Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 24.02.2006, Blaðsíða 4
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar4 KFC MOSFELLSBÆ Undanfarin ár hef ég oft velt fyrir mér hvers vegna leikvellir í Mosfellsbæ séu mun fátæklegri en almennt gerist og gengur í nágrannasveitarfélögum okkar. Ég kemst auðvitað ekki að neinni annarri niðurstöðu en þeirri að í þessu sveitarfélagi virðist vanta áhuga stjórnenda þess fyrir þessum málum. Síðastliðið haust gekk ég af og til um vesturbæ Reykjavíkur. Kom mér þar skemmtilega á óvart hversu inn á milli húsa var gjarnan að fi nna virkilega fallega og vel búna leikvelli. Leikvellir þessir voru að mörgu leyti eins og litlir almenningsgarðar, þar sem áhersla var lögð á gróður, form- fegurð, setaðstöðu, og fjölbreytt og vönduð leiktæki fyrir breiðan aldurs- hóp. Leiktæki á þessum völlum voru gjarnan kastalar með brú og renni- braut, klifurgrindur, rólur, sandkass- ar, vegasölt og ýmislegt fl eira. Eitt tæki, sem var yfi rleitt á öllum þessum leikvöllum vakti sérstaka athygli mína og langar mig að minnast á það hér, þar sem ég held að börnum og ung- lingum þyki það óvenju spennandi. Ekki veit ég hvað svona leiktæki heitir, en um er að ræða tvo uppfesta palla með talsverðu bili á milli. Langur stálvír er strengdur milli pallanna og hægt að renna sér á milli pallanna á spotta sem hangir úr vírnum. Fall- egir og vel búnir leikvellir í vesturbæ Reykjavíkur held ég að séu ekkert einsdæmi í Reykjavík og öðrum sveit- arfélögum hér á höfuðborgarsvæðinu að Mosfellsbæ undanskyldum. En ánægjulegt væri ef hægt væri að stan- da jafn vel að verki í Mosfellsbæ, hvað leikvelli varðar, og lýst er hér að fra- man og sjá má á meðfylgjandi mynd með grein þessari. Áhugi bæjaryfi rvalda Fyrir nokkrum árum síðan var uppi nokkur gagnrýni á umræðuvef Mosfellsbæjar hvað varðar fátæklega og illa hirta leikvelli í bæjarfélaginu. Þessari gagnrýni var harðlega mót- mælt af hálfu bæjaryfi rvalda, sem töldu útbúnað og umhirðu leikvalla í bænum með besta móti. Lítið fi nnst mér leikvallamál hafa breyst til batn- aðar síðan þessi gagnrýni átti sér stað fyrir 3 – 4 árum síðan. Nýlega sendi ég fyrirspurn til bæjaryfi r valda um hversu miklu fé hefði verið varið árlega undanfarin ár til umhirðu, viðhalds og nýframkvæmda leik- svæða í bæjarfélaginu. Í svarinu sem ég fékk kom fram að til þessara mála hefði árlega undanfarin ár verið var- ið 2,5 til 3,0 milljónum króna, utan kostn aðar í nýjum hverfum sem fl okk- ast undir gatnagerð. Það gefur auga leið að lítið gerist í þessum málum í rúmlega 7000 manna bæjarfélagi ef ekki er varið til þessara mála hærri fjárhæðum en raun ber vitni. Undan- farin ár hefur bærinn veitt miklum fjármunum bæði beint og óbeint til sérstakra áhuga mála hluta bæjar- búa, s.s. hestamanna og golfi ðkenda. Áfram stendur til að veita miklu fé til þessara mála, m.a. til byggingar 70 milljóna króna reiðhallar. Bæði golf og hestasport eru ágætis íþróttir, en væri hægt að veita viðlíka fjárhæðum til bæjarbúa almennt með gerð al- mennilegra leikvalla eða almenn- ingsgarða í bæjarfélaginu? Áhugi bæjarbúa Á íbúaþingi síðastliðið vor skiptu þátttakendur sér í vinnuhópa eftir ákveðnum málefnum, s.s. skipu- lags- og byggingarmálum, umhverfi s- málum, fjölskyldumálum, o.s.frv. Við lok þingsins voru niðurstöður hóp- anna kynntar. Ef ég man rétt komu tillögur frá öllum hópunum um al- menningsgarð eða garða þar sem fjöl- skyldan gæti komið saman og not ið góðra stunda. Takmarkaður áhugi bæjaryfi rvalda á þessum málum virðist því ekki í samhljóm við áhuga íbúa bæjarfélagins. Aukin útivera barna og samverustundir fjölskyldunnar Af hálfu Lýðheilsustöðvar og ým- issa annarra aðila hefur verið vakin athygli á því hve kyrrsetur barna, hafa aukist, m.a. vegna aukinnar viðveru í skóla og mikils tíma fyrir framan sjón- vörp og tölvur. Að sama skapi hefur og dregið úr útiveru og útileikjum barna. Af þessum sökum hefur verið bent á að hvetja þurfi börn til meiri hreyf- ingar, útiveru og útileikja. Við sem eigum börn á tölvuleikjaaldri í dag þekkjum fl est hversu erfi tt það getur stundum verið. Áhugaverð leiksvæði myndu án efa hjálpa okkur þar. Af hálfu Lýðheilsu stöðvar og annarra aðila hefur einnig verið hvatt til auk- innar samveru foreldra með börnum sínum, m.a. í útiveru og hreyfi ngu. Ef hægt væri að koma upp góðum almenningsgörðum með góðum leik- svæðum held ég að auka mætti úti- vist og útileiki barna, sem og stuðla að fl eiri góðum samverustundum fjölskyldunnar. Ef vel væri að verki staðið gætu vandaðir almennings- garðar, ekki eingöngu orðið barnafjöl- skyldum til ánægju og yndisauka, heldur öllum bæjarbúum. Hugmyndir um almenn- ingsgarða í Mosfellsbæ Hugmyndir mínar um almenn- ingsgarða með vönduðum og vel útfærðum leiksvæðum eru á þann veg að í hverju hverfi verði komið upp einum slíkum og útfærslu hagað með þeim hætti að áhersla væri lögð á gróður, formfegurð, setaðstöðu og fjölbreytt og vönduð leiktæki fyrir breiðan aldurshóp. Sem dæmi mætti hugsa sér að komið yrði upp slíkum almenningsgarði í Höfðahverfi á stóru opnu svæði sem afmarkast af Skelja- tanga, Svöluhöfða og Leirutanga í austri og Arnarhöfða í vestri. Garður þar myndi nýtast vel stóru barnmörgu svæði, bæði í Höfða- og Tangahverfi . Á þessu svæði er nokkur vatnssöfnun í jarðvegi, sem nýta mætti með þeim hætti að útbúin væri grunn tjörn eða tvær tjarnir með læk í milli. Það hafa fl eiri en golfarar ánægju af slíku í sínu umhverfi og ég leyfi mér að efast um að kostnaður við slíka framkvæmd yrði verulegur. Grunn tjörn gæti verið börnum uppspretta leikja allan árs- ins hring, auk þess að geta verið til mik illar prýði. Á þessu svæði mætti einnig gera aðstæður þannig úr garði að þar væri einhversstaðar hægt að renna á sleða. Hvað varðar staðsetningu almenn- ingsgarða í öðrum hverfum mætti m.a. hvað Tangahverfi varðar hugsa sér opið svæði sem afmarkast af Brekkutanga og Borgartanga. Fyrir Holtahverfi mætti hugsa sér opið svæði sem afmarkast af Barrholti og Bergholti. Bæði þessi svæði eru í dag skipulögð sem leiksvæði, en mætti gjarnan gera svo miklu meira fyrir. Í lokin vil ég hvetja þau stjórn- málaöfl , sem bjóða munu fram í bæjarstjórnarkosningum í vor, til að setja á stefnuskrá sína að komið verði upp almenningsgörðum í bænum í anda þess sem hér hefur verið lýst. Það stjórnmálaafl sem boðaði slíka stefnu með sannfærandi hætti fyrir kosningar í vor gæti gengið að mínu atkvæði með talsverðri vissu og án efa atkvæðum fjölda annarra. Egill Helgason Skeljatanga 26 Um leikvelli og almenningsgarða Leikvöllur eða almenningsgarður í vesturbæ Reykjavíkur. Greinarhöfundur spyr: Skyldum við Mosfellsbæingar eiga eftir að sjá jafn fallega og vandaða leikvelli hér í bænum? Ný gatnamót á leiðinni Nú hefur Vegagerðin boðið út vinnu við gerð mislægra gatna móta þar sem Vestur- landsvegur og Suðurlandsvegur mætast. Með þessu verður komið í veg fyrir þá umferð- arteppu sem þar vill verða. Þetta eru frekar góð tíðindi fyrir Mos- fellinga sem hafa þurft margan morguninn að vera í langri biðröð á leið til vinnu sinn ar. Verkið á að vera búið fyrir 1. nóvember næstkomandi en vegna þessara breytinga verður eitthvað um lokun á veginum og umferða tafi r óumfl ýjanlegar á meðan framkvæmdum stendur. Launahækkun samþykkt Bæjarráð samþykkti á fundi þann 9. febrúar síðastliðinn að hækka laun leikskólakennara og félaga í Starfsmannafélagi Mosfells- bæjar (STAMOS). Reynt verður að hafa laun í samræmi við það sem gengur og gerist í sam- bærilegum störfum í nágranna- sveitarfélögum. Þá er munur á sambærilegum störfum innan STAMOS sem þarf að laga til þess að koma jafnvægi á innan STAMOS. Óviðunandi löggæsla Á bæjarstjórnarfundi þann 15. febrúar kom fjölskyldunefnd á framfæri óánægju sinni með löggæslu hér í bæ. Nefndin telur löggæslu óviðunandi á kvöldin og um helgar. Þá hefur nefnd in sérstakar áhyggjur hvað varðar viðbragðstíma lögreglunnar. Löggæslan er í höndum Reykjavíkurborgar og var ákveðið á bæjarstjórnar- fundinum að bæjarstjóri fari fram á fund með lögreglustjóra Reykjavíkur til þess að fi nna leiðir til þess að bæta þjónustu lögreglunnar við Mosfellsbæ.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.