Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 ✝ Hörður Felix-son, fyrrver- andi skrifstofu- stjóri, fæddist í Reykjavík 25. októ- ber 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Skjóli í Reykjavík 29. ágúst 2018. Foreldrar hans voru hjónin Ágústa Bjarnadóttir, f. 2.8. 1900, d. 3.10. 1978, kennari og húsmóðir, og Felix Pétursson, f. 7.2. 1900, d. 3.9. 1987, bókari í Reykjavík. Bræður Harðar eru Bjarni Felixson, f. 27.12. 1936, og Gunnar Felixson, f. 14.3. 1940. Hinn 22. desember 1956 kvæntist Hörður Kolbrúnu Skaftadóttur, f. 16.1. 1937. For- eldrar hennar voru Sigurbjörg Sigurðardóttir, f. 2.2. 1917, d. 4.4. 1992, og Skafti Þórarinsson, f. 1.7. 1908, d. 13.6. 1936. Börn Harðar og Kolbrúnar eru: 1) Skafti, f. 10.9. 1956, kvæntur Söru Magnúsdóttur, f. 23.6. 1956, þeirra börn eru Kol- brún Ósk, Hanna Kristín og Hjalti Þór. 2) Ágústa, f. 25.10. 1960, gift Eyjólfi Sigurðssyni, þeirra börn eru Sigrún og Sig- íþróttir og reyndist farsæll leik- maður bæði í handbolta og fót- bolta með KR. Hann varð Ís- landsmeistari með KR í hand- bolta árið 1958, auk þess að spila fyrir Íslands hönd um tíma sem fyrirliði landsliðsins. Á 18 ára farsælum ferli með meist- araflokki KR í fótbolta varð Hörður margsinnis Íslands- og bikarmeistari, auk þess sem hann lék 11 landsleiki fyrir Ís- land. Síðasti leikurinn var sögu- legur fyrir þær sakir að þann leik léku þeir allir bræðurnir Hörður, Bjarni og Gunnar gegn Englendingum árið 1963 í und- an-keppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Þetta var í fyrsta sinn í knatt-spyrnusögunni sem þrír bræður léku saman í landsleik og var það skráð í heimsmeta- bók Guinness. KR naut krafta Harðar í ára- tugi og var hann sæmdur gull- merki fé-lagsins fyrir störf sín á þeim vett-vangi. Þá var hann sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ árið 2004 fyrir frábær störf. Auk þess gegndi hann trúnaðarstörf- um fyrir Sjálfstæðis-flokkinn, sat lengi í kjörstjórn á Seltjarn- arnesi og sinnti störfum fyrir fleiri samtök og félög. Útför Harðar fer fram frá Neskirkju í dag, 5. september 2018, klukkan 15. urður. 3) Hörður Felix, f. 3.7. 1970, kvæntur Guðrúnu Valdimarsdóttur, þeirra börn eru Daníel, Mikael og Kristel. Hörður og Kolbrún eiga sjö barnabarnabörn. Hörður ólst upp hjá foreldrum sín- um á Bræðraborg- arstíg 4 í Reykja- vík og bjó þar ásamt bræðrum sínum allt þar til hann hóf bú- skap með Kolbrúnu. Þau Kol- brún bjuggu fyrst á Birkimel 10, en síðar í Árbæjarhverfi (þar sem Hörður tók m.a. þátt í stofnun Fylkis), en loks lengst af á Seltjarnarnesi, eða frá árinu 1974. Hörður greindist með Alzheimer fyrir sex árum og bjó á dvalarheimilinu Skjóli síðustu tvö ár. Hörður var stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og lauk prófum í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hann starfaði alla tíð í Tryggingamiðstöðinni, frá 1959 til 1999, lengst af sem skrifstofu-stjóri. Hann byrjaði ungur að stunda Í dag kveð ég Hörð bróður eftir nána samfylgd í gegnum allt mitt líf. Við bræður Hörður, Bjarni og ég ólumst upp í foreldrahúsum í lítilli íbúð í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Bræðraborgarstíg 4. Allnokkur aldursmunur var á milli okkar Harðar, eða átta og hálft ár, þannig að þegar ég man fyrst eftir Herði var hann orðinn hálffullorðinn maður sem geislaði af og þar að auki stórefnilegur íþróttamaður. Hörður byrjaði að spila í meistaraflokki KR 1949, Bjarni árið 1956 og ég árið 1960. Við bræðurnir náðum að spila allir saman í meistaraflokki í sex ár. Þetta voru sigursæl ár fyrir KR og unnum við saman marga Ís- lands- og bikarmeistaratitla. Hörður var frábær knattspyrnu- maður, líkamlega sterkur, spark- viss og afbragðs skallamaður. Lengst af lék Hörður í miðju varnarinnar og stjórnaði henni af miklu öryggi enda var leikskiln- ingur hans á knattspyrnunni ein- staklega góður. Hörður var gegn- heill KR-ingur og þótti afar vænt um sitt gamla góða KR. Í ársbyrjun 1959 hóf Hörður störf hjá Tryggingamiðstöðinni ,sem þá var með örfáa starfsmenn undir stjórn Gísla Ólafsonar. Ég hóf störf hjá TM einu og hálfu ári síðar og unnum við saman hjá TM allt þar til Hörður fór á eftirlaun í ársbyrjun 1999 eftir 40 ára starf. Hörður var lengst af skrifstofu- stjóri félagsins auk þess að sinna almennum vátryggingastörfum. Engum vafa er undirorpið að Hörður átti stóran þátt í vel- gengni TM með störfum sínum. Margt ungt fólk réðst til starfa hjá TM sem var yfirleitt fyrsti vinnustaður þess að loknu skóla- námi og hafði Hörður mikil áhrif á það. Hörður skóp strax í upphafi þann starfsanda sem einkenndi TM og kom því inn hjá hinu nýja starfsfólki að í TM mætti fólk á réttum tíma til vinnu, væri snyrti- legt til fara og gengi vel um skrif- stofuna. Í fyrstu fannst sumum Hörður full smámunasamur og gamaldags í viðhorfum sínum, en smátt og smátt kunni þetta unga fólk að meta stjórnunarhætti hans betur og betur því staðreyndin er sú að ungt fólk kann að meta aga ef honum er beitt af mildi og stjórnandinn hagar sér í samræmi við boðun sína og þannig var Hörður. Hann vísaði ekki bara veginn heldur fór eftir honum sjálfur, þótt það gæti gerst hjá honum eins og öðrum að það mis- tækist einstaka sinnum. Einu sinni þegar Hörður mætti of seint einn morguninn gekk einn starfs- maðurinn inn á skrifstofu Harðar og benti honum á armbandsúr sitt og sagði við Hörð í umvöndunar- tón „Hörður í TM, mætum við á réttum tíma“. Þá var Herði skemmt. Hörður var heilsteyptur og vandaður maður sem reyndist TM og starfsfólki þess ómetanleg- ur. Hann hafði þann góða hæfi- leika að kunna að hlusta á fólk og veit ég að margir leituðu ráða hjá honum þegar vandi steðjaði að eða fólk vissi ekki hvernig taka ætti á málum og það á ekki síst við þann sem þessar línur skrifar. Hörður kveður nú að loknu góðu og gæfuríku lífi, en hans mesta gæfa var að kynnast og eignast frábæra konu, hana Kol- brúnu. Kolbrún og Hörður voru glæsileg hjón svo tekið var eftir og var Kolbrún stoð hans og stytta alla tíð. Gunnar bróðir. Ég elska þig, stormur, sem geisar um grund og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund, en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur og bjarkirnar treystir um leið og þú þýt- ur. Þú skefur burt fannir af foldu og hól, þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól, og neistann upp blæs þú og bálar upp loga og bryddir með glitskrúði úthöf og voga. Þú þenur út seglin og byrðinginn ber og birtandi, andhreinn um jörðina fer; þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur og lífsanda starfandi hvarvetna vekur. Og þegar þú sigrandı́ um foldina fer, þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér. Ég elska þig, kraftur, sem öldurnar reisir, ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir. Ég elska þig, elska þig, eilífa stríð, með ólgandi blóði þér söng minn ég býð. Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður; hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður. (Hannes Hafstein) Við kynntumst Herði og Kol- brúnu, konu hans, er börnin okkar Sara og Skafti felldu hugi saman. Vináttuböndin bundust fast. Tímans tönn tifar hratt, vinir kveðja, harpan hljóðnar. Rúmlega 40 ára samleið er lokið. Ljúft er að minnast stundanna er við áttum saman með börnunum okkar, barnabörnum og barnabarna- börnum og lífið var gott. Oft minntist Hörður þess, þegar hann fyrst sá Kolbrúnu sem seinna varð konan hans. Hann var á gangi í miðbænum með kunningja sínum, hnippti í hann og sagði „Sérðu þessa, maður.“ Þar með var hann fallinn fyrir fallegu kon- unni, sem seinna varð eiginkona hans. Og aðdáunin leyndi sér ekki þó árin færðust yfir. Það eru forréttindi að hafa átt samleið um 40 ára æviskeið með þeim Kolbrúnu og Herði og fjöl- skyldu okkar saman. Slíkt ber að þakka af alhug. Bros Harðar var fallegt, ein- lægt og bjart og þannig tók hann á móti okkur fagnandi þó þrekið færi þverrandi. Slík kveðja er ljúf minning. Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. (Einar Benediktsson) Elsku Kolbrún og fjölskylda. Hjatans samúðarkveðjur. Með þakklæti, Hanna Elíasdóttir og Ingvar Sveinsson. Góður maður er genginn. Þann 29. ágúst síðastliðinn lést öðlingurinn Hörður Felixson. Hörð hef ég þekkt frá unga aldri, fyrst sem flottan íþrótta- mann í KR, í fremstu röð bæði í fót- og handbolta, síðar sem hús- vörð í KR-heimilinu í aukavinnu og þá leyfði hann okkur strákun- um oft að leika í salnum þegar dagskrá var lokið, þá vorum við samstarfsmenn í TM í 30 ár. Skemmst er frá því að segja að traustari og vænni manni hef ég varla kynnst á lífsleiðinni og er þakklátur fyrir að hafa átt hann að vini öll þessi ár. Á yngri árum var Hörður einn af bestu íþróttamönnum landsins, landsliðsmaður í fót- og hand- bolta. Hann var lykilmaður í KR, margfaldur Íslands- og bikar- meistari í fótboltanum og einnig Íslandsmeistari í handboltanum í eina skiptið sem KR vann þann titil. Í TM gegndi hann lengst af stöðu skrifstofustjóra og var reyndar fyrsti starfsmaður fé- lagsins að undanskildum Gísla Ólafssyni sem var þar forstjóri. Fljótlega bættist Gunnar bróðir hans í hópinn og lögðu þeir fé- lagar grunninn að vexti og vel- gengni félagsins, sem innan fárra ára varð eitt öflugasta trygginga- félag landsins. Í starfi skrifstofustjóra reyndi mikið á mannleg samskipti og lagni við að leiðbeina og ná því besta út úr starfsfólkinu og þar var Hörður svo sannarlega rétti maðurinn. Aldrei heyrði ég hann skamma nokkurn mann og ef eitt- hvað þurfti athugunar við kom hann því á framfæri með ljúf- mannlegum hætti og allir voru sáttir. Hann naut mikillar virðingar í tryggingageiranum og mátti einu gilda hvort um var að ræða sam- starfsmenn í TM eða keppinaut- ana, enda treystu allir Herði Fel. Það sem hann sagði stóð eins og stafur á bók. Þær voru margar stundirnar þegar við sátum og ræddum sam- eiginlegt áhugamál okkar KR og eftir að Hörður hætti að keppa starfaði hann með ýmsum hætti fyrir félagið, sat í ýmsum stjórn- um og nefndum og var alltaf boð- inn og búinn að taka til hendinni ef þess var óskað. Hörður var mikill sögumaður og gaman var að hlusta á hann rifja upp ýmis ævintýri frá íþróttaferlinum, enda hafði hann frá mörgu að segja, svo sem keppnisferðum innanlands og ut- an með KR og landsliðinu, minn- isstæðum leikjum sem hann hafði tekið þátt í, liðsfélögunum í KR og einnig keppinautum á vellinum, sem hann bar alltaf virðingu fyrir og talaði um af hlýju, enda voru þeir margir góðir vinir hans og komu oft í heimsókn til hans í TM. Hörður var gæfumaður í einka- lífinu, átti yndislega konu, mann- vænleg börn og fjölda afkomenda, sem nú kveðja elskulegan eigin- mann, föður, afa og langafa. Sama á við um bræður hans Bjarna og Gunnar, enda vinátta þeirra og samheldni öllum ljós, einlæg og án skilyrða og eru þeim öllum sendar innilegar samúðarkveðjur, með bæn um styrk á erfiðri stund. Lengst af var Hörður heilsu- góður, en síðustu árin voru þó vini mínum erfið þegar alzheimer- sjúkdómurinn fór að herða tökin. Á kveðjustund hrannast minn- ingarnar upp og eru þær allar góðar og forsjóninni þakkað fyrir að hafa fengið að vera honum samferða um stund. Blessuð sé minning Harðar Felixsonar. Guðmundur Pétursson. Gættu þess vin, yfir moldunum mínum, að maðurinn ræður ei næturstað sínum. Og þegar þú hryggur úr garðinum geng- ur ég geng þér við hlið þó ég sjáist ei leng- ur. En þegar þú strýkur burt tregafull tárin þá teldu í huganum yndisleg árin sem kallinu gegndi ég kátur og glaður, það kæti þig líka, minn samferðamaður. (James McNulty) Fullur þakklætis fyrir gengnar stundir mun ég leyfa hlýjum minningum að græða sárin. Kynni okkar hófust fyrir nokkrum áratugum og höfum við fetað veginn saman, sem vinir og AA-félagar. Þannig safnaðist í fjársjóð sem eigi fyrnist. Ég minnist allra kvöldanna á þínu fallega heimili við ljóðalestur og tónlist. Ég minnist allra AA- fundanna okkar saman. Sorg og eftirsjá hreiðra um sig í brjóstinu svo undan svíður en fullvissan um að hann lifir þar sem ljósið ekki deyr léttir sorgina. Við hittumst í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. (Jökull Jakobsson) Hendrik (Binni). Kveðja frá Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur Í dag kveðjum við góðan KR- ing, Hörð Felixson. Hörður var einn mesti afreksmaður KR fyrr og síðar. Glæsimenni innan vallar sem utan. Hörður átti glæstan íþróttaferil og það eru fáir ís- lenskir knattspyrnumenn sem eiga jafnglæstan feril með liði sínu og Hörður. Hann var einn af mátt- arstólpunum í Gullaldarliði KR, hann lék með KR alls 17 keppn- istímabil, samtals 249 leiki þar sem hann skoraði 25 mörk. Ís- landsmeistari varð hann sjö sinn- um og bikarmeistari fimm sinn- um. Hörður skoraði fyrstu þrennu KR-inga í 7-0 sigri liðsins á Vík- ingi árið 1955 og tók það hann að- eins sjö mínútur að skora þessi þrjú mörk. Hann var fyrirliði KR í handbolta og skytta liðsins þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 1958. Hörður var einnig Íslands- meistari í handknattleik utanhúss árið 1952. Hann var landsliðsmað- ur í knattspyrnu og handbolta. Hörður var í liði KR þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 1959 með fullu húsi stiga. Nokkuð sem aldrei hefur verið leikið eftir hér á landi. Markatalan 41-6 í tíu leikj- um. Þetta var í fyrsta skipti sem leikin var tvöföld umferð á Ís- landsmótinu í knattspyrnu hér á landi. Hann varð tvöfaldur meist- ari, Íslands- og bikarmeistari 1961 og 1963 með bræðum sínum Gunnari og Bjarna og árið 1963 voru þeir bræður valdir í lands- liðið. Hörður tók þátt í fyrsta Evr- ópuleik KR-inga gegn Liverpool árið 1964. Hörður var ötull félagsmaður og studdi alltaf við bakið á sínum gamla félagi. Hann var formaður stjórnar knattspyrnudeildar á ár- unum 1953- 1954. Einn af drif- kröftunum í stofnun „Bakvarða KR“ sem studdu vel við bakið á starfinu í knattspyrnudeildinni og var hann formaður „Bakvarða KR“ um skeið. Hörður var sæmd- ur gullmerki KR fyrir störf sín í þágu félagsins. Þegar ég hóf æfingar og keppni með KR í byrjun áttunda áratug- arins voru nokkur ár liðin frá því að leikmenn Gullaldarliðs KR höfðu lagt skóna á hilluna. Við ungu KR-ingarnir vissum af þess- um miklu íþróttaköppum og bár- um mikla virðingu fyrir þeim, Hörður var vitaskuld einn þeirra. Eftir að ég tók við formennsku í KR hitti ég Hörð oft í KR-heim- ilinu. Hann var duglegur að mæta á laugardagsmorgnum í get- raunakaffi með bræðrum sínum Gunnari og Bjarna, jafnvel þótt heilsu hans hrakaði. Hörður hélt alltaf tryggð við félagið sitt. Við KR-ingar minnumst Harð- ar með miklu þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir gamla góða KR og þökkum honum samfylgd- ina í gegnum tíðina. KR-ingar senda eiginkonu hans Kolbrúnu, börnum, öðrum ættingjum og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Gylfi Dalmann Að- alsteinsson, formaður KR. Margt kemur upp í hugann um Hörð frænda nú þegar hann er fallinn frá. Hann varð mér mikill mentor þann tíma er ég vann með honum í TM í um 15 ár. Ég byrjaði að vinna í tölvudeildinni 1984 sem forritari og eitt af fyrstu tölvu- kerfunum sem ég skrifaði tengd- ist vátryggingum sem Hörður sá um. Við sátum því oft saman og Hörður Felixson Bróðir minn, HALLGRÍMUR SIGURÐUR SVEINSSON, er látinn. Kveðjuathöfn verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 7. september klukkan 13. Björg Sveinsdóttir Látinn er í Hornafirði ÞORLEIFUR HJALTASON, fyrrverandi hreppstjóri og bóndi í Hólum. Jarðarförin fer fram frá Bjarnaneskirkju laugardaginn 8. september klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Aðstandendur Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ÞÓRÖNNU KRISTÍNAR HJÁLMARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Þórður Steinar Lárusson Þorbjörg Bergsdóttir Einar Jóhannes Lárusson Sólveig Birna Gísladóttir Steinunn Daníela Lárusd. Sigrjón V. Leifsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.