Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 14
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall hugverkaiðnaðar af lands- framleiðslu var rúmlega 7% í fyrra og var greinin þá m.a. umfangs- meiri en fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnsla. Innlend verðmæta- sköpun greinarinnar var 186 millj- arðar króna á síðasta ári og starfandi í grein- inni voru 7% af heildarfjölda launþega í hag- kerfinu eða um 14.000 manns. Þetta má lesa úr greiningu Samtaka iðn- aðarins (SI) á framlagi at- vinnugreina til landsframleiðslu. Telja samtökin þessar tölur undirstrika mikilvægi greinarinnar fyrir hagkerfið. Um 1.400 fyrir- tæki eiga aðild að samtökunum. Þau eru flokkuð í þrjár greinar: framleiðslu án fiskvinnslu, bygg- ingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hugverkaiðnað. Bilið hefur minnkað Sé horft til áranna 2010 til 2017 hefur dregið verulega úr vægi framleiðslu án fiskvinnslu í lands- framleiðslunni. Hlutfall greinar- innar var um tvöfalt hærra en hug- verkaiðnaðar árið 2010 en í fyrra munaði litlu á greinunum. Þessi þróun er í takt við málflutning for- ystumanna SI um versnandi sam- keppnisstöðu íslenskra fram- leiðslugreina. Meðal annars hafi laun hækkað mun meira á Íslandi en í helstu viðskiptalöndum og gengi krónu styrkst. Uppskeran að birtast Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs hjá SI, segir vægi hugverkaiðnaðar í landsfram- leiðslu og verðmætasköpun ekki koma á óvart. Vægið endurspegli þróun yfir langt tímabil. „Við erum að sjá afraksturinn núna. Hátækni- og hugvitsdrifin fyrirtæki skipa orðið stærri sess í landsframleiðslunni. Þeim hefur fjölgað og þau hafa stækkað.“ Sigríður bendir á að hugvit og hátækni hafi áhrif á aðrar iðn- greinar og atvinnulífið í heild. „Það má segja að þetta sé stoð- iðnaður við aðrar atvinnugreinar en um leið er hugvits- og hátækni- iðnaðurinn sem slíkur til staðar. Til dæmis skipta líf- og heilbrigð- istæknigreinar sífellt meira máli. Ég held að sú þróun haldi áfram, að það verði jafnvel enn hraðari vöxtur, og að hátækni- og hug- verkadrifin fyrirtæki skipti enn meira máli í framtíðinni.“ Fjárfesta í þróun Sigríður segir aðspurð að við flokkun fyrirtækja í hugverkaiðnað sé horft til fyrirtækja sem verja ákveðnum hluta fjármuna sinna í rannsóknir og þróun, stunda ný- sköpun og byggja á hugviti en ekki auðlindum í sinni framleiðslu. Þá séu talin með fyrirtæki sem byggja á einhvers konar hugverkarétti eða hugviti í sínum lausnum eða þjónustu, og fyrirtæki sem þróa hátæknilausnir. Loks séu talin með fyrirtæki í skapandi greinum, líkt og kvikmyndaiðnaði, sem að sjálf- sögðu byggi einnig á hugviti. Krefjandi starfsumhverfi Haft var eftir Davíð Lúðvíks- syni, þáverandi forstöðumanni stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, í Morgunblaðinu í fyrrahaust að hættumerki væru í hugverka- iðnaði á Íslandi. Það stefndi að óbreyttu í samdrátt. Meginástæð- urnar væru styrking krónunnar og stóraukinn innlendur kostnaður. Launaskrið hefði verið á Íslandi. Spurð um þessa sviðsmynd bendir Sigríður á að hugverkaiðn- aðurinn hafi haldið sjó á þessu ári. Hins vegar séu ýmsar áskoranir sem takast þurfi á við. „Vissulega eru ákveðnir þættir í okkar hagkerfi og efnahagslífi sem leggjast þungt á allt atvinnulífið og iðnaðinn. Hugverkaiðnaður og há- tækniiðnaður er þar ekki undan- skilinn. Þarna á ég við gengis- og launaþróun, þætti sem skipta sköpum fyrir starfsumhverfi fyrir- tækja á Íslandi almennt. Þetta er ekki sértækt fyrir hugverkaiðnað- inn.“ Ráðast þarf í aðgerðir Sigríður segir hugverkaiðnaðinn hins vegar standa frammi fyrir ýmsum áskorunum. „Ef við viljum að hátækni og hugvit haldi áfram að vaxa og dafna á Íslandi, og að við séum meðal samkeppnishæfustu þjóða heims, þarf að ráðast í ýmsar að- gerðir. Það þarf að örva hvata fyrir íslensk fyrirtæki, óháð stærð og gerð, til að stunda nýsköpun. Nýsköpun er leiðin að bættum lífs- kjörum í framtíðinni. Hún stuðlar einnig að auknum fjölbreytileika í útflutningi og tryggir vöxt gjald- eyrisstekna til framtíðar. Við fögnum því að ríkisstjórnin hyggist setja nýsköpunarstefnu fyrir Ísland og ætlum að leggja okkar af mörkum með því að gefa út nýsköpunarstefnu Samtaka iðn- aðarins núna í haust. Hún gildir í heild yfir það sem við viljum sjá í þessum málaflokki,“ segir Sigríður Mogensen. 0% 1% 2% 3% 4% 5% 6% 7% 8% 9% 10% Heimild: SI Hlutur greina í landsframleiðslu 2017 Heild- og smásöluverslun Einkennandi greinar ferðaþjónustu Framleiðsla án fiskvinnslu Heilbrigðis- og félagsþjónusta Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Hugverkaiðnaður Fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnsla Fræðslustarfsemi Fjármála- og vátryggingastarfsemi Hlutur iðnaðar í landsframleiðslu 12% 10% 8% 6% 4% 2% 0% Framleiðsla án fiskvinnslu Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð Hugverkaiðnaður 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 Heimild: SI Nálgast 200 milljarða veltu  Hlutfall hugverka af landsframleiðslu var um 7% í fyrra  Alls 186 milljarðar  Greinin er því orðin stærri að umfangi en fiskveiðar, fiskeldi og fiskvinnsla Sigríður Mogensen 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbanda- lagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar ítalska flughersins. Alls munu um 140 liðs- menn flughersins taka þátt í verk- efninu auk starfsmanna frá stjórn- stöð NATO í Uedem í Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur. Gera má ráð fyrir aðflugsæfingum að flugvöllunum á Akureyri og Egils- stöðum dagana 6. til 12. september, segir í frétt á heimasíðu LHG. Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Flugsveitin verður staðsett á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Ráðgert er að verkefninu ljúki í byrjun október. Fyrstu dagana í ágúst sinnti flug- sveita bandaríska flughersins loft- rýmisgæslu. Alls tóku um 300 liðs- menn flughersins þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórn- stöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Flugsveitin kom til landsins með fimmtán F-15 orrustuþotur. Landhelgisgæsla Íslands sinnir framkvæmd verkefnisins samkvæmt samningi sem gerður var við utan- ríkisráðuneytið á grundvelli varnar- málalaga. Að auki er verkefnið unnið í samvinnu við Isavia. sisi@mbl.is Aðflugsæfingar á tveimur völlum  Ítalski flugherinn gætir loftrýmisins Ljósmynd/Giovanni Colla Loftrýmisgæsla Fjórar Eurofighter Typhoon F-2000 orrustuþotur koma. „Það er vand- lifað í net- heimum! Sér- fræðingar á sólarhringsvakt Veðurstofunnar urðu varir við það á dögunum að gögn bárust ekki frá ein- staka mæli- stöðvum. Við ítarlega skoðun kom í ljós að ástæð- una mátti rekja til netárása á stöðv- ar sem eru nettengdar.“ Þannig hefst færsla sem birtist á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands í gær. Árásirnar voru með þeim hætti að þær ollu „umferðarteppu“ í gagnastreymi stöðvanna. Fram kemur í færslunni að slíkar árásir séu nokkuð algengar í net- heimum. Árásirnar á mælistöðvarnar ollu engu tjóni umfram það að tafir urðu á flutningi gagna og sér nú fyrir endann á vandamálinu að því er fram kemur í færslunni. Veðurstofa Íslands varð fórnarlamb netárása Tölvur Ráðist var á mælistöðvarnar. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir sinn þátt í stórfelldu fíkniefnabroti. Maður- inn hafði í vörslu sinni rúm 469 grömm af amfetamíni, tæp 13 grömm af MDMA og hálft gramm af kannabisefnum. Efnin fundust þegar lögregla gerði leit á heimili hans og í húsnæði í Hafnarfirði árið 2014. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykja- ness 31. ágúst og segir í dómnum að maðurinn hafi játað brot sitt skýlaust frá upphafi. Játningin er metin manninum til málsbóta og sömuleiðis samvinna sem hann sýndi við rannsókn málsins. Einnig var lagt til grundvallar að maður- inn hefði „einungis haft það hlut- verk í málinu að geyma fíkniefnin tímabundið“. Maðurinn þarf að greiða hátt í eina milljón króna í sakarkostnað. Dæmdur í skilorðs- bundið fangelsi fyrir að geyma fíkniefni bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á fi skinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.