Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 Stolin kerra Til allra sem geta veitt upp- lýsingar! Humbaur HUK1500 kerru með vökvasturtum var stolið af sölu- og geymslusvæði við Bæjardekk, Langatanga 1a, Mosfellsbæ. Kerran er með vökvasturtu og handdælu til að lyfta upp palli. Kerran hefur ser. nr.WHD157A1060342383. Kerran er með álskjólborðum. Heildar- burðargeta 1.500kg., einn öxull, 10” dekk. Þeir sem veitt geta upplýsing- ar um kerruna eru vinsamlegast beðnir um að láta vita, mosfellingur- @mosfellingur.is. Hrafnshöfði - einbýlishús Mjög fallegt 154 m2 einbýlishús, innst í botnlanga við Hrafnshöfða í Mosfellsbæ. Þetta er vönduð eign, með gegnheilum gólfefnum og sérsmíðum innréttingum. Hellulagt bílapan og stór timburverönd með heitum potti. Þetta er vel skipulögð og falleg eign á frábærum stað í nýlegu hverfi. Golfvöllur og gönguleiðir rétt við húsið. Verð kr. 44,9 m. TIL SÖLU Mér hlotnaðist sá heiður að fara með Skólahljómsveit Mosfellsbæjar (elsta hópnum) til Ítalíu um miðjan júní. Með 38 krökkum á aldrinum 14- 21 árs ásamt stjórnandanum Daða Þór, Birgi Sveinssyni og Jórunni konu hans og tveimur öðrum fullorðn- um. Þetta var spennandi verkefni en dálítið ögrandi fannst mér. Hálfs mánaðar ferð þar sem í fyrri vikunni ætlaði hljómsveit úr Monzuno (Band of Monzuno) að taka á móti okkur og áttum við að gista á heimilum. Seinni vikuna ætluðum við að gista á Rimini og hafa frjálsari tíma þar. Mikil eftirvænting og spenna var í krökkum jafnt sem fullorðnum að kynnast þeirri fjölskyldu sem þeir áttu að gista hjá. Búið var að segja okkur að tungumálið yrði ekki vandamál,því hægt væri að tjá sig á ensku. Ítalir kunnu þó mismikla ensku og sumir ekkert og fengu sum- ir krakkar fjölskyldu sem ekkert tjáði sig á ensku. Krakkarnir tóku þessu þó með mesta æðruleysi og aldrei var óskað eftir því skipta um heimili og fara annað. Gaman var að hitta allan hópinn eftir fyrstu nóttina og heyra misjafnar sögur. Hvílík ákefð og upp- ljómun! Allir að upplifa eitthvað mis- jafnt og gátu deilt sögum. Fjölskyld- urnar lögðu sig mjög fram um að taka vel á móti okkur og var hugsað vel um alla. Krakkarnir áttu mikið starf fyrir höndum. Fyrstu dagana var farið í ferðalög sem enduðu með tónleik- um og kvöldmat. Tónleikar oft ekki fyrr en kl 21-21:30 eftir heitan dag og mikið ferðalag. Þá var ég (fullorðin) orðin þreytt og lúin en þau skiptu um gír, fóru í búningana sína, tóku upp hljóðfærin og nóturnar og spiluðu af krafti, undir dyggri stjórn Daða, í ca 1 og ½ klst undir berum himni í ca 30°C. Dagskráin var blönduð hjá þeim en þegar þau spiluðu lög eins og Hver á sér fegra föðurland, Í fjarlægð og Öxar við ána varð ég oftast klökk og brjóstið að rifna úr stolti. Hljómsveitin var frábær og krakkarnir allsstaðar til fyrirmyndar og undirtektir mjög góðar. Lagið Öxar við ána varð dálítið einkennislag í ferðinni, því meðlim- ir ítölsku hljómsveitarinnar höfðu fengið nótur að því og voru byrjaðir að æfa það fyrir Íslandsferð sína, svo þegar það var spilað trölluðu allir með af miklum krafti. Hljómsveitin hélt ferna tónleika á fimm dögum svo dagskráin var stíf. Síðustu tón- leikarnir voru haldnir í Le Croci, sem er fjallstoppur í um 900m hæð. Þar var spilað úti og útsýnið af fjallinu var magnað. Þessir tónleikar voru sameiginlegir með ítölsku hjómsveit- inni og sameinuðust hljómsveitinar m.a. í laginu Öxar við ána. – Frábært! Þegar dvölinni hjá fjölskyldunum lauk voru víða tár á hvörmum en þar sem ítalska hljómsveitin var væntan- leg fljótlega til Íslands var sagt “arriv- aderzi i Íslandía” (sjáumst á Íslandi) Seinni vikuna gistum við á Rimini og þótt ég hafi talað um að þar yrði frjálsari tími var heilmikil dagskrá. Einum degi var varið í vatnagarði, öðum í tívolíi, þriðja í Feneyjum og fjórða í San Marino. Á söguslöðum eins og í Feneyjum, Bologna, Flórens og víðar nutum við leiðsagnar Birgis, sem er frábær leiðsögumaður og skemmtilegur ferða- félagi. Á þessum stöðum var farinn túr með leiðsögn og síðan var gefinn frjáls tími í 2-4 klst. Þá fékk ég hnút í magann. Hvernig eiga krakkarnir að rata hér og þar og vera komin á einhvern ákveðinn stað klukkan eitthvað ákveðið? Búið var að brýna fyrir þeim að vera alltaf tvö eða fleiri saman og vera alltaf með síma á sér. Þau klikkuðu aldrei. Aldrei þurfi að bíða eftir neinum og enginn týndist. Ótrúlegt -í því mannhafi sem víða var t.d. í Feneyjum og Flórenz. Þegar við komum heim til Íslands um miðja nótt 29. júní var hópurinn sæll og ánægður en þreyttur eftir frábæra ferð. Ég vona og held að þau hafi notið ferðarinnar eins og ég og búi yfir þessari reynslu alla tíð. Mér er efst í huga eftir ferðina hversu frábær- ir þessir krakkar eru. Hversu rík við erum að eiga þessa hljómsveit því í henni er unnið mjög gott starf. Birgir Sveinsson hefur haft veg og vanda að því en er nú að fylgja Daða úr hlaði í hans nýja starfi og er hann sannarlega verðugur eftirmaður Birgis. Ítalska hljómsveitin kom síðan til Íslands 13. júlí og voru tengslin enn sterk milli ítalska og íslenska hópsins. Þau voru hér við gott atlæti í viku og fóru víða og fengu að upplifa margt. Meðal annars íslenskt rok og rigningu. En þið krakkar í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, takk fyrir skemmti- lega ferð og góða viðkynningu. Þið eruð frábær. Hafdís Gunnarsdóttir Frábærir krakkar og skemmtileg ferð Maggi Stefáns trommar í Hlégarði Trommuleikarinn góðkunni Magnús Stefánsson úr Egó og Utangarðsmönnum mun ásamt öðru einvalaliði tónlist- armanna troða upp í Hlégarði á stórdansleik laugardaginn 26. ágúst. „Maggi er einn almagn- aðasti og skemmtilegasti trommuleikari Íslands, hann er líka svo glettilega flottur við settið. Hann hefur mikinn stíl.” Segir Kalli Tomm trommuleikari Gildrunnar en hann mun einnig koma fram í Hlégarði. Kalli skorar á alla sem vettlingi geta valdið að koma á ballið og lofar allsherjar stemningu fyrir fólk á öllum aldri. �������������������������������������������������������������������������������������������������� ��������������� ����������������� �������� ������ ����������������� STÆRSTA BALL SUMARSINS

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.