Mosfellingur - 21.08.2009, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 21.08.2009, Blaðsíða 6
 - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 ELDRI BORGARAR Tréskurðarnámskeið! Námskeiðið byrjar 10. sept- ember kl. 12:30. Skráning í síma 5868014 kl.13-16. Uppl. um starfsemina veitir forstöðumaður á skrifstofu félagsstarfsins í kjallara Hlaðhamra kl. 13-16. s. 5868014 Lykilþjón usta í innfl úensufaraldri Sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu og stofnanir á vegum þeirra eru að leggja lokahönd á samræmd- ar áætlanir um hvernig tryggja má órofna lykilþjónustu á meðan infl ú- ensufaraldur gengur yfi r. Viðbúnaðurinn snertir nær alla þætti í starfsemi sveitar- félaganna og er gert ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð við að ná markmiðunum ef þörf krefur. Til að ná markmiðum sveitar- félaganna getur þurft að grípa til ráðstafana sem hafa áhrif á dag- leg störf starfsfólks þeirra. Mikil áhersla verður lögð á að kynna áætlanirnar fyrir starfsfólki og íbúum þegar þær liggja fyrir. Nöfn Mosfellinga á plexiglerplötum Sýning Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá, Spjöld, stendur nú yfi r í Listasal Mosfellsbæjar. Kristín hefur skrifað nöfn allra íbúa Mosfellssveitar árið 1944 og hluta íbúa Mosfellsbæjar árið 2004 á plexiglerplötur. Verkið var unnið fyrir sýninguna Lýðveldið Ísland í Þrúðvangi á 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins og hefur Kristín nú fært Mosfellsbæ verkið að gjöf og er sýningin afmælissýning bæjarins í ár. Sýningin er opin á afgreiðslu- tíma Bókasafnsins og stendur til 29. ágúst. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kindur finnast dauðar í Seljadal á Mosfellsheiði og lömbin enn ófundin Hundar leggjast á sauðfé Sigvaldi Haraldsson á Brúarhóli kemur að einu hræjanna í Seljadal. Iceland Express og í samstarfi við Rás 2 og Morgunblaðið kynna ER TÍMINN Tvær af stærstu hljómsveitum landsins EGÓ og PAPAR halda áfram ferð sinni um landið. Laugardagskvöldið 29. ágúst í Íþróttahúsinu Varmá Dúettinn Hljómur hitar upp frá kl 23:00 Risadansleikur í ÍþróttahúsinuVarmá Forsala á www.midi.is - 18 ára aldurstakmark Húsið opnar kl 22:30 - Miðaverð 3.000 kr. C M Y CM MY CY CMY K PrimeHeilsidaVarma.ai 8/18/09 1:24:39 PM Listasafn Árnesinga og Kaffi Klettur! Þriðjudaginn 1. sept. verður farið á Lista- safn Árnesinga í Hveragerði, en þar stend- ur yfi r sýning á verkum Gerðar Helgadótt- ur og Nínu Tryggvadóttur. Aðgangur er ókeypis. Síðan verður haldið í Biskupstung- ur og farið í kaffi með hlaðborði á Kaffi Kletti við Reykholt. Lagt verður af stað kl. 13 frá Hlaðhömrum. Verð þ.e. akstur og kaffi hlaðborð er kr. 4.000.- Skráning í síma 5868014 e.h. og 6920814 Handverksstofan á Hlaðhömrum opnar aftur 24. ágúst og verður opin frá kl. 13-16 alla virka daga. Við tökum vel á móti nýju fólki og vonum að ánægja verði með það sem boðið verður uppá í vetur. Stefnt verður að því eins og áður, að fara í skoðunarferðir, leikhús og lengri ferðir. Einnig verða haldin námskeið sem verða auglýst í Mosfellingi nú í haust. Eldri borgarar eru kvattir til þess að kynna sér starfsemina og koma og sjá hvað almennt handverk og góður félagsskapur getur gert lífi ð skemmtilegt. Mosfellsbær efndi á dögunum til skuldabréfaútboðs til lífeyrissjóða á verðtryggðum skuldabréfum og sá Saga Capital Fjárfestingarbanki um útboðið. Saga Capital mun jafnframt sjá um skráningu bréfanna í Kaup- höll Íslands. Boðnar voru út 1.000 milljónir króna á 5,0% vöxtum til tíu ára. Þetta er með bestu lánskjörum sem sveitarfélögum hef ur boðist á árinu, segir í tilkynningu frá Mos- fellsbæ Lánsféð verður nýtt til endur- fjármögnunar skulda og til þess að ljúka þeim verkefnum sem eru í gangi vegna uppbyggingar í Mos- fellsbæ. Þar á meðal er bygging nýs, framsækins skóla, Krikaskóla, sem tekinn verður í notkun snemma á næsta ári. Rekstur Mos- fellsbæjar á árinu 2008 gekk vel – ekki síst ef miðað er við aðstæður í þjóðfélaginu. Rekstrar- afgangur af A-hluta að undan- skildum fjármagnsgjöldum var 414 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru tæpar 439 milljónir og er því rekstrarhalli á A-hluta sem nemur rúmum 25 milljónum á árinu 2008. Veltufé frá rekstri var 402 milljónir og handbært fé frá rekstri var 541 milljón. „Það er ánægjulegt að okkur hef- ur tekist að fjármagna brýn verk- efni með betri kjörum en almennt bjóðast. Rekstrarniðurstaða síðasta árs er mjög ásættanleg og í raun afrakstur mikillar vinnu sem starfs- fólk Mosfellsbæjar hefur lagt á sig til þess að gæta aðhalds og vil ég nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til þeirra,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri að lokum. „Viðurkenning á sterkri stöðu Mosellsbæjar,“ segir Haraldur bæjarstjóri Vel heppnað skuldabréfaútboð Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Sex dauðar ær hafa fundist í Seljadal á Mos fellsheiði. Kindahræin eru illa útleikin og augljóslega drepnar af hundi að sögn fjáreig- endanna. Seljadalur er afréttur Mosfellinga og lágu hræin öll meðfram Seljadalsá eða út í henni miðri. Ekkert hefur spurst til 10-12 lamba sem fylgt hafa ánum og kemur það víst ekki í ljós fyrr en í haust hvort þau séu á lífi . Engir smáhundar hér á ferð Bændurna grunar að ærnar hafi allar verið drepnar á svipuðum tíma og jafnvel af sama hund- inum. Líklegast þykir að annaðhvort göngu fólk sem leið hafi átt um dalinn hafi misst stjórn á hundi sínum eða að sumarbústaðaeigendur hafi ekki haft nægar gætur á hundum sínum. „Það eru engir smáhundar sem taka svona fullorðnar ær, sex stykki, og drepa þær,“ segir Hreinn en atvikið hefur verið kært til lögreglu Lausaganga hunda verði bönnuð „Hundar vaða hér uppi og það er staðreynd að sumir kunna með þá að fara en aðrir ekki. Á síðustu 6-7 árum hafa tugir kinda verið drepn ir á svæðinu,“ segir Hreinn Ólafsson bóndi í Helga- dal. Brýnt sé því að vekja athygli hundaeigenda á hættunni af því að sleppa dýrunum lausum á svæðum eins og í Seljadal þar sem mikið er af fé. „Það er ósk okkar fjáreigenda að lausaganga sé bönnuð á afrétti Mosfellinga,“ bætir Sigvaldi Har- aldsson á Brúarhóli við en hann er einn eigenda kindanna.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.