Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 1

Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 5. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  208. tölublað  106. árgangur  DAGBÓK FÍKILS VAR UPPHAFIÐ TILRAUNAGJARNAR SJÁLFBOÐASTARF Í ÞÁGU BÁGSTADDRA BARNA Í S-AFRÍKU GRÚSKA BABÚSKA 33 LILJA MARTEINSDÓTTIR 12LOF MÉR AÐ FALLA 30 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðmætasköpun í hugverkaiðnaði nam um 186 milljörðum í fyrra. Greinin er nú næstum jafn stór og tvær aðrar megingreinar iðnaðar; byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð og framleiðsla án fiskvinnslu. Umsvif síðastnefndu greinarinn- ar, framleiðslu án fiskvinnslu, hafa þróast í takt við spár. Hækkandi launakostnaður og styrking krónu hafa skert samkeppnishæfnina. Það birtist í því að hlutur fram- leiðslu án fiskvinnslu, sem hlutfall af landsframleiðslu, hefur minnkað jafnt og þétt á þessum áratug. Fyrirtækin fleiri og stærri Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá Samtökum iðnað- arins, segir vægi hugverkaiðnaðar í landsframleiðslu og verðmætasköp- un ekki koma á óvart. Vægið endur- spegli þróun yfir langt tímabil. „Við erum að sjá afraksturinn núna. Há- tækni- og hugvitsdrifin fyrirtæki skipa orðið stærri sess í landsfram- leiðslunni. Þeim hefur fjölgað og þau hafa stækkað,“ segir Sigríður. Hún bendir á að hugvit og há- tækni hafi áhrif á aðrar iðngreinar og atvinnulífið í heild. »14 Umsvifin stefna í 200 milljarða  Hugverkageirinn er vaxandi iðngrein Hlutur iðnaðar í landsframleiðslu 12% 8% 4% 0% Framleiðsla án fiskvinnslu Hugverkaiðnaður 2010 2017 Heimild: SI Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu var hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í umspili fyrir lokakeppni heimsmeist- aramótsins í gær. Liðið gerði jafntefli við Tékka, 1:1, á Laug- ardalsvellinum en tékkneski markvörðurinn varði vítaspyrnu Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í uppbótartíma leiksins og kom í veg fyrir að Ísland kæmist áfram. Rétt á undan hafði Glódís Perla Viggósdóttir jafnað metin. Vonbrigðin voru skiljanlega mikil í leikslok en nú þarf liðið að bíða í fjögur ár eftir því að eiga aftur möguleika á að komast á HM. » Íþróttir Morgunblaðið/Eggert HM-draumurinn varð að engu Fjármálaeftirlitið hefur tekið fyrsta fyrirtækið sem sér- hæfir sig í þjónustu um rafmynta- viðskipti til skrán- ingar. Fyrir- tækjum af þessu tagi var gert skylt að skrá starfsemi sína hjá stofn- uninni í kjölfar nýsettrar löggjafar sem sporna á við peningaþvætti og hryðjuverkastarfsemi. Fyrirtækið sem hlotið hefur skráningu sem þjón- ustuveitandi viðskipta með það sem skilgreint er sem sýndarfé og raf- eyrir, nefnist Skiptimynt ehf. Fram- kvæmdastjóri þess er Hlynur Þór Björnsson. Það heldur úti rafmynta- markaði á netinu og þar er hægt að kaupa og selja bitcoin og aurora coin í skiptum fyrir íslenskar krónur. »16 Skrá raf- mynta- þjónustu  Rafmyntamark- aður nú undir eftirliti Hlynur Þór Björnsson Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí var haldinn í gær þar sem langar og stundum harðar umræður fóru fram. Um klukkan 22 í gær- kvöldi hafði borgarstjórn einungis komist yfir átta mál og var það ní- unda til umræðu af alls 21 máli sem var á dagskrá fundarins. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, gerði fjöl- margar athugasemdir við meiri- hlutasáttmálann, t.a.m. um umhverfismál, húsnæðismál og skóla- mál, á fundinum í gær. Sagði hann sáttmálann vera samkomulag um óbreytt ástand. „Það er fátt sem vek- ur von um að þær stóru breytingar sem að margir kölluðu eftir í vor verði að veruleika,“ sagði Eyþór. Þá var hart tekist á, sérstaklega milli borgarstjóra Dags B. Eggerts- sonar og Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um hvort þörf væri á nýrri úttekt á starf- semi æðstu stjórnar borgarinnar. Í tveimur málum var þó mikil sam- staða meðal borgarfulltrúa. Annars vegar um tillögu um fleiri göngugötur í borginni, sem var samþykkt mót- atkvæðalaust. Hins vegar var gerð málsmeðferðartillaga um loftgæða- mál. Tillaga Sjálfstæðisflokksins ann- ars vegar og Samfylkingarinnar, Við- reisnar, Pírata og Vinstri grænna hins vegar um loftgæði voru samein- aðar í eina. Var hin breytta tillaga síð- an samþykkt af öllum borgar- fulltrúum. »4 Harðar umræður á fundi borgarstjórnar  Breytt tillaga um loftgæði samþykkt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umræður Fundur borgarstjórnar hófst kl. 14 og stóð fram á kvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.