Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 18.08.2006, Blaðsíða 16
Mosfellingur - Íþróttir16 Fax: 566-7241 namo@namo.is NAMO ehf. - Þverholti 2 - Kjarna S. 566-7310 og 896-0131 Afturelding leikur í íþróttafatnaði frá Jako Heimsmeistarar fl ugfélaga Laugardaginn 29. júlí var haldið knattspyrnumót fl ugfél- aga í borginni Köln í Þýskalandi. Þang að mættu 20 fl ugfélög frá hinum ýmsu löndum og gerðu Atlantamenn sér lítið fyrir og sigr- uðu á mótinu. Spilaður var sex manna bolti í 35 stiga hita og sól. Í undanúrslitum sigruðu Atlantamenn lið TAP Airlines frá Portúgal 4-3 í vítaspyrnu- keppni eftir að leiknum lauk með jafntefl i 1-1. Í úrslitaleik mætti liðið svo Croatia Airlines og eftir 1-1 jafntefl i í leiknum gjörsigraði Atlanta þá í vítakeppni 4-1. Í liði Atlanta voru þrír Mosfellingar sem áttu stóran þátt í sigrinum, það voru þeir Viktor, Bjarki Sig. og Þorkell Guðbrands. „Þetta var mögnuð upplifun og sennilega í fyrsta sinn sem við eignumst heimsmeistara!” sagði Þorkell Guðbrandsson þegar Mosfell- ingur heyrði í honum hljóðið. Eiður Smári í heimsókn Eiður Smári Guðjonsen leikmaður Barcelona kom í heimsókn í knattspyrnuskóla Aftureldingar og Jako í sumar. Krakkarnir voru að sjálfsögðu ánægðir að sjá fyrirmynd sína með berum augum. Á myndinni má sjá Eið með ungum og efni- legum knattspyrnudrengjum úr knattspyrnuskólanum. Frábær árangur hjá stelpunum A-lið 6. fl okks kvenna í knattspyrnu sigraði tvöfalt á árlegu Símamóti Breiðabliks nú á dögunum. Þær unnu KA 2-1 í hörku úrlitaleik auk þess sem þær sigruðu á hraðmóti sem spilað var jafnhliða aðalmótinu. Þetta var mjög skemmtilegt mót í alla staði fyrir utan veðrið á föstudag og laugardag. Rigning og rok en stelpurnar létu það ekki á sig fá og léku frábæran fótbolta! Kvöldvökurnar voru líka frábærar þar sem að Idol-stjörnurnar Bríet Sunna, Ingó og Snorri ásamt mörgum fl eirum komu og skemmtu stelpunum. Sigurvegarar Símamótsins Afturelding á Símamóti Breiðabliks Allt gert til að spila leik fyrir leik fyrir félagið sitt! Í vikunni var mikill viðbúnaður á Tungubakkafl ugvelli, þegar Gísli Garðarsson leikmaður 4. og 3. og einstaka sinnum 2. fl okks Aftureld- ingar í fótbolta kom fl júgandi frá Guf- uskálum til að spila einn leik með 4. fl okki. Gísli sleppir alls ekki leik og harðneitar utanlandsferðum og fer- ðalögum innanlands með fjölskyldu sinni þegar leiktímabilið er í gangi. Það stangaðist þó á þessi umræddi leikur og vikunámskeið í björgunars- veitarskólanum á Gufuskálum, og því voru góð ráð dýr! Eftir samnin- gaviðræðurvið pabba sinn, björgun- arsveitarmanninn og fl ugmanninn Garðar Skarphéðinsson, náðist sátt um að pabbinn sækti markmann Af- tureldingar á fl ugvélinni í leikinn og skutlaði svo aftur á Gufuskála eftir leik. Jafntefl i varð í leiknum og náði 4. fl okkur með því í dýrmætt stig í A- deildinni. Áfram Afturelding, áfram duglegir íþróttakrakkar !! Fjölmenni á landsmóti 2006 Yfi r 70 manns úr Aftureld- ingu, keppendur og fjölskyldur þeirra, tóku þátt í Unglinga- landsmóti UMFÍ á Laugum um helgina. Frábær stemmning myndaðist í tjaldbúðum Aftur- eldingar á svæði UMSK. Langfl estir kepptu í knatt- spyrnu og frjálsum en einnig áttum við keppendur í sundi og skák. Stóðu krakkarnir sig mjög vel í alla staði. Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri grein og í Mosfellsbæinn komu verðlaunapeningar fyrir sund, frjálsar og knattspyrnu. Veðrið lék við mótsgesti og voru fl estir sammála um að mótið hefði tekist vel í alla staði. Kom fljúgandi í leik

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.