Mosfellingur - 11.01.2008, Page 14
Elding - líkamsræktarstöð hefur
opnað glæsilega aðstöðu að Varmá.
Halla Heimisdóttir íþróttakennari
og Hjalti „Úrsus” Árnason kraftlyft-
ingamaður hafa stofnað fyrirtækið
Eldingu og reka saman þrek- og
líkamsræktaraðstöðuna að Varmá.
Stutt er síðan Toppform sameinaðist
World Class og færði alla starfsemi
sína í Lækjarhlíð. Elding mun því
vera í gömlu aðstöðunni í íþrótta-
húsinu að Varmá.
Stuðningur frá bænum
Mosfellsbær styður dyggilega
við verkefnið og er ætlunin að efla
aðstöðu fyrir íþróttafólk með
sérhæfðri aðstöðu s.s. með því að:
- efla stuðning við afreksíþróttafólk.
- auka samvinnu milli félaga og
deilda í formi sameiginlegrar styrkt-
arþjálfunar í líkamsræktarsal.
- veita góða aðstöðu til almennrar
líkamsþjálfunar fyrir almenning
sem þess óskar.
- stuðla að þróunarverkefnum
í lýðheilsufræðum í samvinnu
við skóla bæjarins og nýta þannig
sérþekkingu í því sambandi.
- koma Mosfellsbæ í fremstu röð
meðal sveitarfélaga í lýðheilsuefl-
ingu og afreksþjálfun.
Elding mun taka að sér þá afreks-
íþróttamenn sem íþróttafélögin
í bænum skilgreina sem slíka í
samvinnu við íþróttafulltrúa og
starfsmenn Eldingar.
Kærkomin aðstaða
Fyrir liggur að íþróttafélögin hafa
beðið eftir slíkri aðstöðu í mörg ár
og hafa þurft að leita eftir þessari
þjónustu annars staðar. Elding er
því kærkomin búbót þar á og býður
upp á ýmsa möguleika og hjálpar
vonandi afreksfólki úr okkar röðum
að ná enn lengra en áður.
„Ólympískar lyftingar eru farnar
að vega þyngra í almennri þjálfun.“
segir Hjalti og er greinilega ánægður
með aðstöðuna og þetta tækifæri
sem Mosfellingum og íþróttafólki
Aftureldingar býðst nú. „Ekki má
gleyma allri aðstöðunni sem hér er
fyrir að Varmá eins og sundlaugin,
íþróttavöllurinn, gönguleiðir og
fleira. Toppaðstaða fyrir alla”
Elding mun taka að sér lýðheil-
suverkefnið Hreyfing fyrir alla
fyrir Mosfellsbæ í samvinnu við
Lýðheilsustöð þar sem kjörorðið er
„Allt hefur áhrif, einkum við sjálf.“
Halla lýkur einmitt meistaranámi í
lýðheilsufræðum í vor.
Á efri hæðinni að Varmá mun síðan
Atorka; Mannrækt og útivist standa
fyrir dans- og jóganámskeiðum.
- Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar14
Rope Yoga átak
í Þrúðvangi
Rope Yoga kennarinn og
einkaþjálfarinn Sigga Dóra stend-
ur fyrir sex vikna átaksnámskeiði
í Rope Yoga Fusion. Námskeiðin
hefjast nú í janúar í Þrúðvangi í
Álafosskvos. Rope Yoga sameinar
hug, líkama og sál auk þess sem
á námskeiðunum er unnið
með þrekæfingar með lóðum.
Þjálfunin er persónusniðin og
hentar jafnt konum sem körlum
á öllum aldri. Allar upplýsingar
og bókanir fara fram í síma 692-
3062.
Kjósverjum fjölgar
um tíu á milli ára
Íbúum í Kjósarhreppi hefur
fjölgað um tíu á milli ára. Sam-
kvæmt skrám Hagstofu Íslands
1. desember 2007 og eru þeir
nú taldir 191. Fjölgunin er því
rúm 5% frá síðasta ári og eru
meðal þeirra sveitarfélga ásamt
Mosfellsbæ þar sem hlutfallsleg
fjölgun íbúa hefur verið hvað
mest á síðastliðnum árum.
Mosfellingar
orðnir 8.147
Samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár
voru Mosfellingar orðnir 8.147
hinn 1. desember síðastliðinn.
Karlar eru í meirihluta eða 4.301
á móti 3.846 konum.
Okkur hefur því fjölgað um rúm
8% á einu ári en á sama tíma í
fyrra voru Mosfellingar 7.501.
Í desember síðast liðn-
um samþykkti bæjarstjórn-
in að taka upp svokallaðar
heimgreiðslur. Heimgreiðsl-
ur eru greiðslur sem ganga
út á það að foreldrar sem
ákveða að vera heima með
börn sín fái sömu niður-
greiðslu frá bænum eins og
þeir foreldrar sem fara með börnin
sín í dagvistun. Tilgangurinn með
þessu var, eftir því sem að ég best
veit, að jafna rétt þeirra sem ákveða
að setja börn sín til dagforeldra ann-
arsvegar og þeirra sem ákveða að
vera heima með börn sín hinsvegar.
Einnig var tilgangurinn að Mosfells-
bær veitti með þessu öllum börnum
dagvistunarúrræði þar sem dagfor-
eldrar eru af skornum skammti og
ekki hlaupið að því að fá pláss.
Galli á gjöf Njarðar
Mosfellsbær ákvað hinsvegar að í
stað þess að láta heimgreiðslur taka
gildi frá lokum fæðingarorlofs þá
muni þær hefjast við eins árs aldur
barna. Ástæða þess segja ráðamenn
vera að fyrir alþingi liggi tillaga um
að lengja fæðingarorlofið úr níu
mánuðum í tólf. En eins og bæjarbú-
ar og landsmenn allir vita þá verða
ekki allar tillögur að lögum og því er
þetta undarleg ákvörðun að
hálfu bæjaryfirvalda. Hvern-
ig hefur Mosfellsbær hugsað
sér að foreldrar brúi bilið
á milli loka fæðingarorlofs
þangað til að heimgreiðslurn-
ar taka gildi?
Ef að jafnrétti á að gilda
ætlar Mosfellsbær að hætta
að greiða niður dagvistunarkostnað
foreldra sem eru með börn sín hjá
dagforeldrum á milli níu mánaða
og eins árs þangað til og ef að tillag-
an kemst í gegnum þingið? Fyrst
þeir hafa slíka ofurtrú á að þessi
tillaga verði að veruleika, afhverju
ákveður bæjarstjórnin þá ekki að
láta heimgreiðslurnar hefjast við
lok fæðingarorlofs? Það myndi
ekki kosta sveitarfélagið mikið fyrst
þessi lög eru hvort eð er hinum
megin við hornið. Það myndi bæði
einfalda orðalag löggjafar okkar og
sýna skýrt hvert markmið þessarar
greiðslna sé.
Í orði eða á borði
Ef það á að koma eins fram við þá
foreldra sem vilja vera lengur heima
með börn sín að fæðingarorlofi
loknu þá verður auðvitað að stíga
það skref til fulls. Sjálfstæðismenn
segja á heimasíðu sinni að þeir vilji
tryggja öllum börnum dagvistunar-
úrræði strax að loknu fæðingarorlofi.
Hafa sjálfstæðismenn gleymt því
sem að þeir lögðu upp með í byrjun?
Eða líta þeir ekki á heimgreiðslunar
sem dagvistunarúrræði? Er hugsun-
in hjá bæjarstjórninni sú, að færri
myndu nýta sér heimgreiðslurnar
ef að foreldrar þyrftu sjálfir að brúa
bilið í þessa þrjá mánuði og þannig
væri hægt að spara? Eru heimgreiðsl-
urnar meira í orði en á borði?
Mín tillaga
Mín tillaga er sú að bæjarstjórn-
in sjái sóma sinn í því að láta heim-
greiðslurnar taka gildi frá lokum fæð-
ingarorlofs og þegar eða ef að tillaga
þeirra um lengingu fæðingarorlofs
kemst í gegnum þingið þá myndu
heimgreiðslurnar breytast í sam-
ræmi við það. Þannig myndu heim-
greiðslurnar taka gildi við níu mán-
aða aldur fyrir foreldra í sambúð en
einstæðir foreldar ættu rétt á þeim
frá sex mánaða aldri barna sinna,
enda líkur fæðingarorlofi þeirra þá.
Það er mín einlæg von að bæjar-
stjórnin hætti að slá ryki í augu fólks
og vinni verk sín af heilindum.
Jóna Björg Ólafsdóttir
foreldri í Mosfellsbæ
Opið bréf til bæjarstjórnar Mosfellsbæjar
Halla Heimisdóttir og Hjalti „Úrsus” Árnason opna líkamsræktarstöð
Elding í íþróttahúsinu að Varmá
Halla og Hjalti bjóða upp á sérhæfða
þjálfun að Varmá sem lengi hefur
vantað fyrir afreksfólk Aftureldingar.