Mosfellingur - 21.10.2010, Qupperneq 2

Mosfellingur - 21.10.2010, Qupperneq 2
Helgafellsspítali eða Helgafell Hospital Camp var staðsettur í landi Helgafells á Ásum. Kampurinn náði langleiðina frá Þingvallavegamótum um Ása að Köldukvísl. Spítalinn þótti afar vel búinn lækningatækjum og starfsliði, en allt að 1000 sjúkrarými voru þar. Hverfið samanstóð af um 160 bröggum sem tengdir voru með göngum svo starfslið þurfti ekki að berjast í misjöfnu veðri við íslenska vetrarstorma. Spítalinn fékk heitt vatn til upphitunar frá Suður-Reykjum en neysluvatn úr lindum við rætur Helgafells. Ummerki um vatnsveituna má enn sjá á svæðinu. Árið 1944 kom hin heimsfræga leik- og söngkona Marlene Dietrich í heimsókn til sjúklinga á spítalanum. Starfsemi Helgafellsspítala var hætt í júní 1944. Umsjón: Birgir D. Sveinsson www.isfugl.is Afturelding hélt glæsilega upp- skeruhátíð um síðustu helgi þar sem fjöldi viðurkenninga var veittur. Við eigum glæsilegt íþróttafólk hér innan raða Aftureldingar. Sigríður Þóra og Kristján Helgi prýða forsíðuna að þessu sinni enda gerir Mosfellingur jafnan þeim íþróttamönnum hátt undir höfði sem kjörið er íþróttafólk félagsins. Sigríður Þóra er afburðar knattspyrnu- kona og lykilmaður Aftureldingar sem leikið hefur í efstu deild síðustu ár. Kristján Helgi hefur stundað karate í níu ár og sópað að sér verðlaunum á mörgu stórmótinu síðustu árin. Mosfellsbær blæs til íbúafundar um fjárhagsstöðu bæjarins. Það er ljóst að hagræða þarf í rekstrinum þar eins og víðar. Ég hvet Mosfellinga til að leggja höfuðið í bleyti og koma með hugmyndir sem nýst gætu í gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. Að lokum vil ég þakka frábærar viðtökur á breyttu sniði blaðsins. Efniviðurinn uppskerMOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings Næsti Mosfellingur kemur út 11. nóvember - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Útgefandi: Mosfellingur ehf., Skeljatanga 39, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson Blaðamaður og ljósmyndari: Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Dreifing: Íslandspóstur Upplag: 4000 eintök Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Hjördís Kvaran Einarsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. RÉTT INGAVERKSTÆÐ I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is Ný heiMaSíða - www.joNb.iS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla cabastjónaskoðun Ný MOSFELLINGUR 13. tbl. 9. árg. fimmtudagur 21. október 2010 Dreift frít t inn á öll heimili og fyrirtæki í mosfellsbæ, á k jalarnesi og í k jós eign vikunnar litlikriki - 154,3 m2 raðhús www.fastmos.is 586 8080 selja... www.fastmos.is Uppskeruhátíð Aftureldingar fór fram í íþróttahúsinu að Varmá laugardaginn 16. október. Margvíslegar viðurkenn- ingar voru þar veittar ungu og efnilegu íþróttafólki. Knattspyrnukonan Sigríður Þóra Birgisdóttir var kjörin íþrótta- kona Aftureldingar og Kristján Helgi Carrasco karatemaður var kjörinn íþróttakarl Aftureldingar. „Tækifæri til nýjunga í öldrunarþjónustu” Mosfellingurinn Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna 16 Mynd/Hilmar ÍþróTTamenn afTureldingar nýtt á skrá 22-23 Sigríður Þóra Birgisdóttir og Kristján Helgi Carrasco Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Vottorð fyrir burðarVirkismælingar Helgafellsspítali við vegamót Vesturlandsvegar og Þingvallavegar. Neðst á myndinni sjást vatns­ tankar og lagnir. Vel má greina gömlu brúna á Köldukvísl, sem enn stendur en neðar við ána er hafin vinna við gerð nýrrar brúar.

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.