Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 16
Hinir nýju þing­ menn Miðflokksins hafa verið pólitískir banda­ menn okkar á Al þingi frá því strax eftir kosningar og mikill sam hljómur verið milli þeirra og þing manna flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins Rúmgott 296,3 fm einbýlishús á vinsælum stað við Stigahlíð 52 í Reykjavík. Eignin skiptist í tvöfaldan bílskúr með heitu og köldu vatni. Þar er bílskúrshurðaopnari og gluggar en inn af bílskúr eru tvær geymslur. Komið er inn í forstofu sem er flísa- lögð og með stórum fataskápum. Marmari á gólfum. Eldhús er með hvítri innréttingu og á gólfi er gegnheilt eikarparket. Rúmgóð borðstofa tengir eldhús við stofur. Þá er skrifstofa, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, sólstofa og glæsilegur garður. Stutt í skóla, þjónustu og verslanir. Fasteign vikunnar úr Fasteignablaði Fréttablaðsins Vikan Breytingar í Miðflokki, áhyggjur veitinga- manna og Eddan var meðal þess sem bar hæst í liðinni viku. Kjaraviðræður eru þó líklega aðalhitamálið. Bandaríska stórleik­ konan Jodie Foster hefur lýst áhuga á því að endurgera Kona fer í stríð á enskri tungu. Veitingamenn hafa áhyggjur Veitingarekstur hefur verið erf- iður frá sumrinu 2017 og hart er í ári hjá veitingamönnum. Kostnað- ur hefur farið vaxandi en offram- boð á veitingastöðum hefur leitt þess að hart er barist um magana í hádeginu. Þess vegna er hægt að fara út að borða í hádeginu á góðum stöðum í miðbænum fyrir jafnvel minni pening en á skyndi- bitastöðum eða kaffihúsum. Verð hefur lækkað en rekstrar- kostnaður aukist enda hafi laun og húsaleiga hækkað, segja veitinga- menn. Markaðurinn ræddi við veitingamenn í miðbænum og á Granda sem hafa áhyggjur og segja ekkert svigrúm til launahækkana. Á sama tíma gera verkalýðsfélögin kröfu um ríkulegar hækkanir og sveifla verkfallsvopninu. Kona fer í stríð sigurvegari Uppskeruhátíð íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar fór fram á föstudagskvöld þegar Edduverðlaunin voru veitt en 20 ár eru frá því að verðlaunin voru fyrst veitt. Tilnefningarnar voru gerðar opinberar í byrjun febrúar. Kvikmynd ársins er stórvirki Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, en hún var jafnframt sigursælasta kvikmynd kvöldsins með níu verðlaun. Hlaut Halldóra Geirharðsdóttir verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki og Benedikt varð hlutskarpastur sem leikstjóri ársins. Næstsigursælust var kvikmynd- in Lof mér að falla, sem hlaut fern verðlaun, m.a. bæði fyrir leikkonu og leikara í aukahlutverki, en þau verðlaun hlutu Þorsteinn Bach- mann og Kristín Þóra Haralds- dóttir. Gengu til liðs við Miðflokkinn Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason gengu til liðs við Mið- flokkinn í síðustu viku. Þeir voru reknir úr Flokki fólksins eftir hið fræga kvöld á Klaustri, þar sem þingmenn fóru ófögrum orðum um samstarfsmenn sína. Á um- ræddum fundi ræddu þingmenn- irnir meðal annars hugmyndir stjórnenda Miðflokksins um að fá þá til að skipta um flokk og ganga í Miðflokkinn. Í þingflokki Miðflokksins eru níu þingmenn eftir viðbótina og er hann stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Formaður flokksins, Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson, er hæstánægður með nýju með- limina. „Hinir nýju þing menn Mið flokksins hafa verið pólitískir banda menn okkar á Al þingi frá því strax eftir kosningar og mikill sam hljómur verið milli þeirra og þing manna flokksins,“ sagði Sig mundur í bréfi til flokks manna sinna. Harðnandi átök á vinnumarkaði Kjaraviðræðum Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins (SA) var slitið fyrir helgi. Í kjölfarið sam- þykkti Efling verkfallsboðun hjá hótelþernum sem munu leggja niður störf 8. mars verði það sam- þykkt í atkvæðagreiðslu. SA hafa kært atkvæðagreiðsluna og mun Félagsdómur úrskurða um lögmæti hennar í næstu viku. Stéttarfélögin hafa boðað frekari og harðari verkfallsaðgerðir takist ekki samningar. Er þeim að- gerðum fyrst og fremst beint að stórum aðilum í ferðaþjónustu. Þá hafa samningsaðilar deilt um hverjar raunverulegar kröfur stéttarfélaganna séu og hafa ásakanir um útúrsnúninga og rangfærslur gengið á víxl. Kjara- viðræðum annarra stéttarfélaga við SA hefur nú verið vísað til ríkis- sáttasemjara. TILVERAN 2 8 . F E B R Ú A R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R16 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 2 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 3 -8 F A 8 2 2 7 3 -8 E 6 C 2 2 7 3 -8 D 3 0 2 2 7 3 -8 B F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 2 7 _ 2 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.