Morgunblaðið - 05.09.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Umsögn til nefnda-
sviðs Alþingis varðandi
þingsályktunartillögu
sem tengist samgöngu-
áætlun fyrir tímabilið
2011-2022 hefði bæjar-
stjórn Fjarðabyggðar
fyrir löngu átt að senda
frá sér. Í þessari um-
sögn var mikilvægi
Neskaupstaðar rök-
stutt gagnvart Fjarða-
byggð þegar viður-
kennt var að fyrrverandi vegtenging
kom í veg fyrir uppbyggingu sveit-
arfélagsins í eitt atvinnu-, þjónustu-,
samgöngu- og skólasvæði. Árang-
urslaust ítrekuðu vonsviknir heima-
menn á Mið-Austurlandi að ástandið
beggja vegna Oddskarðsganganna
væri engum bjóðandi.
Framkoma fyrrverandi þing-
manna Norðausturkjördæmis, sem
kusu að ögra Austfirðingum og vera
frekar í vitorði með stuðnings-
mönnum Vaðlaheiðarganga, var til
háborinnar skammar. Allir þessir
landsbyggðarþingmenn hefðu,
ásamt bæjarfulltrúum nýja sveitar-
félagsins og tals-
mönnum Vegagerðar-
innar, átt að svara því
hvort það hefði verið
verjandi að vitlaus
staðsetning Fjórðungs-
sjúkrahússins skyldi
vera ákveðin í Nes-
kaupstað aðeins með
þarfir Norðfirðinga og
sjómanna í huga en
ekki þeirra sem búa
sunnan Oddskarðs-
ganganna, á suður-
fjörðunum, norðan
Fagradals og Hellis-
heiðar eystri. Málflutningur fyrrver-
andi bæjarstjórnar, sem áður lokaði
augunum fyrir slysahættunni á
gamla veginum milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar, er hnefahögg í andlit
heimamanna norðan Oddskarðs-
ganganna sem ekki gátu sótt vinnu í
álver Alcoa á Reyðarfirði án þess að
stórslys yrði beggja vegna einbreiðu
slysagildrunnar.
Til að heimamenn sunnan Fá-
skrúðsfjarðar fái betra aðgengi að
stóra Fjórðungssjúkrahúsinu þarf
tvenn göng inn í Stöðvarfjörð.
Annars losna þeir aldrei við hættu-
legustu kaflana á suðurfjörðunum.
bílstjórar sjúkrabifreiða neyddust til
að snúa við sunnan einbreiðu slysa-
gildrunnar vegna illviðris og snjó-
þyngsla í meira en 600 m hæð. Til að
tryggja öryggi barnshafandi kvenna
sem bílstjórar sjúkrabifreiða geta
ekki flutt frá Egilsstöðum til Nes-
kaupstaðar vegna blindbyls og snjó-
þyngsla á Fagradal hefði líka átt að
skoða möguleika á jarðgangagerð
undir Eskifjarðarheiði áður en
Norðfjarðargöng voru boðin út.
Starfandi læknar við Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað hefðu
fyrir löngu átt að svara því hvort
þeim hefði verið sama ef þessir
sjúkraflutningar, sem eru vonlausir
við þessar aðstæður, hefðu kostað
barnshafandi konur lífið í brekk-
unum sunnan og norðan einbreiðu
Oddskarðsganganna.
Kæruleysi bæjarstjórnar Fjarða-
byggðar og allra þingmanna Norð-
austurkjördæmis sem láta sig þetta
engu varða og kjósa frekar að vera í
vitorði með fyrrverandi innanríkis-
ráðherra er hnefahögg í andlit
heimamanna. Enginn skilur hvaða
gagn bæjarstjórn Fjarðabyggðar
telur sig hafa af vel uppbyggðum
heilsársvegi um Öxi þegar íbúar
Mið-Austurlands geta ekki með
nokkru móti treyst veginum á
Fagradal nema þeir vilji taka á sig
enn lengri krók og keyra í gegnum
Fáskrúðsfjarðargöngin alla leið til
Egilsstaða.
Öllum ranghugmyndum um upp-
byggðan Axarveg skal bæjarstjórn
Fjarðabyggðar vísa norður og niður
þegar bílstjórar sjúkrabifreiða sem
finna fyrir því að vegirnir á Fjarðar-
heiði og Fagradal eru engu betri en
brekkurnar milli Eskifjarðar og
Norðfjarðar. Með sjónvarpsvélum
sviðsettu stuðningsmenn Axarvegar
ranghugmyndir sínar til að ögra
þeim sem samþykktu tillögu Arn-
bjargar Sveinsdóttur í febrúar 1999
um að næstu jarðgöng yrðu milli
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar.
Fjórum árum seinna opinberuðu
þeir vanþekkingu sína á samgöngu-
málum Austurlands undir því yfir-
skini að öllum fjármunum hefði verið
stolið frá Öxi að undirlagi Davíðs
Oddssonar, þáverandi forsætisráð-
herra, sem tilkynnti óvænt réttmæta
ákvörðun stjórnvalda um að flýta
jarðgangagerðinni undir Almanna-
skarð. Látum Fagradal strax víkja
fyrir Mjóafjarðargöngum.
Röng staðsetning Fjórðungssjúkrahússins
Eftir Guðmund
Karl Jónsson » Til að heimamenn
sunnan Fáskrúðs-
fjarðar fái betra aðgengi
að stóra Fjórðungs-
sjúkrahúsinu þarf tvenn
göng inn í Stöðvarfjörð.
Guðmundur Karl
Jónsson
Höfundur er farandverkamaður.
Engin skynsemi er í því að keyra frá
Djúpavogi og Breiðdalsvík með
barnshafandi konur um Kamba-
skriðurnar, sem verða aldrei örugg-
ar fyrir of mikilli veðurhæð, snjó-
flóðum, aurskriðum og grjóthruni.
Of mikil slysahætta á Fjarðarheiði,
Fagradal og í brekkunum beggja
vegna gömlu Oddskarðsganganna
sem hefði getað kostað alltof mörg
mannslíf, réttlætir ekki að keyrt sé
með barnshafandi konur frá Seyðis-
firði, Egilsstöðum, suðurfjörðunum
og Hornafirði til Neskaupstaðar, ef
öryggisbúnaður sjúkrabifreiða bilar
fyrirvaralaust.
Áður ítrekaði greinarhöfundur að
fljótlegra og öruggara væri að senda
þær frá Egilsstöðum til Reykjavíkur
með sjúkraflugvél sem staðsett er á
Akureyrarflugvelli, í stað þess að
leika sér með fleiri mannslíf þegar
Meðferðarheimilið í
Krýsuvík var byggt
upp af hugsjónafólki
fyrir meira en 30 ár-
um. Með starfseminni
í Krýsuvík hefur tug-
um einstaklinga verið
hjálpað til að lifa eðli-
legu lífi án vímuefna.
Þetta hefur tekist
með langtímameðferð
á friðsælum stað þar
sem náttúran spilar stóran þátt
með fegurð sinni. Það væri misráð-
ið ef Alþingi hætti að styðja við
starf Krýsuvíkur. Undanfarið hefur
verið uppi umræða sem er starf-
seminni í Krýsuvík ekki hagfelld.
Stjórnendur hafa
brugðist við tilmælum
landlæknis eftir því
sem fjárveitingar leyfa
og enginn vafi er á að
sumt mátti betur fara í
starfsemi meðferð-
arheimilisins. Þannig
er á öllum heimilum.
En eins og mál standa
nú er mikilvægt að þeir
sem halda um
fjárveitingavaldið geri
sér grein fyrir að það
starf sem unnið er í
Krýsuvík færist ekki
sjálfkrafa í hendur annarra með-
ferðarheimila.
Krýsuvík hefur tekið á móti langt
leiddum alkóhólistum og fíklum.
Meðferð á staðnum er að lágmarki
sex mánuðir en dæmi eru um að
einstaklingar hafi dvalið í Krýsuvík
í allt að eitt og hálft ár. Það eru
margir fagaðilar sem koma að með-
ferð hjá einum einstaklingi. Ráð-
gjafar sjá um leiðsögn og dagleg
samskipti og aðstoða skjólstæðinga
við að læra að lifa án hugbreytandi
efna. Kennarar frá Mennta-
skólanum í Kópavogi koma og eru
með kennslu tvisvar sinnum í viku
yfir vetrartímann. Það hefur gífur-
lega mikla þýðingu að einstakling-
arnir geti byrjað nám í Krýsuvík og
margir fara þaðan og mennta sig
meira. Þeir sem hafa flosnað upp úr
framhaldsnámi geta tekið upp þráð-
inn þar sem frá var horfið og byrj-
að að stunda sitt nám aftur og einn-
ig eru dæmi um að fólk hafi byrjað
í Háskóla, tekið námskeið þar og
fengið leiðsögn hjá kennurum í
Krýsuvík. Hingað kemur læknir
einu sinni í viku og sinnir því sem
þarf að sinna. Thelma Ásdísardóttir
frá Drekaslóð kemur líka til okkar
einu sinni í viku. Drekaslóð gefur
sig út fyrir að vinna gegn ofbeldi og
hjálpa þeim sem hafa orðið fyrir
því. Og þá er ótalið allt það hug-
sjónafólk sem kemur og býður upp
á sína þekkingu á ýmsum sviðum
tengdum heilbrigði og tólf spora
vinnu. Samhliða meðferð vinna vist-
menn létt störf við heimilishald og
umönnun lítils háttar búpenings.
Þar er horft til þess að getan er
mismikil og verkefnin fundin eftir
getu hvers og eins.
Hugsjónaeldur frumkvöðla
Krýsuvíkursamtakanna lifir enn
meðal starfsmanna og fjölmargra
velunnara heimilisins. Hver ein-
staklingur úr hópi langt leiddra
fíkla sem nær landi er samfélaginu
dýrmætur og sigurinn er mikill. Að
sama skapi er dýrkeypt fyrir allt
samfélagið að horfa aðgerðarlítið á
þá sem brjótast um og farast í fári
vímuefnaneyslu. Gegn því böli vinn-
ur Meðferðarheimilið í Krýsuvík og
þarf nú sem fyrr á velvild Alþingis
að halda.
Tugir einstaklinga hafa fengið bata í Krýsuvík
Eftir Kristbjörgu
Steinunni Gísla-
dóttur
Kristbjörg Steinunn
Gísladóttir
»Meðferðarheimilið í
Krýsuvík var byggt
upp af hugsjónafólki
fyrir meira en 30 árum
og hafa tugir einstak-
linga fengið hjálp til að
lifa án vímuefna.
Höfundur er forstöðukona Krýsu-
víkurheimilisins.
Vantar þig
pípara?
FINNA.is
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin –
Micro bómul
l,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.