Mosfellingur - 21.08.2009, Blaðsíða 10
Reynivallakirkja
verður 150 ára
Sunnudaginn 30. ágúst verður
þess minnst að 150 ár eru liðin
frá byggingu Reynivallakirkju í
Kjós. Séra Gísli Jóhannesson lét
reisa kirkjuna en yfirsmiður var
Bjarni Jónsson frá Brúarhrauni.
Fyrr á öldum voru Reynivellir
kirkjustaður í þjóðbraut þegar
helsta hafskipahöfn landsins
var Maríuhöfn í Hvalfirði og um
hlaðið lá leiðin til Þingvalla og
Skálholts.
Hátíðarguðsþjónusta hefst kl. 14
og síðan verður dagskrá í Félags-
garði. Sóknarpresturinn, séra
Gunnar Kristjánsson prédikar.
Endurfundir
‘63 árgangsins
Á þessu ári
eru liðin
30 ár síðan
árgangur 1963
útskrifaðist
úr Gagnfræða-
skólanum í
Mosfellsbæ, árið 1979. „Reuni-
onið“ fer fram laugardaginn
29. ágúst og fléttast saman við
bæjarhátíðina Í túninu heima.
Skólinn verður heimsóttur kl.
15 og kvöldverður fer fram í
Hlégarði kl. 20 sem endar að
sjálfsögðu með balli í íþrótta-
húsinu að Varmá.
Hreyfing og ham-
ingja að Lágafelli
Anna Ólafsdóttir Björnsson
heldur myndlistarsýningu í
Íþróttamiðstöðinni Lágafelli í
ágústmánuði. Sýningin verður
opin á opnunartíma hússins frá
6:30 til 21:30 virka daga og 8-19
um helgar. Þema sýningarinnar
er „Hreyfing og hamingja“ og
eru myndirnar allar olíumálverk
á striga. Myndefnið er sótt í
hreyfingu fólks og dýra sem
ýmist eru í formi eins konar
hellamálverka, sem er viðfangs-
efni sem Anna hefur glímt við
undanfarin ár, eða í óræðu rými
þar sem raunveruleikinn er
afstæður.
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10
Miðstöð fyrir íslenska hönnun, kaffihús og verslun hefur opnað í Völuteigi 6
Kaffihús og íslensk hönnun
Glæsileg miðstöð hönnunar,
Hraunhús, hefur opnað í stóru og
skemmtilegu rými að Völuteigi 6
í Mosfellsbæ. Hraunhús er stað-
sett við hlið Ístex í iðnaðarhverfinu
ofan Teigahverfis. Um 40 hönnuðir
eiga nú þegar verk í Hraunhúsum
sem ætlað er að vera miðstöð fyrir
íslenska hönnun.
Hraunhús samanstendur af versl-
un, kaffihúsi, sýninga/veislusal og
vinnuaðstöðu fyrir hönnuði. Gott
gengi er á milli þessara þátta því
hver fær sinn sess í stórum sal og
gangvegur í miðju rýminu tengir
þá saman. Hraunhús munu þannig
hafa beina tengingu á milli hönnuða
og afurða þeirra. Gestir njóta þess að
sjá, snerta og skynja það sem er að
gerast í íslenskri hönnun - frumkraft
og grasrót í góðu blandi við klassíska
hönnun og kaffihús með tengingu
við menningu og listir.
Sköpunarkraftur og notagildi
Hönnunarverslunin í Hraunhús-
um nefnist Magmatika og hefur allt
það að bjóða sem einkennir íslenska
hönnun. Sköpunarkraftur, notagildi
og óvæntir eiginleikar vöru, sem
sprottin er af krafti íslenskra hönn-
uða, eru sett fram á skemmtilegan
hátt. Á vefsíðunni hraunhus.is má
finna allar upplýsingar og einnig er
þar hægt að kaupa og panta vörur.
Öld með Halldóri Laxness
Á kaffihúsinu stendur nú yfir sýn-
ing þar sem þemað er Halldór Lax-
ness. Sýningin heitir: Þar sem feg-
urðin ríkir ein – Öld með Halldóri
Laxness. Textinn er tekinn saman
af sýningarstjóranum Emilíu Sig-
marsdóttur og Ólafi Engilbertssyni
sem hannaði sýninguna. Á spjöld-
unum eru textar um verk Laxness
eftir ýmsa þekkta rithöfunda og
fræðimenn: Má Jónsson, Sjón, Jón
Viðar Jónsson, Sigurð Gylfa Magnús-
son, Matthías Johannessen, Árna Sig-
urjónsson, Úlfhildi Dagsdóttur ofl.
Uppbygging í Völuteigi
Fyrir nokkru opnaði á sama stað
Frumkvöðlasetur Mosfellsbæjar og
V6 Sprotahús en einnig er stefnt að
því á næstu vikum að opna á sama
stað 500 fm veislusal. „Sókn er
besta vörnin“ segir Steinarr Logi frá
Northbygg aðspurður um aðstæður
í þjóðfélaginu. Steinarr hvetur jafn-
framt Mosfellinga og nærsveitunga
til að kíkja í heimsókn og skoða sig
um í Hraunhúsum.
Sumaropnun Hraunhúsa er kl.
11-18 virka dag og 11-17 laugardaga
auk fyrsta sunnudags í mánuði.
Kolla Hjartar verslunarstjóri og Steinarr
Logi frá Northbygg á kaffihúsinu.
Íslensk hönnun verður í öndvegi höfð í
Hraunhúsum að Völuteigi 6.