Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Úrval af lokuðum farangurskerrum
frá Ifor Williams
Sýningareintak á staðnum.
Við tökum út og þjónustum
kæli- og loftræstikerfi
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Katrín Lilja Kolbeinsdóttir
katrinlilja1988@gmail.com
Lilja Marteinsdóttir erþriggja barna móðir ogbúsett í Höfðaborg (CapeTown) í Suður-Afríku. Eft-
ir að hafa lokið námi í viðskiptafræði
frá Háskólanum á Bifröst hélt hún til
Englands í meistaranám. Þar tóku
örlögin yfir. Lilja pakkaði hafurtaski
sínu ofan í nokkrar ferðatöskur og
fluttist á vit ævintýranna til Suður-
Afríku, þar sem hún hefur dvalið
mörg undanfarin ár. Þar stofnaði
hún Norður-Suður sjálfboða-
samtökin, sem aðstoða suður-
afrískar konur og börn þeirra.
Flestir eru samdauna
fátækt fólksins
„Um leið og ég kom til Suður-
Afríku kom aldrei annað til greina
hjá mér en að taka þátt í samfélags-
vinnu hér. Suður-Afríka er flókin;
landið er fullt af ólýsanlegri fegurð
og allsnægtum og á sama tíma ríkir
gríðarleg fátækt og samfélagsvanda-
málin eru mörg og erfið,“ segir Lilja.
„Flestir hér sem hafa það gott eru
orðnir samdauna fátæktinni hjá þeim
sem minnst mega sín og fáir þora eða
vilja stíga út fyrir þægindaramman
sinn. Fólk er duglegt að gefa til
kirkjunnar eða í stærri hjálpar-
samtök – en það er stórt vandamál
hvernig þeim auði er dreift. Mörg
minni verkefni og einstaklingar fá
ekkert. Ég byrjaði að vinna sem
sjálfboðaliði í súpueldhúsi fyrir heim-
ilislaust fólk og í gegnum það starf
byrjaði ég að fara niður í fátækra-
hverfin og kynntist þar algjörlega
nýjum heimi.“
Í minningu Bjarna
Eftir að hafa komist í kynni við
ýmis verkefni og fólk í fátækrahverf-
um Suður-Afríku áttaði Lilja sig á
því að hún vildi gera meira. „Ef ég
gæti vakið athygli á því sem væri
hægt að gera gæti slíkt skipt sköpum
í lífi fólksins. Þörfin var mikil; litlir
leikskólar og munaðarleysingjaheim-
ili sem ég aðstoða voru í svo mikilli
þörf fyrir fjármuni, aðstoð, leiðsögn
og bara að fá fleiri hendur til starfa.
Því stofnaði ég Norður-Suður sjálf-
boðasamtökin. Að geta tengt þessa
tvo heima hefur reynst ómetanlegt,
bæði fyrir sjálfboðaliða en sér-
staklega fyrir börnin og þær konur
sem við aðstoðum. Án þessa stuðn-
ings gæti ég ekki haldið áfram að
styðja við verkefnin eins og við
gerum,“ segir Lilja.
Auk þess að halda úti Norður-
Suður stendur Lilja einnig að baki
BigB samtökunum. „Ég stofnaði
BigB-góðgerðasamtökin með stuðn-
ingi frá fjölskyldu og aðstandendum
Bjarna Salvars Eyvindssonar, sem
lést í slysi þegar hann var í fjallgöngu
hér í landi snemma á síðasta ári.
Bjarni var hugrakkur og einstakur
ungur maður sem gladdi börnin hér
ómetanlega og kölluðu þau hann allt-
af Big B,“ segir Lilja og heldur
áfram: „Samtökin starfa með það að
leiðarljósi að halda minningu Bjarna
á lofti og bæta líf barnanna sem
Bjarna þótti svo vænt um. Hann
ferðaðist um heiminn þrátt fyrir
hamlanir og fyrsta verkefni okkar
hjá BigB var að setja upp prógramm
fyrir börnin niðri í fátækrahverfi þar
sem við förum með þau í vettvangs-
ferðir. Kynnum þeim heiminn utan
fátækrahverfanna, sem flest þeirra
hafa aldrei farið út úr, og kennum
þeim að tækifærin í lífinu eru ótak-
mörkuð.“
Athvarf, aðstoð og stuðningur
Lilja segir draum sinn að setja
upp athvarf til þess að geta aðstoðað
börnin markvisst og veitt þeim við-
eigandi aðstoð og stuðning. „Næsta
skref BigB er að setja upp þessa mið-
stöð og við leitum nú að aðstoð svo að
þetta geti orðið að veruleika. Ungfrú
Ísland hefur nú þegar gengið í lið
með okkur og mun aðstoða við fjár-
öflun og erum við ákaflega þakklát
fyrir þann stuðning og vona ég að
fleiri verði með.“
Lilja segist líka vel að búa í Suð-
ur-Afríku. Landið sé fallegt, veðr-
áttan góð og tækifærin til þess að lifa
og njóta séu mikil. Samfélagið sé
barnvænt og við ströndina þar sem
hún býr séu endalausar vínekrur,
markaðir og fleira gott. Vandamálin í
samfélaginu séu þó augljós og huga
þurfi að öryggi á annan máta en gert
sé á Íslandi.
„Íslendingar mættu alveg setja
Suður-Afríku á listann sinn sem
áfangastað. Ferðalagið er langt en
það er auðvelt og sannarleg þess
virði,“ segir Lilja að síðustu.
Nýr heimur í Höfðaborg
Mörgu er misskipt í Suð-
ur-Afríku, þar sem Lilja
Marteinsdóttir býr og
starfar. Þar sinnir hún
sjálfboðaliðastarfi í þágu
bágstaddra barna og
kennir þeim að tækifærin
í lífinu eru endalaus, sé
rétt á öllu haldið.
Lífið Lilja Marteinsdóttir heillaðist af Suður-Afríku; landi og þjóð.
Hjálparstarf Blikið í augum barnanna bræðir alla, svo að aðstoð við þau er ljúf skylda. Barnaheimili „Gríðarleg fátækt er og samfélagsvandamálin eru mörg og erfið,“ segir Lilja.
AFP
Táknmynd Ferðamenn við styttu af mannréttindaleiðtoganum Nelson Man-
dela, einum áhrifamesta manni Suður-Afríku og jafnvel heimsins alls.
www.bigbproject.org