Morgunblaðið - 05.09.2018, Page 24
✝ Ólafur Arn-björnsson fædd-
ist í Keflavík 22.
febrúar 1957. Hann
lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja
27. ágúst 2018.
Foreldrar hans
voru hjónin Arn-
björn Hans Ólafsson,
f. 1930 í Keflavík, og
Jóna Sólbjört Ólafs-
dóttir, f. 1932 í
Grindavík, d. 2018. Systkini Ólafs
eru Inga Þóra, f. 1951, d. 1997,
Lára Hulda, f. 1954, Anna Jóna, f.
1956, Gylfi, f. 1958, Arnbjörn
Hannes, f. 1965, og Ellert, f. 1967.
Ólafur kvæntist Bergþóru
Bertu Guðjónsdóttur, f. 1955.
Þau skildu. Eignuðust þau tvo
syni, dr. Guðjón Ólafsson, f. 1983,
maki Henný Jóna Adólfsdóttir, f.
1983, og Hörð Ólafsson, f. 1985,
maki Diljá Valsdóttir, f. 1985.
Ólafur kvæntist Halldóru
Júlíusdóttur, f. 1955. Stjúpbörn
Ólafs eru fjögur. Anita Hafdís
Björnsdóttir, f.
1971, Telma Dögg
Guðlaugsdóttir, f.
1980, Heiða Birna
Guðlaugsdóttir, f.
1983, og Íris Ósk
Guðlaugsdóttir, f.
1992. Barnabörn
Ólafs eru sjö.
Ólafur ólst upp í
Keflavík og bjó þar
stærstan hluta ævi
sinnar. Hann út-
skrifaðist úr Stýrimannaskól-
anum árið 1977 og sigldi sem
skipstjóri og stýrimaður á ýmsum
skipum. Ólafur rak um stund
frystihús í Keflavík og starfaði
um nokkurra ára skeið í Namibíu
og Suður-Afríku sem skipstjóri.
Þá var hann um árabil starfs-
maður J. Hinriksson og Hampiðj-
unnar og síðustu árin sinnti hann
eigin rekstri í sjávarútvegi.
Útför Ólafs fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 5. september
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Elsku yndislegi Óli okkar, nú
ertu loks frjáls og laus við allar
þjáningar. Missirinn er mikill og
hefur stórt skarð myndast í hjört-
um okkar. Tæp tuttugu ár eru lið-
in síðan þú komst inn í líf okkar og
þið mamma hófuð samband ykk-
ar. Þvílík lukka sem það var og
verðum við ævinlega þakklát fyrir
að þið hafið fundið hvort annað.
Við duttum ekki aðeins í lukku-
pottinn með stjúpföður heldur
fengum við einnig þrjú dásamleg
stjúpsystkini.
Það var ávallt skemmtilegt og
mikil gleði þegar við hittumst öll
og alltaf lítið mál fyrir ykkur
mömmu að slá upp 20 manna
veislu. Þú hefur verið okkur frá-
bær stjúpfaðir, tengdafaðir og afi
– mikið eigum við eftir að sakna
þín. Maðurinn sem eldaði eins og
listakokkur, bakaði einhverjar
bestu kræsingar sem maður hefur
smakkað, sá allra handlagnasti og
með grænustu fingur veraldar.
Þið mamma, sem þú kallaðir alltaf
drottninguna, áttuð svo fallegt
samband, jafningjar og ástin mikil
á milli ykkar. Minningarnar eru
margar góðar og munum við varð-
veita þær vel. Við munum sjá til
þess að afabörnin, sem þér þótti
svo vænt um, muni hvað afi Óli var
dásamlegur og auðvitað að Man-
chester United sé best. Hvíldu í
friði elsku besti, minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín,
Telma, Heiða, Íris, tengda-
synir og afabörnin.
Það brast á með roki og rign-
ingu þegar hann Óli vinur minn og
svili kvaddi þessa jarðvist 27.
ágúst síðastliðinn, aðeins viku eft-
ir að móðir hans var jarðsett.
Það var aldrei lognmolla kring-
um hann Óla og hló hann jafnan
manna hæst þegar við vorum sam-
an. Við stærðum okkur jafnan af
því hvað þau systkinin, Pétur og
Dóra, hefðu verið heppin að ná í
okkur tvö. Það sem ég mat mest
við vin minn var að alltaf gat ég
leitað til hans á erfiðum tíma í lífi
mínu. Við hin fjögur fræknu ferð-
uðumst mikið saman og aldrei bar
skugga á vináttu okkar. Maður
sagði stundum við Óla að erfitt
væri að komast að í samræðum
þegar hann var nærri, hann hafði
skoðanir á öllu.
Svo brast tilveran þegar Óli
greindist með krabbamein. Lengi
vel héldum við að þetta myndi nú
hafast og þvílíkt æðruleysi sem
hann sýndi. Einu sinni sem oftar
þegar ég sat hjá honum spurði ég
hann hvernig honum litist á þennan
vágest sem herjaði á hann og svarið
var: svona er þetta bara Stína mín,
svona er þetta. Ég hafði á orði að ef
ég fengi einhvern sjúkdóm yrði
hann Óli fyrirmyndin mín. Oft sát-
um við vinirnir og horfðum út um
gluggann, búin að átta okkur á því
að góðir vinir geta þagað saman og
liðið vel, því eins og Óli sagði er það
samveran sem gildir. Að baki
hverjum góðum manni stendur
góður maki. Ég hef alla tíð vitað
hvaða mann hún Dóra mín hefur
að geyma, enda hef ég sjálf verið
hluti af fjölskyldunni í tæp 38 ár. Í
veikindum Óla hefur hún staðið
eins og klettur þétt við bakið á
manni sínum, vakin og sofin yfir
velferð hans. Eiginkona, hjúkrun-
arkona, sálusorgari og alveg ein-
stakur vinur.
Já, maður er þakklátur fyrir
þau bæði.
Með þessum orðum vil ég þakka
honum Óla mínum fyrir vináttuna
og allar stundirnar okkar saman og
veit að nú er hann laus úr viðjum
veikinda og líður vel.
Elsku Dóra mín og fjölskylda,
missir ykkar er mikill, ég bið Guð
að vernda ykkur og blessa. Við Óla
minn vil ég að lokum segja takk
fyrir allt og allt.
Þinn vinur,
Kristín (Stína).
Nú kveðjum við góðan vin, Óla
hennar Dóru. Óli var nokkuð
hrjúfur við fyrstu kynni en við
fundum strax að hann var maður
að okkar skapi. Óli hafði skoðanir
á málefnum dagsins og má segja
að blár hafi ekki verið uppáhalds-
litur hans.
Það var alltaf gaman þegar við
hittumst. Eitt áhugamál áttum við
vinirnir í sameiningu – að borða
góðan mat. Óli var í meira lagi
góður kokkur og höfðingi heim að
sækja. Dóra mín, eins og Óli kall-
aði hana alltaf, skemmdi svo sann-
arlega ekki fyrir á slíkum góm-
sætum vinafundum.
Aðalsmerki hans var sú trausta
vinátta sem við fundum fyrir og
kærleikurinn sem hann bjó yfir
gagnvart fjölskyldunni sinni.
Samheldni þeirra hjóna var fal-
leg og erum við þakklát fyrir þá
vináttu sem við höfum deilt.
Við sendum fjölskyldunni okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning góðs vinar.
Jóhanna Kristín (Hanna
Stína) og Sigurður (Siggi).
Ólafur
Arnbjörnsson
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,amma
og langamma,
AÐALHEIÐUR HELGADÓTTIR,
Hjaltabakka 8,
lést á Grund fimmtudaginn 23. ágúst.
Útför hennar fór fram í kyrrþey
fimmtudaginn 30. ágúst. Starfsfólki á deild V-3 á Grund eru
færðar alúðarþakkir fyrir góða umönnun. Kærar þakkir fyrir
auðsýnda samúð.
Harpa Jósefsdóttir Amin Vigfús Amin
Torfi Karl Antonsson
Díana Jósefsdóttir Úlfur Eggertsson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra,
SÓLRÚN GUÐBJÖRNSDÓTTIR
listamaður og kennari,
lést fimmtudaginn 30. ágúst. Útförin fer
fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6.
september klukkan 15.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið styrktarsjóð.
Börn, barnabörn
eiginmaður, systkini
og nánustu vinir
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐRÚN BERGSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést á Landspítalanum 25. ágúst.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Gunnar Sveinbjörn Jónsson
Sara Gunnarsdóttir Þorkell Jóhannsson
Bergur Gunnarsson Hrönn Arnarsdóttir
Ólöf Gunnarsdóttir Ragnar Þór Jörgensen
Auður Gunnarsdóttir Gunnar Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs
sonar okkar, stjúpsonar, bróður og
barnabarns,
BIRKIS FANNARS HARÐARSONAR.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki
krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun,
umhyggju og hlýju.
Hörður Guðjónsson
María B. Johnson Jón Axel Ólafsson
Jökull Freyr Harðarson
Hildigunnur Johnson Rafn F. Johnson
Ástkær bróðir okkar og mágur,
ELÍAS BERGMANNSSON
Fögruhlíð, Skálatúni,
lést fimmtudaginn 30. ágúst á
Landspítalanum Í Fossvogi. Útför fer fram
frá Lágafellskirkju föstudaginn
7. september klukkan 14. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en
þeim sem vilja minnast hans er bent á Skálatún í Mosfellsbæ.
Soffía E. Bergmannsdóttir Einar Jónsson
Ólöf S. Bergmannsdóttir Guðjón Kr. Harðarson
og aðrir aðstandendur
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGFÚS TÓMASSON,
Engjahlíð 3b, Hafnarfirði,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
Fossvogi sunnudaginn 26. ágúst.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn
7. september klukkan 13.
Sigríður Sigursteinsdóttir
Steinunn Jóhanna Sigfúsd. Björgvin Sigmar Stefánsson
Sigurður Tómas Sigfússon
Sigfús Ægir Sigfússon Guðbjörg Jóna Sævarsdóttir
Þórir Sigfússon María Unnur Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GRÉTA PÁLSDÓTTIR,
Sunnubraut 26, Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi fimmtudaginn 30. ágúst, verður
jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn
7. september klukkan 13.
Arnar Arinbjarnar Arnfríður Tómasdóttir
Halldór Arinbjarnar Karin Palsson
Guðrún Arinbjarnar
barnabörn og barnabarnabörn
✝ GuðmundurBogi Breið-
fjörð fæddist í
Reykjavík 22.
nóvember 1938.
Hann lést 22. ágúst
2018.
Foreldrar hans
voru Agnar G.
Breiðfjörð, f. 14.
október 1910, d.
19. júní 1983, og
Ólafía Bogadóttir
Breiðfjörð, f. 9. nóvember 1914,
d. 9. október 1998. Bræður
Guðmundar eru: 1) Eiður, f. 17.
ágúst 1933. 2) Leifur, f. 24. júní
1945. 3) Gunnar, f. 8. janúar
1947.
Guðmundur kvæntist Berthu
Ragnheiði Langedal 11. apríl
1990. Börn þeirra eru Agnar
Knut, f. 12. september 1988, og
Kristjana Ólafía, f. 20. júní
1990.
Guðmundur ólst upp við
Hringbraut til níu ára aldurs en
þá fluttist fjölskyldan á Lauga-
teig. Hann gekk í Laugarnes-
skóla og tók svo landspróf í
Gagnfræðaskóla
Austurbæjar 1956.
Hann hóf nám hjá
föður sínum í
Breiðfjörðs blikk-
smiðju og stundaði
jafnframt nám í
Iðnskólanum 1957-
1960. Árin 1962-
1963 stundaði Guð-
mundur iðn sína í
Esslingen í Þýska-
landi. Eftir heim-
komu starfaði hann í Breið-
fjörðs blikksmiðju þar sem
hann var meðeigandi frá 1969.
Guðmundur ferðaðist mikið
bæði innan- og utanlands. Hann
fórmeð konu sinni og börnum
til eyjunnar Fedje á vestur-
strönd Noregs þar sem Bertha
er fædd og uppalin.
Guðmundur var vinnusamur
og hafði alltaf eitthvað fyrir
stafni heima fyrir allt þar til
Alzheimers-sjúkdómurinn tók
völdin.
Útför Guðmundar fer fram
frá Laugarneskirkju í dag, 5.
september 2018, klukkan 13.
Guðmundur Bogi Breiðfjörð
frændi minn hefur nú kvatt þenn-
an heim. Við vorum systrasynir á
líku reki, hann aðeins eldri. Með
honum var gott að vera, hann var
skemmtilegur og drengur góður.
Flestar minningar mínar um hann
tengjast bernsku og æskuárum.
Hann bar nöfn afa sinna beggja,
Guðmundar Breiðfjörð og Boga
Benediktssonar. Á þessum árum
var mest samband með móður-
fólki okkar í jólaboðum og barna-
afmælum. Þegar Bogi afi okkar
lést árið 1947 voru barnabörn
þeirra ömmu, Elínar Sigurðar-
dóttur, tólf talsins en hefur fjölgað
síðan. Eins og gengur minnkaði
samgangur þessa fólks með árun-
um. Svo var það á árinu 2006 að
við vildum halda ættarmót og hóf-
um undirbúning þess með fundi
heima hjá Guðmundi Boga að
Laugateigi 27, æskuheimili hans,
en hann var þar orðinn húsráð-
andi. Þar skipulögðum við sam-
komu allra afkomenda afa okkar
og ömmu, ásamt mökum. Úr
þessu varð hið ágætasta ættar-
mót, sem við héldum í Skíðaskál-
anum í Hveradölum og minnt-
umst þar afa okkar og ömmu og
þeirra stóra heimilis að Öldugötu
9.
Guðmundur Bogi var blikk-
smíðameistari og rak ásamt Eiði
bróður sínum fyrirtæki föður
þeirra, Breiðfjörðsblikksmiðju, að
honum látnum. Guðmundur Bogi
var hagleiksmaður hinn mesti og
gat sér á þeim vettvangi afar gott
orðspor. Allir sem hann þekktu
töluðu um hann með hlýju og virð-
ingu.
Með þessum fáu og fátæklegu
orðum kveð ég bernskuvin minn
og frænda og votta nánustu að-
standendum hans mína dýpstu
samúð.
Blessuð sé minning Guðmund-
ar Boga Breiðfjörð.
Kjartan Sigurjónsson.
Þann 30. ágúst árið 1879 fædd-
ist lítill drengur í Hrappsey á
Breiðafirði og þann 14. júlí árið
eftir lítil stúlka að Hörgslandi á
Síðu. Þetta voru amma og afi okk-
ar Guðmundar Boga, einkar
glæsilegt par en umfram allt ynd-
islegar manneskjur.
Guðmundur Bogi bar nöfn afa
sinna beggja, var mikill uppá-
haldsfrændi og kær vinur. Hann
passaði alltaf upp á litlu frænku
og vildi allt fyrir hana gera. Það er
því margt sem nú þarf að þakka
og hans er sárt saknað.
Hann gerðist blikksmiður og
fetaði þar í fótspor afa síns og föð-
ur. Starfaði við blikksmiðju Breið-
fjörðs sem afi stofnaði, tók síðar
við rekstrinum og var þar allan
sinn starfsferil sem var honum til
mikils sóma.
Guðmundur Bogi var einstakur
maður, ljúfur, glaðlyndur og
skemmtilegur en umfram allt
ávallt reiðubúinn að rétta öðrum
hjálparhönd. Ljúf lund hans og
umhyggjusemi birtist ekki síst í
því hversu vel hann hugsaði um
foreldra sína, þau Agnar og Ólaf-
íu, á þeirra eldri árum. Þegar
Agnar féll frá studdi Guðmundur
Bogi móður sína af einstakri
elskusemi.
Stærsta hamingjan í lífi frænda
míns var hún Berta, eiginkona
hans, og börnin þeirra tvö þau
Kristjana Ólafía og Agnar Knud.
Berta er einstök manneskja með
fallegt hjartalag sem leyndi sér
ekki á þeirra ástríka heimili að
Laugateigi 27 í Reykjavík. Guð-
mundur Bogi var alinn upp í þessu
húsi og þar bjuggu þau saman alla
sína gæfuríku tíð.
En nú kveðjum við góðan
dreng og þökkum af öllu hjarta
fyrir allt, sérstaklega það þegar
hann bjargaði litlu frænku frá því
að steypast í sýrukerið í smiðjunni
forðum daga. Ég læt hér staðar
numið, þó svo að frá mörgu sé að
segja og margar fallegar minning-
ar að ylja sér við, og kveð minn
góða frænda með þakklæti og
söknuð í hjarta. Ég, synir mínir og
Guðmundur Bogi
Breiðfjörð