Mosfellingur - 11.01.2008, Síða 12

Mosfellingur - 11.01.2008, Síða 12
ÆFINGARTAFLA FYRIR VOR 2008 Æfingar hefjast mánudaginn 7. janúar 2008 Æfingargjöld fyrir vorönn er kr. 12.000 Mán- Þriðju- og Fimmtudaga Laugardaga (framhald) 9-12 ára 16:00 - 17:00 9:30 – 10:30 5-8 ára 17:10 - 18:00 9:30 – 10:30 12-16 ára 18:00 - 19:15 10:30 – 12:00 Æfingar fara fram í karatesalnum Íþróttamiðstöðinni að Varmá Yfirþjálfari: Vicente Carrasco 3.dan Áhugasamir byrjendur hafi samband við þjálfara eða stjórn í síma 821 5121 eða tölvupóst karate@afturelding.is Nánari upplýsingar á heimasíðu UMFA www.afturelding.is NAMO ehf. Þverholti 2 Kjarna Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako símar: 566-7310 og 896-0131 namo@namo.is - Íþróttir12 Heiðar Davíð yfi rgefur Kjöl Heiðar Davíð Bragason atvinnu- kylfi ngur hefur gengið í raðir Golfklúbbs Reykjavíkur en Heiðar hefur á undanförnum árum leikið með Kili úr Mos- fellsbæ. Heiðar er þrítugur að aldri og á undanförnum tveimur árum hefur hann leikið sem atvinnukylfi ngur í sænsku móta- röðinni. Þrátt fyrir mikið upp- byggingarstarf GKJ eru aðstæður afrekskylfi nga ekki sambærilegar og hjá nágrannafélaginu GR og mun það vera ein helsta ástæða ákvörðunar hans. Írskur knattspyrnu- þjálfari til starfa Knattspyrnuþjálfarinn John Andrews hefur hafi ð störf hjá Aftureldingu og eru miklar vonir bundnar við hann. Hann mun þjálfa 2. fl okk karla og aðstoða Gareth með meistarafl okk kvenna í Lands- bankadeildinni í sumar. Jafnframt er Andrews farinn að æfa með meistarafl okki karla, en hann er sterkur varnarmaður. Andrews lék um tíma með Cork City á Írlandi sem m.a. lagði Val í Evrópukeppninni nú í sumar. Þá var Andrews á mála hjá enska félaginu Coventry á árunum 1995 til 1998. Getraunastarf hefst á nýjan leik Eins og undanfarið verður getraunakaffi í vallarhúsinu að Varmá alla laugardaga í vetur kl. 11-14. Opið verður laugardaginn 12. jan. til að senda inn raðir og til að skrá sig í hópaleikinn. Laugardaginn 19. jan. hefst svo keppni í hópaleiknum. Nánari upplýsingar á www.tippleikur. is/afturelding. Davíð Svansson markmaður Aftureldingar bankar á landsliðsdyrnar Stefnir á stórmót með landsliðinu Íþróttaskóli á nýju ári Hinn vinsæli íþróttaskóli barn- anna fer nú aftur af stað á néyju ári. Nú er kominn tími til að fara að skvetta svolítið úr klaufum á laugar- dagsmorgnum því nýtt námskeið fer að hefjast. Það hefst laugardaginn 12 janúar. Um er að ræða 10 tíma námskeið, á laugardags morgnum. Námskeiðinu lýkur laugardaginn 15. mars. Markvörðurinn okkar, Davíð Svansson, hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum í marki Aftureldingar að undanförnu. Davíð var valinn í B-landsliðshóp Íslands fyrir EM sem haldið verður á næst- unni. Samkeppnin var gríðar hörð fyrir lokahópinn sem fer til Noregs í næstu viku. Davíð náði þó ekki að fara alla leið í þetta skiptið en stefnir ótrauður á sæti í landsliðinu í nánustu framtíð. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir mig og fer beint í reynslubankann. Hugurinn er farinn að leita út fyrir landsteinana og þetta er bara góð auglýsing fyrir mig. Metnaðurinn er til staðar og ég stefni hiklaust á stórmót með landsliðinu innan fárra ára“ segir Davíð sem hefur tekið miklum framförum að undanförnu og stefnir enn hærra. Davíð var valinn í úrvalslið 8.-14. um- ferðar N1 deildarinnar. Í byrjun febrúar hefst 15. umferðin og leika okkar menn heimaleik gegn Akureyri þann 2. febrúar. Davíð Svansson var valinn í úrvalslið 8.-14. umferðar N1 deildarinnar. Að send ar grein ar Grein um skal skila inn með tölvu pósti á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Grein um skal fylgja fullt nafn ásamt mynd af höf undi. MOSFELLINGUR

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.