Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 22.12.2006, Blaðsíða 6
Mosfellingur - Fréttir, bæjarmál og aðsendar greinar6 ELDRI BORGARAR Helgistund var á Dvalarheimili aldraðra að Hlaðhömrum 19. desember. Kór eldri borgara, Vorboðarnir, sungu nokkur vel valin jólalög og veitingar voru í boði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Prestarnir okkar, sr. Jón Þorsteinsson og sr. Ragn- heiður Jónsdóttir, fl uttu hugvekju og leiddu fólk í bæn. Þá var hluti af ágóða hins árlega jólabasars eldri borgara gefi nn hjálparstarfi kirkjunnar. Einnig kom Sigsteinn Pálsson með einkaframlag til hjálparstarfsins. Gjafi rnar koma að góðum notum og verða notaðar til þess að hjálpa bágstöddum fjölskyldum í bænum fyrir jólin. Hugljúf helgistund að Hlaðhömrum Friðþjófur Þorkelsson hélt upp á útkomu bókar sinnar, Litir íslenska hestsins, nú nýlega. Friðþjófur bauð vinum og vandamönnum í Listasal Mosfellsbæjar af því tilefni. Friðþjóf- ur hefur í marga áratugi unn ið að þessari bók en hún inniheldur mikinn fróðleik um liti íslenska hestsins og fjölmargar undur fagrar ljósmyndir er að fi nna í henni. Friðþjófur er hestamönnum að góðu kunnur fyrir ljósmyndir sínar í gegn- um árin. Þá er hann einnig mikill hestamaður og keppti mikið á árum áður. Þetta er kærkomin bók fyrir alla unnendur íslenska hestsins og er hún á fjórum tungumálum: íslensku, ensku, þýsku og dönsku. Jólabók hestamannsins Hin geysivinsæla stúlkna- hljómsveit, Nylon, sá fyrir skemmt- un í KB-banka fyrir stuttu. Fullt var út að dyrum og söng yngri kynslóð bæjarins hástöfum með hverju lagi Nylon stelpnanna. Nylon í KB-banka Fyrir tíu árum ákváðu nokkrir bæjarstarfs- menn að hittast eftir vinnu á föstudegi og fá sér smá öl. Varð þessi föstudagshitting ur að hefð smám saman og úr varð Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar. Félagið hefur í gegn um árin haft félagsaðstöðu á krám bæjarins og á hverju ári er haldið þorrablót, farið í vorferð og jólafundur haldinn. Félagsmenn eru nú um 40 manns og forseti félagsins er Davíð B. Sigurðsson. Tíu ára afmælishátíð var haldin á dögunum í Hlégarði þar sem bæjarrónarnir komu saman og áttu saman gleðistund. Friðþjófur gefur út bókina Litir íslenska hestsins Hjónin Friðþjófur og Louise A. Schilt Bæjarrónafélag Mosfellsbæjar hélt veglega afmælishátíð í Hlégarði Rónarnir Þórður, Þórarinn og Hákon Vignir, Daði og Atli Steini mæló og Oddgeir Systurnar saman Rónar í 10 ár Pétur Jökull og Davíð Jesse og Elli Félagarnir Pétur Berg og Gylfi Guðjóns hressir Bob Gillan og Ztrandverðirnir héldu uppi stuðinu fyrir rónana Ragnheiður og bæjarróni ársins 2006, Davíð B. Sigurðs. Læknarnir Helgi og Ingvar Félagsstarf eldri borgara óskar þátttakendum starfs- ins og öðrum sveitungum, gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi ári. Rithöfundar kynntu verk sín Bókmenntakvöld var haldið 23. nóvember síðastliðinn á bóka- safninu. Yfi r 70 manns mættu á staðinn og hlýddu á rithöfundana Auði Jónsdóttur, Braga Ólafsson, Jón Atla Jónasson og Þórunni Erlu Valdimarsdóttur lesa upp úr verkum sínum. Þá stjórnaði bókmenntafræðingurinn Katrín Jakobsdóttir umræðum eftir upp- lestur. Heilmiklar umræður áttu sér stað og þótti kvöldið heppnast afar lukkulega. Áramótabrennan í Ullarnesbrekku Kveikt verður í áramótabrenn- unni kl. 20:30 á gamlárskvöld. Brennan verður á nýjum stað í ár eða við fótboltavöllinn í Ullarnes- brekku. Þá verður einnig fl ugelda- sýning og aðrar uppákomur. Félagsstarfi ð byrjar aftur á nýju ári þriðjudaginn 9. janúar kl. 13 í Dvalarheimilinu Hlaðhömrum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.