskir skólahljómsveitarmeðlimir skutluðu svefnpokum og dýnum inní rauðu rútuna við Varmárskóla. Hálfskelkaðir for- eldrar reyndu að bera sig mannalega á kveðjustund, sumir krakkanna að gista að heiman í fyrsta sinn og eins gott að sjö foreldrafararstjórar fylgdu hópnum ásamt Svenna og Daða. Svo var brunað af stað og Daði stjórnandi skólahljómsveitarinnar las okkur lífsreglurnar. Undirrituð var fararstjóri og mig langar sérstaklega að hrósa Daða og hans fólki fyr- ir að einfalda öllum lífið með því að banna farsíma, I-podda og I-padda og allar tölvu- græjur í þessa ferð. Þetta eru dýr tæki og það var sko alveg nóg fyrir krakkana að hugsa um úlpurnar sínar og hljóðfærin og sundfötin! Fyrir utan það hvað það getur aukið á heimþrá og söknuð að hringja í mömmu rétt fyrir svefninn. Það var gaman að stoppa í Laugabakka- skóla á leiðinni norður og borða nestið sitt og ekki spillti nú fyrir að Halldóra mat- ráðskona hafði skellt í sex skúffukökur sem hún bauð okkur uppá ylvolgar og æðislegar – takk fyrir Halldóra. Þegar búið var að koma sér fyrir í skóla- stofum Brekkuskóla og borða kvöldmat ásamt 650 öðrum! var stutt æfing hjá öllum litum. Appelsínugulir, gulir, grænir, rauðir, bláir og svartir æfðu ýmist í Brekkuskóla, KA-heimilinu, Lundaskóla eða niðri á Gler- ártorgi. Þetta var vel skipulagt, allt gekk eins og í sögu eftir æfinguna var setningar- athöfn í KA-heimilinu þar sem Skólahljóm- sveit Kópavogs fór á kostum með lag eftir Of Monsters and Men. Laugardagurinn var langur og strang- ur en æfingarnar voru brotnar upp með sundferð og ratleik um miðbæ Akureyrar þar sem þátttakendur fengu æðislegan ís í bleiku ísbúðinni og leystu ýmsar þraut- ir. Svo var svaka diskótek um kvöldið sem sumir entust ekkert voðalega lengi á. Eftir hádegi á sunnudag var svo komið að hápunktinum, tónleikum í KA-heimil- inu þar sem hver litasveit spilaði þrjú lög og framfarirnar frá föstudagskvöldinu, maður minn!! Svo var tilkynnt hvaða sveit hefði unnið prúðmennskubikarinn eftirsótta og það verður að segjast að Mosfellingar höfðu vandað sig í hvítvetna, bæði hvað varðar umgengni og hegðun og áttum við alveg eins von á því að vinna bikarinn. Að þessu sinni voru það Kópavogsbúar sem hrepptu bikarinn og voru vel að honum komnir með sína 90 manna sveit! Að tónleikunum loknum var ekkert ann- að að gera en hoppa upp í rauðu rútuna, þakka Akureyringum fyrir frábært lands- mót og bruna á Blönduós þar sem við fengum gómsæta hamborgara og franskar á Kiljunni. Vertinn þar fór létt með að hrista fimmtíu hamborgara fram úr erminni á stuttum tíma og a.m.k. fannst undirritaðri tilbreyting í að stoppa annars staðar en í vegasjoppum. Sumir fengu sér lúr á leið- inni heim á meðan aðrir áttu næga orku til að skemmta sér og öðrum. Það voru ögn þreyttir en vel æfðir hljómsveitarkrakkar sem stigu út úr rauðu rútunni við Varmá á sunnudagskvöldinu. Ég er þakklát og hrærð yfir því að svona flott tónlistarstarf sé unnið með börnunum okkar í Mosfellsbæ og óska Skólahljómsveit Mosfellsbæjar bjartrar framtíðar og vona hún fái að dafna áfram. Skólahljómsveit er ekki sjálfgefin, það eru alls ekki öll sveitar- félög sem geta státað sig af slíkri. María Pálsdóttir Landsmót SÍSL (Samtök íslenskra skólalúðrasveita) Fimmtudaginn 3. maí síðastlið- inn boðaði Samfylkingin í Mos- fellsbæ til íbúafundar um málefni tengd starfsemi Sorpu í Álfsnesi. Þar fluttu framsöguerindi Odd- ný Sturludóttir formaður stjórnar Sorpu, Björn Halldórsson fram- kvæmdastjóri, Stefán Gíslason umhverfisfræðingur og Rúnar Þór Guðbrandsson formaður íbúasam- taka Leirvogstungu. Fundurinn var vel sóttur og viljum við þakka þeim bæjarbúum sem mættu og tóku þátt í þessari þörfu umræðu sem og fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Mosfellsbæ sem gerðu grein fyrir viðhorfum sinna flokka. Ástæða þess að Samfylkingin ákvað að boða til þessa fundar er sú að umræða um neikvæð áhrif starfseminnar í Álfsnesi fyrir ákveðin svæði í bænum hef- ur ekki verið næg og í raun engin frá hendi þeirra sem stýra þessum bæ og eiga að gæta hagsmuna allra bæjarbúa. Reyndin er sú að fnykurinn frá Sorpu hefur aukist og kvart- anir vegna hans hafa aldrei verið fleiri en nú í vetur. Í málum sem þessu er vænlegra fyrir bæjarbúa að fulltrúar stjórnmálaflokk- anna vinni saman að því að finna lausn sem hentar bænum, frekar en að stjórnmála- fólkið sé hvert í sínu flokkshorni að reyna að vinna málinu gagn. Sam- fylkingin í Mosfellsbæ vill breytt vinnubrögð í bæjarmálum þar sem hagsmunir bæjarbúa verða settir framar hagsmunum flokk- anna. Þess vegna buðum við öll- um stjórnmálaflokkum sem starfa í bænum að taka þátt í fundinum með okkur. Breytt vinnubrögð kalla á nánara samstarf við bæjar- búa og aukna áherslu á samráð og íbúalýðræði. Fundurinn var öllum þeim sem þátt tóku í honum til mikils sóma og endurspeglast andi fundarins í þeirri ályktun sem samþykkt var einróma á fundinum og birt er hér í blað- inu. Þar kemur fram greinilegur vilji til að Sorpa fái ekki áframhaldandi starfsleyfi í Álfsnesi og vonandi munu allir stjórn- málaflokkarnir vinna að því að Sorpu verði fundinn annar staður til framtíðar, bæði fyrir urðun og gasgerð. Sú varð niðurstaða fundarins. Erna Björg Baldursdóttir og Rafn Hafberg Guðlaugsson, formaður og varaformaður Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ Samfylkingin kallar á breytt vinnubrögð Eftir þrjár vikur hefst enn ein íþróttahátíðin hér í Mosó, Lands- mót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri. UMSK og Mosfellsbær eru form- legir mótshaldarar en framkvæmd- in verður að mestu leyti í höndum íþróttafélaganna í Mosfellsbæ. Auk þess er Heilsuvin samstarfsaðili okkar og munu þau bjóða upp á fræðslufyrirlestra tengda heilsu og hreyf- ingu, auk heilsufarsmælinga s.s. blóð- þrýsting og blóðsykur. Þau koma þar sterk inn enda er helsti tilgangur þessa móts að hvetja fólk á besta aldri til að hugsa um heilsuna. Gert er ráð fyrir 700 þátttakendum í 20 íþróttagreinum. Auk þess má reikna með miklum fjölda af gestum sem koma til að fylgjast með keppni eða taka þátt í öðrum greinum t.d. Zumba, línudans, stafgöngu eða vatnsleikfimi. Einnig verður í boði rat- hlaup og almenningshlaup þar sem hver og einn getur ráðið sínum hraða. Það verður mikið um að vera í bænum helgina 8.-10. júní. Þrátt fyrir að keppnin sjálf muni að mestu fara fram á íþróttasvæðum Aftureldingar, Kjalar og Harðar þá mun hátíðin teygja sig víða um bæinn, í Álafosskvos og allt upp í Gljúfrastein. En eitt af sérkennum mótsins verður einmitt spurninga- keppni úr verkum Halldórs Laxness. Allar upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu UMFÍ; umfi.is/um- fi09/50plus/ og er ástæða til að hvetja bæj- arbúa til þátttöku og þjónustuaðila til að setja sig í stellingar. Ágætu Mosfellingar Við erum í raun öll gestgjafar á þessari hátið. Við skulum taka þátt og njóta hennar og taka vel á móti gestum okkar. Valdimar Leó Friðriksson formaður Landsmótsnefndar Íþróttahátíð í Mosfellsbæ Ég þakka Jóhanni Óla Hilmarssyni fyrir skemmtilega heilsíðu í sein- asta Mosfellingi en þar gerði hann grein fyrir helstu búsvæðum og fjölbreytileika fuglalífs Mosfells- bæjar. Nokkrum dögum áður en Jó- hann birti sína umfjöllun fékk ég þá hugmynd að skrifa stuttlega um svipað efni, líklega vegna þess að um þessar mundir er hvað besti tíminn til fuglaskoð- unar á Íslandi. Langflestir farfuglarnir eru komnir að utan, tilhugalíf og söngatferli er í fullum gangi og fjaðurhamur fugla skartar sínu fegursta. Ég var ekki kominn langt í undirbúningi þegar greinin kom út og hef engu við hana að bæta, nema hvað mig langar að vekja athygli á að fuglaskoðun er skemmtileg og gefandi útivera, sem ekki er einungis fyrir heldra fólk og líffræðinörda heldur alla þá sem hafa snefil af náttúru- og útivistaráhuga. Þetta lærði ég síð- astliðið sumar og að því tilefni skora ég á Mosfellsbæ, þar sem hann fagnar nú 25 ára bæjarafmæli sínu og stefnir að því að efna til jafn margra við- burða á árinu, að hafa fuglaskoðun í fylgd sérfræðinga í sveitarfélaginu sem einn af þeim. Arnór Þrastarson líffræðingur og fuglaáhugamaður Fuglaskoðun í Mosfellsbæ Óskum eftir að ráða fólk í hlutastarf Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á kjöti og matreiðslu. Áhugasamir sendi umsókn á geiri@kjotbudin.is Kjötbúðin Grensásvegi 48 - Sími 571 5511 - kjotbudin@kjotbudin.is

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.