Mosfellingur - 12.01.2006, Page 13

Mosfellingur - 12.01.2006, Page 13
Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako 13Mosfellingur Uppgjör jóla og áramóta Aðdragandi þessarar greinar hef ur verið langur, við undirritaðir erum leikmenn meistarafl okks karla í handknattleik. Vissulega hefur verið unnið mikilvægt starf undanfarin ár, en því starfi verður að halda við. Er hægt að krefjast toppárangurs miðað við þá aðstöðu sem boðið er uppá að Varmá? Staðan er einfaldlega eins og eftirfarandi pistill lýsir: Núverandi aðstaða er engan vegin viðunandi og býður ekki uppá þá möguleika sem íþróttafólk Mosfellsbæjar þarfnast til að vera í fremstu röð. Ólympískar lyftingar eru mikilvægar fyrir fl est allt íþróttafólk í fremstu röð. Núverandi aðstaða í húsinu, hvort sem það er lyftinga- eða fundaraðstaða er óviðunandi. Við missum á nýju ári þrönga og slaka aðstöðu til ólympískra lyftinga og fáum í staðinn óeinangraða og kalda aðstöðu. Lyftingar í kulda, sérstak- lega ólympískar, eru ávísun á meiðsli. Um er að ræða gjörsamlega óein- angraðan skúr. Þarna geta ekki einu sinni hávöxnustu leikmenn liðsins stundað þær æfi ngar sem þarna eiga fara fram. Þetta er í raun eins og að henda lóðunum út á götu. Þetta er bara bárujárnsskýli sem er við gamla innganginn á gamla salnum. Þetta er gjörsamlega óviðunandi og reyndar bara hlægilegt að bjóða fólki upp á þetta. Hér er hvorki verið á benda á einn né neinn, en hvað sem gerist þá verður einfaldlega að taka á þessu máli. Annað væri hneisa fyrir íþrótta- mennina, félagið og bæinn. Í Íþróttamiðstöðinni er staðsett einkarekin líkamsræktarstöð þar sem fi nna má tæki og handlóð en enga aðstöðu fyrir ólympískar lyftingar. Það þarf að vera til staðar lyftingar aðstaða fyrir íþróttafólk, sem er komið á þenn- an stað í æfi ngum og keppni, geti not- að endurgjaldslaust. Helst vildum við sjá toppaðstöðu þar sem tæki, han- dlóð og góð aðstaða fyrir ólympískar lyftingar væru allt á einum og rúm- góðum stað. Fundaraðstaða í húsinu er lítil sem engin hvort sem það er fyrir foreldr- afundi yngri fl okka eða video fundi meistarafl okks karla, sem hafa verið haldnir í áhaldahúsi Mosfellsbæjar það sem af er vetri. Það er einfaldlega eins og þessir hlutir hafi gleymst í skipulagningunni. Fyrir þremur árum sendi núverandi þjálfari meistarfl okks karla núverandi bæjarstjóra bréf þar sem kom fram að bæta þyrfti lyftingaraðstöðu til muna. Hlynur frjálsíþróttaþjálfari og kraftajötuninn Hjalti Ursus hafa verið að berjast fyrir bættri aðstöðu með litlum árangri síðastliðin fi mm ár. Mosfellsbær þarf að opna augum fyrir staðreyndum og hlúa vel að íþróttafólki sínu með mun myndar- legri hætti en nú er ef við ætlum okkur að vera í fremstu röð. Að sjálfsögðu erum við þákklátir fyrir allt sem fyrir íþróttastarfi ð hefur verið gert en nú þarf að loka hringnum! Það liggur fyrir svart á hvítu. Með íþróttakveðju, Einar Ingi og Magnús handknattleikskappar úr Mosfellsbæ. Margt um manninn á velheppnuðum brennum Mosfellinga Álfadrottning og Álfakóngur mættu að vanda á þrettándabrennuna Jón Friðjónsson starfmaður Mosfellsbæjar og Ólafur Haraldsson kynnir á þrettánda- gleðinni, hvöddu jólin með stæl Grýla og Leppalúði komu við áður en þau héldu til fjalla eftir erilsöm jól Blysin voru tendruð á áramóta- brennunni og glöddu mörg augun. Kyndilsmenn sáu um veglega fl ugeldasýningu á þrettándanum og pössuðu upp á öryggi fólksins Drífa, Júlíanna og Steini galvösk í skrúðgöngu Að vanda sá Björgunarsveitin Kyndill um að selja bæjarbúum fl ugelda fyrir áramótin Agnes með litlu hnátunni sinni og Atla Erni Kyndlaberar tóku þátt í blysför frá Nóatúni Tvíburarnir Alexander og Patrekur voru vel búnir og með öryggisgleraugu Álafosskórinn tók lagið Höfuð, herðar, hné og tær af mikilli innlifun Páll Ágúst, Ólafur, Jóhann Fannar og Hall- grímur Valur með áramótavindlana Jólasveinarnir fylgdu foreldrum sínum á þrettándanum og minntu börnin á að vera þæg og út nýja árið

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.