Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018 hann mataði mig á upplýsingum sem til þurfti svo ég gæti forritað. Hörður var nákvæmur og mikill íslenskumaður og lagði mikla áherslu á að allt sem frá sér færi væri rétt og vel yfirfarið. Þetta var í árdaga tölvuvæðingarinnar og á þeim tíma voru ekki allir ís- lensku stafirnir á tölvuprenturun- um. Hörður vildi alltaf fá vátrygg- ingaskírteinin sem hann hafði útbúið inn til sín áður en þau voru send út. Þar las hann þau yfir og leiðrétti útprentunina, setti kommur yfir sérhljóðana þar sem við átti og strik í d ef þar átti að vera ð. Að lokum skrifaði hann undir hvert skírteini áður en það var sett í póst. Síðar þegar prent- ararnir urðu betri og kunnu ís- lensku hélt hann samt þeim sið að fá skírteinin til sín til undirskrift- ar. Eins og áður sagði var Hörður nákvæmur og vildi hafa allt í röð og reglu. Ég held að við sem yngri vorum og unnum með honum höf- um fengið það allra besta í vega- nesti, mörg heilræði sem hafa nýst okkur vel á lífsleiðinni. Mér er í hug hlýja og þakklæti, sér- staklega fyrir allar þær stundir sem við sátum saman á skrifstofu hans og ræddum meðal annars um íslenskuna, pólitíkina og fleira og ekki skemmdi að hlusta á svona eina og eina grobbsögu frá íþróttaferlinum. Blessuð sé minning Harðar Felixsonar. Guðmundur Örn Gunnarsson. „Ingimar, heyrðu.“ Hversu oft hljómuðu ekki þessu tvö orð í kall- tækinu á skrifstofu minni í Trygg- ingamiðstöðinni. Ég kynntist Herði þegar ég hóf störf hjá TM í júlí 1977. Hann sagði mér að Gísli Ólafsson, þá forstjóri TM, hefði ráðið mig og ég ætti að vinna hjá sér. Það hljómaði svona eins og hann hefði ekkert að þessu komið og vissi lítið hvað ég ætti að gera. Fljótlega kom þó í ljós að einhver voru verkefnin og árin urðu 30 hjá TM. Hörður varð strax aðalleiðbein- andi minn og fyrirmynd í góðum vinnubrögðum og háttum. Það verður á engan hallað þó að ég segi að hann átti stærstan þátt í því að mér gekk vel hjá TM. Hörð- ur var stór maður, á velli og í hjarta. Hann var vinur allra. Hann gerði kröfur en ekki ósann- gjarnar. Honum var snyrti- mennska í blóð borin. Hann lagði eitt sinn bréf á gólfið og athugaði hversu margir gengu framhjá án þess að taka það upp. Hjá honum voru engin verk of lítil. Hann inn- rætti mér þann hugsunarhátt. Að honum hef ég búið alla tíð. Herði var mikið í mun að við værum við á skrifstofunni. Við fengum stundum að heyra það ef við vorum ekki í sætinu. „Ég kom hérna í gær og þú varst auðvitað ekki í sætinu þínu.“ Ég var reynd- ar í fríi þennan dag, en það skiptir ekki máli. Menn skyldu vera við og tilbúnir að sinna viðskiptavin- unum. Eitt sinn kom ég til Harðar með erindi vegna manns sem skuldaði iðgjöld. Hann leit á seð- ilinn og svo kom löng saga um manninn og fleira fólk sem honum tengdist. Síðan horfði hann á mig og sagði: „Felldu þetta bara nið- ur.“ Fyrir 25 árum færði Hörður mér fimm lítra fötu af saltaðri síld sem honum hafði áskotnast. Ekki hafði ég hugmynd um hvað ég ætti að gera við síldina, enda borðaði ég ekki síld. Hörður sagði mér að hafa samband við Kollu, hún kynni alls konar uppskriftir að síldarréttum. Ekki stóð á því. Útbúnir voru síld- arréttir og Herði og nokkrum öðr- um boðið í síldarmorgunverð. Þeir eru nú orðnir 25 en Hörður hefur ekki verið með okkur síðustu árin. Heilsa hans leyfði það ekki. Ég heimsótti Hörð í fyrra inn á Skjól. Kolla var með mér, ég vissi ekki hvers skyldi vænta. Það fór vel á með okkur eins og ætíð. Við rifj- uðum upp gamla tíma og ræddum menn og málefni og ýmsa kynja- kvisti frá liðinni tíð. Þegar við kvöddumst greip hann um upp- handlegginn á mér, eins og hann var vanur að gera þegar mikið lá við, og sagði: „Mikið ertu fínn í tauinu, þú ert alltaf svo fínn í tauinu.“ Þá var ég sannfærður um að hann vissi hver ég væri, en lík- lega var það ekki svo. Með Herði er genginn sá mað- ur sem var mér ein mesta fyrir- mynd lífs míns. Við áttum afar farsælt samband sem aldrei bar skugga á. Ekki má gleyma öllum sögunum af boltanum og öðru sem hann var óspar á. Heiðarleiki, vinnusemi, ná- kvæmni, þjónustulund og snyrti- mennska voru aðalsmerki Harð- ar. Megi góður Guð blessa hann um aldur og ævi og styrkja fjöl- skyldu hans og ættingja aðra. Ingimar Sigurðsson. Í dag kveð ég góðan vin og samherja, Hörð Felixson. Hörður Fel var vel gerður til líkama og sálar. Hann var hár vexti, sterkbyggður, ljós yfirlitum og jafnan brosmildur og glaðleg- ur. Hann ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík og snemma kom í ljós að hann var fremstur á meðal jafninga í íþróttum. Hann kaus að leggja áherslu á fótboltann og var farinn að leika með meistaraflokki KR 17 ára gamall. Hann var af- reksmaður í sinni íþrótt. Var landsliðsmaður og margfaldur Ís- lands- og bikarmeistari. Samstarf okkar hófst fyrir röskum 60 árum þegar ég lék minn fyrsta leik með meistara- flokki KR. Þá var Hörður Fel einn af okkar bestu og traustustu leik- mönnum og var það þau tíu ár sem við lékum saman. Sumarið 1958 var okkur báðum eftir- minnilegt. Við réðum okkur í byggingarvinnu, nánar tiltekið urðum við járnabindingarmenn í Sundlaug vesturbæjar. Við vorum valdir til að leika okkar fyrsta landsleik, vináttuleik á móti Ír- landi. Daginn sem leikurinn fór fram klukkan átta að kvöldi vildi svo til að það var verið að steypa veggi í sundlauginni. Við lands- liðsmennirnir keyrðum því hjól- börur fullar af steypu sem við sturtuðum úr í mótin frá því snemma morguns. Þetta var hörkupúl og ekki góður undirbún- ingur fyrir landsleik. Verkstjór- inn okkar var áhugamaður um fótbolta og var svo elskulegur að gefa okkur frí klukkan fimm og tilkynnti okkur að við fengum samt greitt til klukkan sjö, sem var hefðbundinn vinnutíma á þessum árum. Við ræddum það stundum okkar á milli vinirnir að við hefðum staðið okkur það vel í leiknum að við vorum valdir í alla landsleiki Íslands þetta sumarið, sem var í sannleika sagt bara þessi eini. Eins vorum við sam- mála um að járnabindingin í sund- lauginni hefði tekist afburða vel, enda hefur hún ekki lekið síðan. Hörður Fel var ekki mikið fyrir að láta á sér bera. Hann sóttist ekki eftir að vera fyrirliði eða for- maður. Honum hentaði betur að vinna á bak við tjöldin og það gerði hann svo sannarlega fyrir þau tvö samtök sem stóðu hjarta hans næst, en það voru KR og AA-samtökin. Eftir að fótboltaferli okkar lauk hittumst við reglulega í KR-heim- ilinu. Unnum saman að fjölmörg- um verkefnum fyrir gamla góða KR, hittum vini og kunningja, drukkum kaffi og ræddum málin. Síðan þegar við komust á eft- irlaunaaldurinn fórum við að leika golf og fórum saman í margar golfferðir bæði innanlands og ut- an okkur til mikillar ánægju og gleði. Meðal annars vorum við saman á Spáni þegar Hörður Fel sló draumahögg allra kylfinga og fór holu í höggi. Við hjónin þökkum Herði fyrir langa og trausta vináttu og ánægjulegar samverustundir. Við sendum Kolbrúnu og fjölskyldu hugheilar samúðarkveðjur. Minn- ingin um góðan dreng lifir. Sveinn Jónsson. ✝ AðalheiðurHelgadóttir fæddist í Haukadal í Dýrafirði 7. ágúst 1926. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 23. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Petrónella Bents- dóttir húsmóðir, verkakona og þvottahússtýra m.a., f. 28. sept- ember 1903, d. 11. ágúst 1986, og Helgi Pálsson, barnakennari og verkstjóri, f. 1. nóvember 1900, d. 2. desember 1981. Þau giftust ekki en Helgi kvæntist Bergljótu Bjarnadóttur, f. 8. júlí 1910, d. 27. ágúst 1998. Þau áttu saman börnin Andreu, f. 13. nóvember 1927, d. 26. júlí 2003, Bjarna Ólaf, f. 7. maí 1930, d. 9. febrúar 1983, Svavar, f. 18. maí 1931, d. 26. október 1975, og Guðmundu, f. 7. apríl 1933. Steinunn Petrónella giftist Jón- atan Kr. Jóhannessyni húsa- smíðameistara, f. 27. mars 1897, d. 16. desember 1971, og átti með honum fjórar dætur: 1) Stúlku, f. 28. mars 1935, sem dó í frumbernsku, 2) Þóreyju, f. 13. júní 1936, 3) Konkordíu, f. 17. október 1937, d. 6. janúar 1957, og 4) Ólafíu Sólveigu, f. 29. mars 1940, d. 11. júlí 2013. Aðal- Magnússon, f. 4. nóvember 1972 , sambýliskona hans er Sarah Knappe, f. 15. júlí 1979. Þau eiga Rakel Önnu, f. 8. maí 2005, og Natan Oliver, f. 20. apríl 2010. Áður átti Jósef Trausti Al- exander Birgi, f. 21. september 1994, og Hafstein Aron, f. 19. júlí 1998. b) Sveinhildi Torfa- dóttur, f. 2. febrúar 1977. Sam- býlismaður hennar er Rudolfo og eiga þau tvo syni Maximilian og Sebastian og búa þau í Belg- íu. c) Erlu Hjördísi Torfadóttur, f. 22. maí 1983. 3) Díönu, f. 15. desember 1958. Hún giftist Helga Kjartanssyni (þau skildu). Börn þeirra: a) Bent, f. 23. júní 1979, fyrrverandi maki var Erna Óladóttir. Þau eiga Óla Jökul, f. 30. apríl 2008, og Hilmi Snæ, f. 27. desember 2011. b) Frey, 4. júlí 1982. c) Aðalheiði, f. 18. desember 1983. Eigin- maður hennar er Bragi Þor- steinsson. Þau eiga Díönu, f. 21. júní 2010, og Ólöfu Míu, f. 26. nóvember 2014. d) Snædísi f. 1. janúar 1990. Sambýlismaður hennar er Guðumundur Haukur Guðmundsson, f. 22. janúar 1990, og eiga þau Erik, f. 5. febrúar 2018. Núverandi eig- inmaður Díönu er Úlfur Egg- ertsson, f. 18. desember 1966. Þau eiga Andra Þór, f. 8. maí 2000. Aðalheiður var húsmóðir, vann á barnaheimili, veitinga- húsum, sá um bakstur í spila- klúbbi, en vann lengst við ræst- ingar hjá Veðurstofu Íslands. Útför hennar fór fram frá kapellu Fossvogkirkju 30. ágúst 2018, í kyrrþey. heiður giftist Jósef Sigurðssyni 27. október 1945 og eignuðust þau: 1) Hörpu, f. 16. febr- úar 1946, maki Vigfús Amin, f. 23. júní 1941. Synir þeirra eru: a) Rún- ar, f. 8. október 1968, maki Ragn- hildur Hanna Finnbogadóttir, f. 30. júlí 1972. Börn þeirra eru: a) Petra Ruth, f. 9. júlí 1993, b) Thelma Rún, f. 9. júlí 1993, og c) Gunnar Róbert, f. 21. febrúar 1997. b) Jósef, f. 17. september 1974, fyrrverandi maki er Líney Elíasdóttir, f. 9. nóvember 1971. Börn þeirra eru: Elías Ævar, f. 14. nóvember 1995, og Kolbrún Ýr, f. 25. júlí 1997. Sambýlis- kona Jósefs er Ingunn Arnars- dóttir, f. 7. janúar 1976. Börn þeirra eru Harpa Lind, f. 31. maí 2012, og Dagur Þór, f. 29. júlí 2014. c) fóstursonur er Jón Niral, f. 5. desember 1972, kvæntur Stefaníu Ó. Amin Hall- dórsdóttur, f. 3. júní 1976. Dótt- ir þeirra er Sóldís Lakshmi, f. 17. desember 2003. 2) Ingi- björgu Erlu, f. 16. desember 1951, d. 10. desember 2012, eft- irlifandi maki er Torfi Karl Ant- onsson, f. 27. október 1951. Ingibjörg átti: a) Jósef Trausta Amma fæddist í Haukadal í Dýrafirði. Hún flutti þaðan ung með móður sinni og bjó á nokkr- um stöðum á landinu. Hún ólst upp ásamt móður sinni, stjúpa og hálfsystrum sem hún hugsaði mikið um. Ævi hennar var ekki alltaf dans á rósum og missti hún meðal annars tvær systur sínar þegar þær voru ungar. Einnig barðist hún 12 ára gömul við brjósthimnubólgu sem hún var lengi að jafna sig af. Amma átti góða fjölskyldu og meðal annars ömmu og afa móðurmeg- in sem unnu henni mjög. Eftir að hún kynntist afa bjuggu þau í Miðstræti 10 en byggðu sér síð- ar heimili í Blesugróf. Þau fluttu síðar í Breiðholt. Amma og afi eignuðust þrjár dætur. Amma var húsmóðir af bestu gerð og sinnti börnum og síðar barna- börnum sínum af mikilli um- hyggjusemi. Hún elskaði sól og sumar og fóru þau hjónin reglu- lega til sólarlanda. Amma vildi aldrei láta hafa mikið fyrir sér en henni var allt- af kalt og því var það staðalbún- aður þegar amma kom í heim- sókn að vera með tilbúna bæði inniskó og hlýja peysu. Ef mað- ur hringdi í hana náði maður ekki alltaf að koma erindi sínu að því hún vildi alls ekki vera að trufla mann of lengi og kvaddi því fljótt. Það mátti þó aldrei kveðja með því að segja „ókei bæ“ því það er víst ekki ís- lenska, „allt í lagi bless“ skyldi það vera. Það eru margar minn- ingar sem hellast yfir mann á kveðjustundu, dillandi hlátur, ömmuróló, jólakakan sem alltaf var á boðstólum, Nonni og Manni, ömmubrauð, óskeikull ömmufaðmur og svo mætti lengi telja. Það sem stendur þó upp úr þegar maður hugsar til baka er tilfinningin sem minningarn- ar veita sem er einhvers konar öryggistilfinning í bland við gleði. Síðustu æviárin hvarf amma og hennar yndislegi persónu- leiki smátt og smátt þegar alzheimer-sjúkdómurinn fór að taka yfirhöndina. Ansi oft sköp- uðust grátbrosleg augnablik sem mikið var hlegið að en um leið var ákveðið sorgarferli haf- ið. Undir það síðasta var lítið orðið eftir nema hrörlegt hulst- ur sem fylgdi fyrirframskipu- lagðri dagskrá á hjúkrunar- heimili án þess að hugur fylgdi með. Amma var búin að eiga góða og langa ævi og fer nú á vit ævintýranna á einhvern sól- ríkan og hlýjan stað með afa. Minning hennar lifir í hjörtum okkar. Aðalheiður Helgadóttir. Elskuleg móðir mín hefur nú kvatt þennan heim eftir ára- langa baráttu við Alzheimer- sjúkdóminn. Síðustu árin gat hún ekki sinnt hugðarefnum sínum eins og að sauma, prjóna, hekla eða gera aðra handavinnu, sem hún hafði svo gaman af. Þegar ég var að alast upp saum- aði hún marga fallega kjóla á okkur systur og einnig ferming- arkápuna mína. Hún tók upp snið úr erlendum blöðum og breytti þeim oft eftir sínu höfði. Hún hefði eflaust getað titlað sig saumakonu en gerði það aldrei. Hún hafði gaman af að vera í fallegum fötum. Hún kenndi mér nýtni og sparsemi. Mamma var mikil jafnréttinda- kona og vildi aldrei gera upp á milli fólks. Mamma hlaut ekki mikla menntun; stutta barnaskóla- göngu og var í kvöldskóla KFUM og K og kynntist þar stúlkum sem urðu vinkonur hennar næstu áratugina. Þessar stúlkur og makar þeirra áttu eftir að bralla ýmislegt saman. Þegar hún var 15 ára réð hún sig í vist til Óla Hjaltested læknis og konu hans. Þar lærði hún mikið í matreiðslu og undi sér vel. Þessi kunnátta varð til þess að mamma varð framúr- skarandi húsmóðir og hafði gaman af að elda og baka. Mamma hafði ákaflega gam- an af því að ferðast og fór til ýmissa landa með föður okkar systra, en Spánarferðir og ferð- ir víðs vegar um Þýskaland voru margar. En eftirminnilegasta ferðin þeirra var þegar mamma fór í fyrsta sinn til útlanda í siglingu með Gullfossi til Dan- merkur, Þýskalands og Skot- lands með vinahjónum sínum í næsta húsi. Foreldrar mínir hófu búskap í Miðstræti 10 í Reykjavík og þar var alltaf mikill gestagang- ur og einkum voru það ætt- ingjar úr Dýrafirðinum og einn- ig ættingjar pabba af Akranesi. Þá var móðir mín heimavinn- andi húsmóðir en seinna vann hún á barnaheimili, sá um bakstur fyrir spilaklúbb og prjónaði lopapeysur en lengst vann hún við ræstingar hjá Veð- urstofu Íslands. Mömmu fannst gaman að ganga um götur miðbæjarins og kíkja í búðir og fór oft að kíkja í garðinn í Miðstræti löngu eftir að við höfðum flutt inn að Ell- iðaám. Þar höfðu foreldrar mín- ir byggt lítið hús og komið upp fallegum garði og undu sér vel. Seinna voru þau svo meðal frumbyggja Breiðholts. Mamma ætlaði ekki að trúa því þegar pabbi kom heim eitt sinn og sagði að nú stæði til að byggja heilt hverfi fyrir mörg þúsund manns þarna upp frá. Mamma var í Kvenfélagi Breiðholts og tók þátt í alls kon- ar handavinnu með konum í Bú- staðasókn. Hún var iðin við að passa barnabörnin sín. Eftir að pabbi dó var mamma dugleg að ferðast með strætó í miðbæinn sinn dáða, því hún hafði aldrei lært að keyra bíl og þótti það miður. Þau hafði dreymt um að kaupa sér íbúð niðri í bæ á efri árum, en af því varð ekki. Hún bjó um tíma í þjónustuíbúð í Furugerði 1, en þegar þá var komið sögu var sjúkdómurinn farinn að gera vart við sig og varð til þess að hún fluttist á Elli- og dvalar- heimilið Grund, þar sem fór vel um hana. Hún var alltaf ljúf og góð og hafði gaman af að vera innan um fólk og spjalla við það. Ég saknaði þess óskaplega að geta ekki lengur spjallað við hana um heima og geima. Blessuð sé minning hennar. Harpa. Aðalheiður Helgadóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG GÍSLADÓTTIR, áður til heimilis á Sunnubraut 2, Keflavík, sem lést miðvikudaginn 22. ágúst, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. september klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Þorsteinn Bjarnason Kristjana B. Héðinsdóttir Bjarni Þorsteinsson Embla Uggadóttir Ingibjörg Þorsteinsdóttir Sölvi Dúnn Snæbjörnsson Heimir Bjarnason Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, ÁSTHILDUR SALBERGSDÓTTIR, Grænlandsleið 49, lést á líknardeild Landspítalans sunnu- daginn 2. september. Jarðarförin auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð líknardeildar og Heimahlynningar LSH. Friðrik F. Söebech Berglind Söebech Þórarinn Söebech Stefanía Unnarsdóttir Birta Kristín, Ásta Fanney og Friðrik Fannar Vilhelmína Þórdís Salbergsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.