Fréttablaðið - 28.02.2019, Síða 16

Fréttablaðið - 28.02.2019, Síða 16
Hinir nýju þing­ menn Miðflokksins hafa verið pólitískir banda­ menn okkar á Al þingi frá því strax eftir kosningar og mikill sam hljómur verið milli þeirra og þing manna flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Rúmgott 296,3 fm einbýlishús á vinsælum stað við Stigahlíð 52 í Reykjavík. Eignin skiptist í tvöfaldan bílskúr með heitu og köldu vatni. Þar er bílskúrshurðaopnari og gluggar en inn af bílskúr eru tvær geymslur. Komið er inn í forstofu sem er flísa- lögð og með stórum fataskápum. Marmari á gólfum. Eldhús er með hvítri innréttingu og á gólfi er gegnheilt eikarparket. Rúmgóð borðstofa tengir eldhús við stofur. Þá er skrifstofa, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sólstofa og glæsilegur garður. Stutt í skóla, þjónustu og verslanir. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Vikan Breytingar í Miðflokki, áhyggjur veitinga- manna og Eddan var meðal þess sem bar hæst í liðinni viku. Kjaraviðræður eru þó líklega aðalhitamálið. Bandaríska stórleik­ konan Jodie Foster hefur lýst áhuga á því að endurgera Kona fer í stríð á enskri tungu. Veitingamenn hafa áhyggjur Veitingarekstur hefur verið erf- iður frá sumrinu 2017 og hart er í ári hjá veitingamönnum. Kostnað- ur hefur farið vaxandi en offram- boð á veitingastöðum hefur leitt þess að hart er barist um magana í hádeginu. Þess vegna er hægt að fara út að borða í hádeginu á góðum stöðum í miðbænum fyrir jafnvel minni pening en á skyndi- bitastöðum eða kaffihúsum. Verð hefur lækkað en rekstrar- kostnaður aukist enda hafi laun og húsaleiga hækkað, segja veitinga- menn. Markaðurinn ræddi við veitingamenn í miðbænum og á Granda sem hafa áhyggjur og segja ekkert svigrúm til launahækkana. Á sama tíma gera verkalýðsfélögin kröfu um ríkulegar hækkanir og sveifla verkfallsvopninu. Kona fer í stríð sigurvegari Uppskeruhátíð íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar fór fram á föstudagskvöld þegar Edduverðlaunin voru veitt en 20 ár eru frá því að verðlaunin voru fyrst veitt. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar í byrjun febrúar. Kvikmynd ársins er stórvirki Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, en hún var jafnframt sigursælasta kvikmynd kvöldsins með níu verðlaun. Hlaut Halldóra Geirharðsdóttir verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Benedikt varð hlutskarpastur sem leikstjóri ársins. Næstsigursælust var kvikmynd- in Lof mér að falla, sem hlaut fern verðlaun, m.a. bæði fyrir leikkonu og leikara í aukahlutverki, en þau verðlaun hlutu Þorsteinn Bach- mann og Kristín Þóra Haralds- dóttir. Gengu til liðs við Miðflokkinn Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við Mið- flokkinn í síðustu viku. Þeir voru reknir úr Flokki fólksins eftir hið fræga kvöld á Klaustri, þar sem þingmenn fóru ófögrum orðum um samstarfsmenn sína. Á um- ræddum fundi ræddu þingmenn- irnir meðal annars hugmyndir stjórnenda Miðflokksins um að fá þá til að skipta um flokk og ganga í Miðflokkinn. Í þingflokki Miðflokksins eru níu þingmenn eftir viðbótina og er hann stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Formaður flokksins, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, er hæstánægður með nýju með- limina. „Hinir nýju þing menn Mið flokksins hafa verið pólitískir banda menn okkar á Al þingi frá því strax eftir kosningar og mikill sam hljómur verið milli þeirra og þing manna flokksins,“ sagði Sig mundur í bréfi til flokks manna sinna. Harðnandi átök á vinnumarkaði Kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) var slitið fyrir helgi. Í kjölfarið sam- þykkti Efling verkfallsboðun hjá hótelþernum sem munu leggja niður störf 8. mars verði það sam- þykkt í atkvæðagreiðslu. SA hafa kært atkvæðagreiðsluna og mun Félagsdómur úrskurða um lögmæti hennar í næstu viku. Stéttarfélögin hafa boðað frekari og harðari verkfallsaðgerðir takist ekki samningar. Er þeim að- gerðum fyrst og fremst beint að stórum aðilum í ferðaþjónustu. Þá hafa samningsaðilar deilt um hverjar raunverulegar kröfur stéttarfélaganna séu og hafa ásakanir um útúrsnúninga og rangfærslur gengið á víxl. Kjara- viðræðum annarra stéttarfélaga við SA hefur nú verið vísað til ríkis- sáttasemjara. TILVERAN 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -8 F A 8 2 2 7 3 -8 E 6 C 2 2 7 3 -8 D 3 0 2 2 7 3 -8 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.