Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 6
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nýr Börkur NK sem væntanlegur er
til landsins í lok árs 2020 verður
fimmta skipið í eigu Síldarvinnslunn-
ar í Neskaupstað sem ber þetta nafn.
Skipið leysir af hólmi núverandi Börk
sem verið hefur í eigu Síldarvinnsl-
unnar frá 2014.
Í Morgunblað-
inu á mánudag var
greint frá áform-
um Síldarvinnsl-
unnar og Sam-
herja um að láta
smíða tvö stór
uppsjávarskip hjá
Karstensens-
skipasmíðastöð-
inni í Danmörku.
Þar kom fram að kaupverðið gæti
verið um fjórir milljarðar króna fyrir
hvort skip.
Fjallað er um nýsmíði Síldar-
vinnslunnar á heimasíðu fyrirtækis-
ins og kemur þar fram að stjórn Síld-
arvinnslunnar hafi samþykkt að
ganga til samninga við danska fyrir-
tækið. Karstensens er með höfuð-
stöðvar í Skagen en auk þess rekur
fyrirtækið skipasmíðastöð í Gdynia.
Gert er ráð fyrir að skrokkur
skipsins verði smíðaður í Póllandi.
Skipið verði síðan dregið til Dan-
merkur þar sem það verður fullklár-
að. „Karstensens hefur verið leiðandi
í smíði uppsjávarskipa undanfarin ár
en fyrirtækið hefur verið að afhenda
6-7 skip á ári að undanförnu,“ segir á
heimasíðunni.
Nýr Börkur verður smíðaður fyrir
flotvörpu- og hringnótaveiðar og
verður 88 metrar að lengd. Stærðin
er 4.100 brúttótonn. Aðalvélar verða
tvær 3.200 kW hvor vél og rafall
skipsins verður 3.500 kW. Tvö kerfi,
hvort um sig 1.500 kW, verða í skip-
inu til að kæla aflann, en samtals
verða kælitankar 13 talsins, alls 3.420
rúmmetrar. Vistarverur í skipinu
verða fyrir 16 manns.
7 þúsund tonn eða 70 þúsund?
Á heimasíðunni er eftirfarandi m.a.
haft eftir Gunnþóri B. Ingvasyni,
framkvæmdastjóra Síldarvinnslunn-
ar, um smíði nýs Barkar:
„Þetta er mjög spennandi verkefni
og fellur vel að framtíðarsýn okkar
hvað snertir veiðar og vinnslu upp-
sjávartegunda. Það er ljóst að miklar
sveiflur í kvótum einkenna veiði úr
okkar helstu fiskistofnum. Sem dæmi
vitum við ekki núna hvort Síldar-
vinnslan er að fara að veiða 70 þúsund
tonn eða 7 þúsund tonn á komandi
loðnuvertíð. Sókn eftir kolmunna er
löng og hefur verið að færast í aukana
að veiða úr þeim stofni á alþjóðlegum
hafsvæðum. Þá skiptir máli að hafa
stór og öflug skip...
Með nýjum Berki fáum við skip
með öfluga kæligetu og allur aðbún-
aður um borð verður mjög góður.
Nýja skipið verður sparneytnara og
burðarmeira, núverandi Börkur er
með 2.500 rúmmetra lestar á meðan
sá nýi verður með rúmlega 3.400
rúmmetra lestar.“
Tölvumynd/Síldarvinnslan/Karstensens
Síldarvinnslan Nýja skipið verður sparneytnara og burðarmeira en núverandi Börkur og með öfluga kæligetu.
Verður fimmta skipið
með nafninu Börkur
Kemur í lok árs 2020 Miklar sveiflur einkenna veiðar
Gunnþór
Ingvason Skipasmíðar Hjónin Knud Degn
Karstensen og Marín Magnúsdóttir.
Tengsl Karstensens-skipasmíða-
stöðvarinnar við Ísland eru veruleg
því eiginkona Knud Degn Karsten-
sen, eiganda og forstjóra, er Marín
Magnúsdóttir. Í stuttu samtali í
gær sagði hún að nóg væri að gera
hjá fyrirtækinu, sem nýlega af-
henti uppsjávarskip til útgerðar á
Whalsay á Hjaltlandseyjum. Hún
segir að eftir kaup á skipasmíða-
stöð í Póllandi fyrir nokkru muni
um 750 manns vinna hjá fyrir-
tækinu.
„Það er sérstaklega gaman að
fara að vinna aftur fyrir íslensk
útgerðarfyrirtæki,“ segir Marín, en
stöðin smíðaði meðal annars Þór-
unni Sveinsdóttur VE fyrir Ós í
Vestmannaeyjum. Mörg skip hafa
verið smíðuð fyrir Norðmenn og
Færeyinga, meðal annars Þrándur
í Götu, og enn fremur t.d. fyrir Íra,
Skota og Svía.
Náin tengsl við Ísland
STÓRT FYRIRTÆKI
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Leitar þú að traustu
BÍLAVERKSTÆÐI
Smiðjuvegur 30 (GUL GATA) | 200 Kópavogi
Sími 587 1400 |www. motorstilling.is
SMURÞJÓNUSTA < HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
TÍMAPANTANIR
587 1400
Við erum sérhæfðir í viðgerðum
á amerískum bílum.
Mótorstilling býður almennar
bílaviðgerðir fyrir allar tegundir bíla.
Slys Steinsholtsá. Áin getur verið straumhörð og varasöm yfirferðar.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Útlendingar sem leigja bíla hjá Bíla-
leigu Akureyrar fá fræðslu um það
hvernig þeir eiga að bera sig að við að
aka yfir óbrúaðar ár hér á landi.
Spurningar hafa vaknað um hvernig
þessum málum er háttað eftir að ung
hjón í brúðkaupsferðalagi festu bíla-
leigubíl í miðri Steinsholtsá við Þórs-
mörk í síðustu viku og konan drukkn-
aði.
„Stór hluti af okkar erlendu við-
skiptavinum kaupir sína ferð til Ís-
lands í gegnum erlendar ferðaskrif-
stofur. Við höldum kynningu fyrir
starfsfólk margra af þeim ferðaskrif-
stofum sem selja ferðir til Íslands. Í
þeirri kynningu er meðal annars far-
ið yfir hvernig skal bera sig að við
akstur yfir ár,“ segir Pálmi Viðar
Snorrason, aðstoðarframkvæmda-
stjóri Bílaleigu Akureyrar, í skrif-
legu svari við fyrirspurn Morgun-
blaðsins.
Pálmi Viðar segir að upplýsinga-
skjáir séu við allar stærstu útleigu-
stöðvar bílaleigunnar. Þar rúlli
glærusýning. „Ein glæran er tileink-
uð akstri yfir ár, bæði hvernig eigi að
bera sig að við aksturinn og eins
virkni trygginga við slíkan akstur,“
segir hann.
Loks segir Pálmi að allir erlendir
viðskiptavinir bílaleigunnar fái af-
hent tímarit sem hún gefi út. „Í þessu
tímariti förum við yfir mörg mál sem
snerta öryggi viðskiptavina okkar á
íslenskum vegum svo sem einbreiðar
brýr, bílbeltanotkun, hraðatakmark-
anir og mjög margt fleira. Í þessu
tímariti er hálfsíða þar sem farið er
sérstaklega yfir hvernig skal bera sig
að við akstur yfir ár,“ segir Pálmi.
Þess má geta að á vegum Sam-
göngustofu hafa verið framleidd
stýrisspjöld í bílaleigubíla þar sem
með myndrænni framsetningu er
vakin athygli á helstu hættum sem
við er að fást við akstur um Ísland.
Þar er m.a. gert ráð fyrir því að hægt
sé að banna akstur sumra bílaleigu-
bíla yfir óbrúaðar ár.
Slysið í Steinsholtsá varð á föstu-
daginn. Hjónin festu bílinn í miðri
ánni þegar þau reyndu að þvera
hana. Maðurinn náði að koma sér úr
bílnum og á þurrt en konan féll í ána.
Maðurinn var blautur og kaldur þeg-
ar björgunarlið og skálaverðir komu
á staðinn. Töluvert vatn var í ánni.
Hjónin voru flutt á slysadeild með
þyrlu Landhelgisgæslunnar og var
konan úrskurðuð látin þegar komið
var á Landspítalann.
Fræða um akstur yfir óbrúaðar ár
Slysið í Steinsholtsá við Þórsmörk hefur vakið spurningar um hvort útlendingar sem leigja bílaleigu-
bíla hér á landi hafi kunnáttu til að aka yfir óbrúaðar ár Bílaleiga Akureyrar segist veita slíka fræðslu
Ljóðasetur Hveragerðis og vinir
Kristjáns Runólfssonar minjasafn-
ara ætla að halda hagyrðingamót í
Hveragerði annað kvöld til styrktar
Kristjáni og fjöl-
skyldu hans.
Hagyrðinga-
mótið verður það
þriðja sem ljóða-
setrið heldur og
fer fram í Skyr-
gerðinni í Hvera-
gerði.
Kristján hefur
átt í harðri bar-
áttu við krabba-
mein og dvelur
nú á spítala. Eiginkona hans, Ragn-
hildur Guðmundsdóttir, er með MS-
sjúkdóminn.
Góður hagyrðingur
Kristján, sem er ættaður úr
Skagafirði, stofnaði minjasafn Krist-
jáns Runólfssonar á Sauðárkróki
fyrir um 18 árum en flutti safnið til
Hveragerðis nokkrum árum síðar
þegar fjölskyldan flutti þangað.
Kristján er góður og mikill hag-
yrðingur að sögn þeirra sem þekkja
til hans þó hann hafi aldrei gefið út
ljóðabók. Hann hefur tekið þátt í
báðum hagyrðingamótum ljóðaset-
ursins hingað til en mun ekki koma
fram annað kvöld vegna veikind-
anna.
„Það er dýrt að reka svona veik-
indi,“ segir Sigurður Blöndal vinur
Kristjáns og einn þeirra sem koma
að mótinu. Hann býst við miklu fjöri
og gerir ráð fyrir að um eitt hundrað
ferskeytlur verði samdar annað
kvöld.
Hagyrðingamótið hefst klukkan
20 í Skyrgerðinni í Hveragerði. Að-
gangseyrir er 2.000 kr. og rennur
hann óskiptur til fjölskyldu Krist-
jáns.
Yrkja fyrir
veikan vin
Allur ágóði rennur til Kristjáns
Runólfssonar og fjölskyldu hans
Kristján
Runólfsson
Vorið mun koma og verma að nýju,
vaknar þá lífið um dali og grund,
saknandi bíðum við sólgeislahlýju,
sumars við fögnum með gleði í lund,
því skal ei vera með trega né tár,
tíminn hann líður, það vissa er klár.
Hjartamál og
hugardraumar
LJÓÐ KRISTJÁNS
Bílar