Mosfellingur - 12.01.2006, Side 10
xxxxx
xxxxx
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar10
Reykjalundur fær
málverk frá Tolla
Listamaðurinn Þorlákur
Kristinsson, sem við þekkjum
betur undir nafninu Tolli, gaf
Reykjalundi málverk nú rétt fyrir
jólin. Tolli skírði verkið sitt Dög-
un andans sem er stórt og afar
fallegt. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem Tolli kemur færandi hendi
upp á Reykjalund því margar
myndir hans skreyta Reykjalund
nú þegar. Þess má þá einnig geta
að fyrsta myndin sem stofn-
unin fékk í gjöf frá Tolla var til
minn ingar um móður hans sem
dvaldi um tíma á Reykjalundi.
Skyggnir við
Úlfarsfell rifi nn
Nú hefur verið hafi st handa
við að rífa niður stóra loftnets-
diskinn við Úlfarsfell. Hann
hefur nú þjónað landsmönnum í
um 25 ár en tæknin er orðin það
mikil að ekki er þörf fyrir hann
lengur. Um tímabil var Skyggnir
eina símatenging íslendinga við
útlönd en frá árinu 1994 tóku
sæstrengir við og síðan þá hefur
Skyggnir verið einungis notaður
sem varastöð. Litlu móttökudisk-
arnir verða þó áfram á staðnum
og verða notaðir til að taka á
móti sjónvarpsefni frá gervi-
hnöttum.
Séra Jón Þorsteinsson hefur þjónað
Mosfellingum síðan árið 1990
Sigsteinn Pálsson fyrrverandi bóndi á Blikastöðum er Mosfellingur ársins 2005
Athafnamaður og stórbóndi í áratugi
Mosfellingur ársins 2005 er Sig-
steinn Pálsson fyrrverandi bóndi
á Blikastöðum. Sigsteinn fæddist
þann 16. febrúar árið 1905 í Tungu í
Fáskrúðsfi rði en fl utti í Mosfellssveit-
ina árið 1936 og var þá til vinnu að
Reykjum. Hann giftist síðar Helgu
Jónínu Magnúsdóttur heitinni frá
Blikastöðum. Þau tóku við búinu á
Blikastöðum þegar faðir Helgu lést
árið 1942. Þar voru hjónin aðal-
lega með kýr og þegar mest var um
búpeninginn voru þar í kringum
100 nautgripir. Árið 1973 var öll-
um búrekstri á Blikastöðum hætt
og árið1991 keypti Reykjavíkur-
borg Blika staðalandið fyrir um 245
mill j ónir en þau kaupgengu til baka
vegna þess að bæjaryfi rvöld í Mos-
fellsbænum vildu ekki breyta lög-
sögumörkum. Um 10 árum seinna
var það svo byggingarfyrirtækið
Úlfars fell sem keypti landið og þar
er áætluð stór og mikil byggð fyrir
um 5000 þús. manns. Sigsteinn
telur landið vera gott fyrir byggð
þar sem lítið er um úrkomu þar og
fallegt útsýni allt um kring. Síðustu
árin he fur heimili hans verið dvalar-
heimili aldraða að Hlaðhömrum.
Hjónin á Blikastöðum
Sigsteinn hefur látið mikið að
sér kveða í bæjarfélaginu í gegnum
tíðina. Hann var hreppstjóri frá
árinu 1964 til ársins 1984. Störf hans
í því embætti voru aðallega fólgin
í því að sinna innheimtumálum
fyrir sýslumanninn. Helga Jónína,
kona hans, var einnig í pólitíkinni.
Hún var oddviti Mosfellshrepps í
fjögur ár og einnig formaður kven-
félags Lága fellssóknar frá árinu
1951 til 1964. Sigsteinn var einn ig
sóknarnefndar formaður í Lága-
fellssókn árin 1973-1978. Þá hefur
Sigsteinn verið duglegur í félags-
starfsemi hér í bæ og var hann til að
mynda einn af stofnendum Lions-
klúbbs Kjalarnesþings sem var stofn-
aður þann 18.mars 1965. Þá hefur
hann fengið viðurkenningu fyrir að
vera elsti starfandi félagi Lionshreyf-
ingarinnar í heiminum. Sigsteinn
var einnig með fyrstu félögunum í
karlakór Stefnis.
Námssjóður Sigsteins
Þau hjónin eignuðust saman
tvö börn. Þau eru Magnús, fyrr-
verandi oddviti Mosfellshrepps líkt
og móðir hans og svo Kristín sem
hefur starfað sem kennari í Varmár-
skóla um árabil. Sigsteinn stofnaði
ásamt fjölskyldu sinni Blikastaða-
sjóðinn árið 1999 til minningar um
konu sína og Þ. Magnús Þorláks-
son og Kristínu Jónatansdóttur, fyrr-
verandi ábúendur á Blikastöðum.
Þessi sjóður hefur veitt nemendum
sem lokið hafa námi hjá Land-
búnaðarháskólanum á Hvanneyri,
styrk til áframhaldandi náms erl-
endis eða til rannsóknarverkefna í
landbúnaðarvísindum.
Aldarafmælið
Sigsteinn hélt veglega veislu á
100 ára afmæli sínu þann 16. febrúar
2005 í Hlégarði. Þangað lögðu leið
sína um 300 manns til þess að fagna
þessum merka áfanga í lífi Sigsteins.
Sigsteinn bað þar fólk um að gefa
frekar í söfnunarbauka fyrir Rauða
krossinn heldur en gjafi r. Með þes su
framtaki söfnuðust rúmlega 150
þúsund krónur sem Sigsteinn af-
henti svo formanni Kjósarsýsludeild-
ar Rauða krossins. Sigsteinn telur
engan sérstakan galdur liggja á bak
við háan aldur sinn en segist þó vita
af langlífi í föðurætt sinni. Nú stytt-
ist óðfl uga í hundraðasta og fyrsta
afmælisdag stórbóndans.
agust@mosfellingur.is
MOSFELLINGURÁRSINS
Sigsteinn ásamt börnum og tengdabörnum. F.v. Grétar Hansson, Kristín
Sigsteinsdóttir, Sigsteinn, Marta G. Sigurðardóttir og Magnús Sigsteinsson
Sigsteinn ásamt umhverfi sráðherra
í 100 ára afmæli sínu á síðasta ári
Sigsteinn afhendir Kristjáni Sturlusyni
afmælisbaukinn góða
Blikastaðir reisulegur og fallegur bær