Mosfellingur - 11.01.2008, Page 2
HÉÐAN OG ÞAÐAN
www.isfugl.is
Í Mosfellsbæ eru starfandi klúbbar
og félög sem ganga fyrir styrkjum
og fjáröfl unum eins og gengur
og gerist. Nú um áramótin tók
knattspyrnu deild Aftureldingar
upp á því að hefja sölu
á fl ugeldum fyrir
einkaaðila úr Reykjavík.
Sú ákvörðun hefur
vægast sagt vakið hörð
viðbrögð bæjar-
búa. Hér höfum
við björgunar-
sveit sem
hefur
fl ugelda-
sölu sem
sína
aðaltekjulind og þar eru sjálfboða-
liðar sem alltaf eru í viðbragðsstöðu
og tryggja öryggi okkar þegar á þarf
að halda.
Það eru einfaldlega nokkur prins-
ipp sem eru á hreinu: björgunar-
sveitin er með fl ugeldasöluna,
skógræktarfélagið sér um jólatrén,
kvennaboltinn selur klósettpapp-
írinn og sunddeildin safnar
dósum. Svona mætti telja áfram.
Aftur elding og björgunarsveitin
Kyndill eru bæði málefni sem vert
er að leggja lið. Hins vegar fi nn ast
fl eiri fínar leiðir til að styrkja sína
starfsemi án þess að þurfa að varpa
svona sprengjum út í loftið.
Gleðilegt ár.
Stríð eða virðingMOSFELLINGUR
mosfellingur@mosfellingur.is
www.mosfellingur.is
Mosfellingur kemur út að
jafnaði á þriggja vikna fresti.
Útgefandi: Mosfellingur ehf.
Skeljatanga 39, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson
Blaðamaður: Ruth Örnólfsdóttir
Umbrot og hönnun: Mosfellingur
Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir
Ljósmyndari: Magnús Már Haraldsson
Prentun: Prentmet, 3500 eintök
Aðsendar greinar skulu ekki
vera lengri en 500 orð.
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri
Í ÞÁ GÖMLU GÓÐU...
...þegar Reykjalundur var í upp-
byggingu. Árið 1944 keypti SÍBS
land fyrir vinnuheimili af eigendum
Syðri-Reykja í Mosfellssveit.
Fljótlega eftir að landið var keypt
var byrjað á að byggja smáhýsi fyrir
vistmenn og 1. febrúar 1945 hófst
rekstur vinnuheimilisins og mót-
taka vistmanna. Þá fékk staðurinn
nafnið Reykjalundur, síðan árið
1949 var aðalbyggingin tekin í
notkun. Árið 1953 var plastiðnaði
komið á fót að Reykjalundi og varð
hann fl jótlega meginstoð iðnfram-
leiðslunnar þar. Myndin er frá 1954
og á henni má sjá hermannabragga
og verksmiðjuhús í byggingu á
Reykjalundi.
Næsta blað kemur út 1. febrúar
KJARNA, ÞVERHOLTI 2, MOSFEL-
- Leiðari og skemmtiefni2
FERSKT BLÓÐ
Álafosskórinn vill bæta við sig fersku
og áhugasömu söngfólki í allar raddir.
Öfl ugt félagsstarf.
Góður andi.
Upplýsingar gefur Helgi R. Einarsson
í síma 868-9790