Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fjármálaeftirlitið hefur tekið til skráningar fyrsta fyrirtækið hér á landi sem heimild hefur til að veita þjónustu í tengslum við viðskipti „milli sýndarfjár, rafeyris og gjald- miðla,“ eins og það er orðað í til- kynningu frá stofnuninni. Í henni segir sömu- leiðis að þjónustu- veitendur af þessu tagi bjóði m.a. upp á skipti á reiðufé og sýndarfé (skv. íslenskum lögum er sýndarfé hvers konar stafrænt fé sem er hvorki rafeyrir í skilningi laga um útgáfu og meðferð rafeyris né gjaldmiðill). Fyrirtækið sem skráð hefur verið í þessu skyni á vettvangi FME nefnist Skiptimynt ehf. Fyrirtækið hefur frá áramótum rekið rafmyntamarkað á vefsvæðinu www.isx.is þar sem fólki er frjálst að eiga viðskipti með raf- myntirnar aurora coin og bitcoin. Nú fyrst skráningarskylt Hlynur Þór Björnsson er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og hann segir tilkynninguna frá FME ánægjulegt skref í þróun að virkari markaði með rafmyntir og sýndarfé. „Við höfum rekið rafmyntamark- aðinn frá 2017 þegar við byrjuðum með aurora coin og svo bættist bitcoin við í janúar. Ný löggjöf sem byggir á peningaþvættistilskipun ESB gerir okkur hins vegar skylt að skrá starf- semina hjá FME. Þegar löggjöfin varð að veruleika gengum við beint í það og það er vissulega gott að skrán- ingin sé núna í höfn.“ Hlynur Þór segir að ákveðnar kvaðir fylgi skráningu af þessu tagi, t.d. geti FME kallað eftir gögnum frá fyrirtækinu sé þess óskað, m.a. í tengslum við rannsóknir á einstaka málum. „Við erum sömuleiðis tilkynn- ingarskyld ef við sjáum eitthvað grun- samlegt í viðskiptum á markaðnum, m.a. ef það gæti tengst peningaþvætti eða hryðjuverkastarfsemi. Þetta eru í raun nákvæmlega sömu kvaðir og lagðar eru á banka og greiðslukorta- fyrirtæki. Tilskipunin nýja fól einfald- lega í sér að skiptimörkuðum með raf- myntir var bætt á þennan lista ásamt nokkrum öðrum aðilum.“ Talsverð velta á litlum markaði Hlynur Þór segir að markaðurinn með rafmyntir gangi vel hér á landi en að hann sé smár í sniðum. „Ég myndi halda að við séum minnsti rafmyntamarkaður í heimin- um. Á fyrstu sex mánuðum ársins nam veltan með bitcoin um 250 millj- ónum króna. Það er ekki síst forvitni- legt í ljósi þess að bitcoin hefur verið í talsverðri lægð allt þetta tímabil.“ Hlynur Þór bendir þó á að bitcoin hefur hækkað mjög mikið á síðustu árum og að forvitnilegt verði að fylgj- ast með markaðnum þegar og ef raf- myntin tekur á flug að nýju. Eigendur Skiptimyntar ehf. eru þeir Árni Viðar Árnason, Hermann Ingi Finnbjörnsson og Hlynur Þór Björnsson sem hver um sig á 33,3% í félaginu. Óveruleg umsvif voru í fé- laginu á nýliðnu ári. Þá námu rekstr- artekjur félagsins 1,8 milljónum króna og skilaði það 248 þúsund króna hagnaði. Eigið fé nam 504 þús- und krónum en skuldir 46,4 milljón- um. Fá að þjónusta rafmyntir Getty Images/iStockphoto  Fjármálaeftirlitið hefur skráð fyrsta þjónustuveitanda rafmynta hérlendis  Ákvörðunin felur í sér að reka megi skiptimarkað með rafmyntir á Íslandi Smár markaður » Um kvöldmatarleytið í gær höfðu 0,56 bitcoin gengið kaupum og sölum síðasta sólarhringinn á isx.is. » Þá stóð 1 bitcoin í ríflega 775 þúsund íslenskum krónum. » Á sama tíma stóð aurora co- in í 35 íslenskum krónum. Við- skipti með þá mynt voru hverf- andi. Hlynur Þór Björnsson Þjóðverjar 54 þúsund, Bretar 29 þúsund en Íslendingar 42 þúsund. Jón Bjarki Bentsson, sérfræð- ingur hjá Íslandsbanka, segir að þessar nýju tölur frá Hagstofunni beri þess merki að vaxtartímabilinu sé að ljúka. „Almennt endurspeglar þetta aðra nýlega hagvísa sem teikna upp þá mynd að það virðist vera að koma jafnvægi á ferðaþjón- ustuna og að vaxtartímabilinu sé að ljúka í bili í þessum geira. Núna er verkefnið að þroska geirann og hagræða og minnka líkur á bak- slagi.“ peturhreins@mbl.is Fjöldi gistinátta í júlí stóð nánast í stað á milli ára. 1,6% fækkun var á hótelum og gistiheimilum en 2% fjölgun varð hjá öðrum tegundum gististaða. Gistinætur ferðamanna samkvæmt gögnum Hagstofunnar voru 1.405.400 í júlí en 1.402.900 í sama mánuði í fyrra. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru 695.700 en gistinætur á öðrum teg- undum gististaða voru 709.700. 91% gistinátta á hótelum var skráð á er- lenda ferðamenn. Af 467 þúsund gistinóttum voru Bandaríkjamenn með þær flestar, eða 152 þúsund, Jafnvægi komið á ferðaþjónustu  Fjöldi gistinátta stóð í stað á milli ára  Næsta skref að þroska geirann Morgunblaðið/RAX Ferðamenn 1,6% fækkun var á gistinóttum á hótelum og gistiheimilum. ● Mest viðskipti voru með bréf Arion banka í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Námu þau alls rúmum 394 millj- ónum króna. Hækkuðu bréf bankans um 2,4% í þeim. Þá hækkuðu bréf Ice- landair Group lítillega eða um tæp 0,3% í tæplega 250 milljóna við- skiptum. 205,2 milljóna króna viðskipti voru með bréf Marel og stóðu bréf fé- lagsins í stað eftir viðskipti dagsins. Mest lækkuðu bréf TM eða um tæp 1,5% í óverulegum viðskiptum. Sömu sögu mátti segja af óverulegum við- skiptum með bréf Reita sem lækkuðu um 0,6% í afar takmörkuðum viðskipt- um. Arion banki hækkaði mest í Kauphöllinni 5. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 107.45 107.97 107.71 Sterlingspund 138.47 139.15 138.81 Kanadadalur 82.28 82.76 82.52 Dönsk króna 16.733 16.831 16.782 Norsk króna 12.846 12.922 12.884 Sænsk króna 11.788 11.858 11.823 Svissn. franki 110.78 111.4 111.09 Japanskt jen 0.9667 0.9723 0.9695 SDR 150.2 151.1 150.65 Evra 124.75 125.45 125.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9438 Hrávöruverð Gull 1201.7 ($/únsa) Ál 2111.5 ($/tonn) LME Hráolía 77.69 ($/fatið) Brent ● Sprotafyrirtækið Kaptio hefur verið valið Vaxtarsproti ársins sem er viður- kenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið selur bók- unarkerfi fyrir ferðaþjónustuna og eru viðskiptavinir þess ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur með starfs- stöðvar á Íslandi, Bretlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Kína og Ástralíu. Tekjur félagsins jukust um 211% milli áranna 2016 og 2017 og fóru úr 71 milljón króna í 221 milljón króna.Vaxtarsprot- inn er samstarfsverkefni Samtaka iðn- aðarins, Samtaka sprotafyrirtækja, Há- skólans í Reykjavík og Rannsóknar- miðstöðvar Íslands. Þetta er í 12. skiptið sem viðurkenningarnar eru veittar. Þrjú önnur sprotafyrirtæki, Kerecis, Gangverk og ORF-Líftækni, hlutu einnig viðurkenningar fyrir vöxt í veltu. Sprotafyrirtækið Kaptio jók veltu sína um 211% STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.