Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 18
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is F élags- og jafnréttis- málaráðherra stefnir að því að leggja fram frumvarp þar sem gerðar verða breyt- ingar á lögum um atvinnuleysis- tryggingar, lögum um fæðingar- og foreldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabund- innar fjárhagsaðstoðar. Tilefnið er hækkun á mótfram- lagi Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs og ríkissjóðs í lífeyrissjóði fyrir þá sem nýta rétt sinn til greiðslna á grundvelli framangreindra laga. Auk þess eru lagðar til breytingar á lögum um Ábyrgðasjóð launa þannig að ábyrgð sjóðsins hækki vegna krafna lífeyrissjóða um lífeyrisiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á ábyrgðar- tímabili samkvæmt lögunum. Frum- varpsdrögin eru nú til kynningar og er leitað umsagna um þau. Lagt er til að lögin taki gildi 1. janúar 2019. Í samræmi við vinnumarkað Breyta þarf lögunum til að samræma greiðslur í lífeyrissjóði, vegna þeirra sem njóta greiðslna úr fyrrnefndum sjóðum, við það sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) sömdu um 15. júní 2016. Þá var samþykkt hækkun á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði og tók samkomulagið að fullu gildi 1. júlí 2018. Það fól í sér að framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði myndi hækka um 3,5% í þremur áföngum, eða úr 8% í 11,5%. Eftir sem áður greiða einstakling- arnir sjálfir 4% af iðgjaldastofni í lífeyrissjóð. Í lögum um atvinnuleysistrygg- ingar, lögum um fæðingar- og for- eldraorlof, lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lögum um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinn- ar fjárhagsaðstoðar er gert ráð fyrir að mótframlag í lífeyrissjóði sé nú 8% af greiðslum til viðkomandi ein- staklinga. Í lögum um Ábyrgðarsjóð launa er gert ráð fyrir að ábyrgð sjóðsins vegna krafna lífeyrissjóða um lífeyrisiðgjöld sem fallið hafa í gjalddaga á ábyrgðartímabili tak- markist við 12% lágmarksiðgjald. Lagt er til að ábyrgð sjóðsins tak- markist við 15,5% af iðgjaldsstofni. Í greinargerð með frumvarps- drögunum er lagt mat á áhrif frum- varpsins, verði það að lögum. Ekki er talið að breytingarnar muni hafa áhrif á stöðu kynjanna á vinnumark- aði. Þó verði að ætla að breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof geti haft meiri áhrif á öflun lífeyris- réttinda kvenna en karla vegna þess að konur nýti almennt meira af rétti til fæðingarorlofs en karlar. Eins nýta mun fleiri konur en karlar rétt foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna til greiðslna. Framlög í lífeyris- sjóði samræmd Ljósmynd/Thinkstock Lífeyrir Allt launafólk og þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eiga að borga í lífeyrissjóð samkvæmt lögum. Eykur útgjöld ríkissjóðs Áætlað er að þær breytingar sem lagðar eru til á lögum í frum- varpinu muni auka útgjöld ríkis- sjóðs um 900 til 1.130 milljónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að út- gjöld árið 2019 vegna atvinnuleys- isbóta muni aukast um 400-500 milljónir og jafn mikið vegna Fæðingarorlofssjóðs. Útgjöld vegna Ábyrgðasjóðs launa munu aukast um 100-125 milljónir, vegna greiðslna til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna um 2-4 milljónir og vegna greiðslna til lif- andi líffæragjafa um 100-200 þús- und krónur. Drög að frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar framlags í lífeyrissjóði er nú til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Málið snýst um hækkun á mótframlagi Atvinnuleysistryggingasjóðs, Fæðingarorlofssjóðs, Ábyrgðarsjóðs launa og ríkissjóðs í lífeyrissjóði vegna þeirra sem njóta greiðslna úr sjóðunum. Auk þeirra sem fá greiðslur vegna atvinnumissis, fæðingarorlofs eða gjaldþrots launagreiðanda snertir málið einnig foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna og lifandi líffæragjafa. Opnað var fyrir innsendingu umsagna 31. ágúst og er tekið við þeim til 14. september 2018. Mótframlag á að hækka FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Síðustu vikurhafa veriðhörð götu- mótmæli í helstu borgum Úganda. Mótmælin beinast einkum að stöðu Yoweri Muse- venis, forseta landsins, sem lét nýlega breyta lögum sem hefðu neytt hann til þess að láta af embætti á næsta ári. Þungamiðja mótmælanna hef- ur hins vegar verið popp- stjarnan Robert Kyagulanyi Ssentamu, sem betur er þekkt- ur í Úganda undir listamanns- nafni sínu Bobi Wine. Bobi Wine þessi var fyrst kjörinn á þjóðþing Úganda í fyrra og hefur notað vinsældir sínar óspart til þess að afla sér og flokki sínum aukins fylgis. Boðað hefur verið til nokkurra aukakosninga um laus þing- sæti á þessu ári, og það er sem við manninn mælt að sá fram- bjóðandi sem Wine lýsir stuðn- ingi sínum við verður hlut- skarpastur, við litlar vinsældir stjórnmálastéttarinnar. Fyrir um tveimur vikum sló svo í brýnu þegar bílalest Musevenis forseta var grýtt, sem leiddi til þess að harka færðist í leikinn milli öryggis- varða hans og mótmælenda, sem flestir voru á bandi Wines. Degi síðar var Wine handtek- inn og dreginn fyrir herrétt fyrir ólöglega skotvopnaeign. Var sérstaklega til þess tekið í frásögnum vestrænna fjöl- miðla að hann bar þess merki við réttarhaldið yfir sér að hafa verið beittur harðræði. Málið um skot- vopnaeignina var hins vegar látið niður falla og Wine var sleppt í um einn sólarhring, eða þar til hann var ákærður aftur, að þessu sinni fyrir borgaralegum dómstól og nú fyrir landráð. Ein af kröfum mótmælenda í Úganda hefur verið sú að Wine verði látinn laus úr haldi og sakir felldar niður. Fyrir síðustu helgi dró svo enn frekar til tíðinda þegar Wine fékk eftir mikinn vand- ræðagang að yfirgefa landið og fara til Bandaríkjanna, þar sem hann segist vera að sækja sér læknisaðstoð vegna þeirra pyndinga sem hann hafi verið látinn þola í haldi hers og lög- reglu Úganda. Óvíst er um framhaldið, til að mynda hvort Bobi Wine fái að snúa aftur til heimalandsins að læknismeðferðinni lokið. Hvað sem því líður er staða Musevenis, sem haldið hefur um stjórnartaumana í Úganda frá árinu 1986, orðin talsvert ótryggari en hún var í upphafi árs. Vandamál forsetans er ekki síst það að um 80% af úgönsku þjóðinni eru undir þrítugu, og sá aldurshópur tengir lítt við stefnumál Muse- venis en sækir frekar í stjórn- málamenn á borð við Bobi Wine. Lýðræðið í landinu stendur þó ekki sterkari fótum en svo að alls óvíst er að hann fái að bjóða sig fram á meðan Museveni getur haft nokkuð um það að segja. Ríkisstjórn landsins sökuð um pyndingar á þingmanni} Óeirðir í Úganda Ástandið íBúrma hefur fengið sinn sess í sviðsljósi heims- pressunnar síð- ustu daga eftir að sérstök sendinefnd Sameinuðu þjóð- anna sakaði helstu yfirmenn hersins þar um aðild að þjóð- armorði og glæpum gegn mannkyni fyrir aðfarir sínar gegn Róhingjum í Rakhín- héraði landsins. Stjórnvöld máttu sömuleiðis þola harða gagnrýni fyrir að hafa ekki reynt að hafa taumhald á her- ráðinu. Fyrir sitt leyti hafa bæði her og ríkisstjórn hafnað ásökununum á hendur sér og sagt þær á misskilningi byggðar. Það var þó ekki til þess að bæta málstað stjórn- valda eða hersins þegar tveir blaðamenn á vegum Reuters- fréttastofunnar voru dæmdir í sjö ára fangelsi á mánudag vegna fréttaflutnings af aðför- um hersins í Rakhín-héraði, en tvímenningarnir höfðu meðal annars greint frá morð- um á tíu Róh- ingjum sem herinn hafði staðið að. Dómurinn yfir blaðamönnunum hefur verið gagnrýndur víða, og hafa Sameinuðu þjóðirnar meðal annarra hvatt til þess að þeim verði sleppt þegar í stað. Byggir sú krafa ekki síst á því að málsatvik benda flest til þess að blaðamennirnir hafi verið narraðir í gildru af stjórnvöldum til þess að auð- veldara yrði að þagga niður í þeim. Auk Sameinuðu þjóð- anna hafa Bandaríkin, Bret- land, Evrópusambandið og Frakkland lýst yfir fordæm- ingu sinni á dómnum. Dómurinn er að sönnu svört stund fyrir prentfrelsið í Búrma, en um sjö ár eru liðin síðan landið varð aftur að nafninu til lýðræðisríki eftir um tuttugu ára herforingja- stjórn. Aðfarir stjórnvalda nú benda hins vegar sterklega til þess að stjórnarfarið hafi í raun lítið breyst frá dögum herforingjanna. Stjórnvöld í Búrma fangelsa blaðamenn}Sótt að fjölmiðlum H itti nýverið mann á förnum vegi, sem hafði lítið álit á stjórnmála- mönnum og sagði að einu sinni hefðum við Íslendingar verið þjóð sem gat eitthvað, en nú væri svo komið að við gætum harla lítið. Aðspurður nefndi hann útfærslu landhelg- innar, gerð hringvegarins, brúun jökulfljótanna á Suðurlandi, byggingu Landspítalans, land- græðslu- og skógræktarátak á seinni hluta síð- ustu aldar og þjóðarsáttarsamningana sem slógu niður verðbólguna á skömmum tíma. Auðvitað er títt að eldra fólki finnist að allt hafi verið betra í gamla daga. En er ekki svolít- ið til í þessu? Í stóru málunum erum við ekki að gera það sem í raun er ætlast til af okkur. Fyrst kemur upp í hugann skattlagning lág- tekjufólks. Af hverju er nauðsynlegt fyrir ríkis- sjóð að fá tekjuskatt af fólki sem er með 250 þús. kr. á mánuði? Frá því persónuafslátturinn var tekinn upp fyrir réttum 30 árum, hefur rýrnun hans hefur verið næstum til helminga og nú er svo komið að skattleysismörkin eru ná- lægt 160 þús. krónum í stað næstum 300 þús. kr. Hvaða skilaboð eru það til þessa fólks að heimta skatt af svo lág- um tekjum? Þessu þarf að kippa í liðinn og það er vel gerlegt að gera tekjur undir 300 þús. kr. skattfrjálsar. Ef það var hægt 1987 við upptöku staðgreiðslunnar, hvers vegna skyldi það ekki vera gerlegt nú? Hvaða ríkisstjórn vill ekki státa af því að hafa aflagt þessa eymdar skattlagningu? Margir leiða hugann að ástandi vegakerfis- ins okkar. Af hverju er ekki ráðist í að endur- bæta það af þeim krafti sem nú er nauðsyn- legur? Fyrst við gátum, með þeirra tíma tækni byggt vegi yfir fjöll og firnindi og brúað jökul- fljótin ætti þetta ekki að vefjast fyrir okkur. Gera tvíbreiða vegi 50-100 kílómetra í allar átt- ir út frá höfuðborginni og útrýma einbreiðum brúm. Hvaða ráðherra vildi ekki verða minnst fyrir þetta? Þriðja dæmið sem ég ætla að nefna er bygg- ing nýs Landspítala. Auðvitað er það augljóst að byggja þarf nýtt sjúkrahús og það þarf að gera þar sem nægilegt landrými er til staðar, í stað þess að byggja viðbætur við það gamla á umferðareyju niðri í miðbæ? Margt annað mætti taka og næg eru dæg- urmálin, sem falla jafnharðan í gleymsku. Þingið kemur saman í næstu viku og taka þarf afstöðu til nokkurra lykilmála, t.d. þriðja orkupakkans sem við höf- um fengið sendan frá Evrópusambandinu og menn sjást sveittir hlaupa með á öllum göngum ráðuneytanna. Það ætti ekki að vera í boði að sneiða frekar af fullveldinu á sama tíma og við fögnum 100 ára afmæli þess. Lykillinn að því þegar okkur tókst svo vel til í stóru mál- unum er að ráðamenn náðu að sameina þjóðina um átakið sem ráðast átti í og þegar það gerist þá getum við allt. Karl Gauti Hjaltason Pistill Þjóð sem getur Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi kgauti@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.