Morgunblaðið - 05.09.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Eitthvað vill ekki ganga upp hjá þér og
þú kynokar þér við því að leita ástæðu þess.
Innst inni veist þú svörin við þeim spurningum
sem herja á þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú ert kraftmikil/l og kemst yfir allar
hindranir sem á vegi þínum verða. Leggðu þitt
af mörkum til að bæta umhverfi þitt og fáðu
vini þína til liðs við þig.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Sannleikurinn er sagna bestur og
það skaltu hafa í huga allavega gagnvart þín-
um nánustu. Einhver leitar eftir leiðsögn þinni.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þér býðst tækifæri til að fá útrás fyrir
sköpunarhæfileika þína og skalt nýta þér það
til fulls. Leggðu hart að þér framan af degi og
taktu það svo rólega í eftirmiðdaginn.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú dugar ekkert annað en setja saman
tossalista, vinna eitt verk af öðru og strika yfir
jafnóðum. Þú ert hvorki betri né verri en þú
vilt vera og átt því að horfast í augu við sjálfan
þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er svo sem gott og blessað að telja
sig geta lesið í hug annarra. Gættu þess að
tala skýrt svo að aðrir þurfi ekki að velkjast í
vafa um meiningu þína.
23. sept. - 22. okt.
Vog Það er líklegt að einhvers konar ruglingur
komi upp í samskiptum þínum við fjölskyldu-
meðlimi í dag. Stoppaðu við, brettu upp erm-
arnar og taktu á þeim málum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur báða fæturna á jörðinni
og vilt framkvæma hlutina að vel hugsuðu
máli. Orð geta hitt í mark svo farðu þér hægt
og mundu að aðrir eiga líka rétt á sínum skoð-
unum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú átt að setjast niður og gera þér
grein fyrir því, hvað það er sem þú raunveru-
lega sækist eftir í lífinu. Vonir þínar og fram-
tíðardraumar skipta þig miklu máli.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft að horfast í augu við
vandamál liðins tíma. Sýndu stórt hjarta þitt
og siðfágun og taktu því sem að höndum ber
með kímnina að vopni.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Hlustaðu vel á þinn innri mann,
þegar þú veltir fyrir þér verkefnum dagsins. Ef
þú gerir það ekki þá fyllistu á endanum var-
anlegum starfsleiða.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Láttu ekki værðina ná svo sterkum tök-
um á þér að þú hafir ekki dug í þér til að vinna
þau verk sem þarf að vinna. Aðrir þarfnast þín
og þú ert nógu sterk/ur til að deila með þér.
Kötturinn Jósefína Meulen-gracht Dietrich malaði á
sunnudaginn: „Nú hef ég gáð til
veðurs“:
Golan strýkur gulan vanga
og gæti farið ögn að hlýna.
Upp í trýnið tungu langa
teygir skáldið Jósefína.
Unnur Guttormsdóttir svaraði
og sagði: „Þegar ég var peð þótti
mér það ógn leiðinlegt að ná
ekki með tungunni upp í nefið á
mér. Það var nl. sagt að þeir sem
það gætu væru skáld, og þar með
fékk ég staðfestingu á því að það
var ég ekki. Gott að þú getur
sleikt á þér trýnið, Jósefína
mín.“
Og það getur Jósefína svo
sannarlega:
Teygi ég í trýnið á mér tungu langa
ort því get ég eikin spanga.
Og fyrir tveim vikum eða þrem
vikum lá vel á Jósefínu:
Bústnum músum brott að vísa
er bilun sem ég aldrei skil
því góðan mat er gott að hýsa
og gaman er að vera til.
Hallmundur Guðmundsson yrk-
ir á Boðnarmiði um „raunir
bruggara krækiberjavíns“:
Mér í sinni síst er rótt
þó sé ég klár með gerið,
því ferlega þá fór í nótt;
– það frysti’ á krækiberið.
Dagbjartur Dagbjartsson finn-
ur til með honum:
Getur enginn garpurinn
gefið til að hugga
fáein ber sem frændi minn
fengi til að brugga.
Helgi Ingólfsson er kominn á
bragðið:
Drykk minn ærið ört ég vil
og ís með honum taka.
Þá er bara að búa til
berjavín með klaka.
Krummi Hrafns vill leggja gott
til:
Ef að bregst þér berjagnótt
best er þá – til vara,
leggi að taka, leggja í skjótt
lög úr rabarbara.
En ekki líst Hallmundi Guð-
mundssyni á það:
Svoddan lög að sulla með,
síst ég mundi gera.
Frekar ergja önd og geð,
edrú bara vera.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Kattartunga og
krækiberjavín
„SJÓÐURINN ER HORFINN, EN VIÐ
ERUM ENN MEÐ VOGUNARGERÐIÐ.“
„ÉG HELD EKKI AÐ ALLUR ÞESSI
NÁTTÚRULEGI MATUR SÉ AÐ GERA ÞÉR
NOKKUÐ GOTT!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera dekruð
endalaust!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HÆ,
LÍSA!
Ó, EKKI
NEITT
GÆTIRÐU GERT
EKKI NEITT MEÐ
HANDKLÆÐI Á
ÞÉR?
KONAN MÍN GLEYMIR
ALDREI NEINU!
EKKI MÍN
HELDUR!
ÞETTA ER BÖLVUN HINS
GIFTA, SEGI ÉG!
Í ALVÖRUNNI? ÉG
KANN VEL VIÐ ÞAÐ
AÐ HELGA MAN
MEIRA EN 300
UPPSKRIFTIR!
Víkverji var meðal 9.636 áhorfendaá Laugardalsvelli á laugardag
þegar íslenska kvennalandsliðið tók á
móti því þýska í undankeppni heims-
meistaramótsins, sem fram fer í
Frakklandi á næsta ári. Með sigri
hefði íslenska liðið getað tryggt sig
beint á HM eins og flestir vita, en það
var alltaf ljóst að á brattann yrði að
sækja. Íslenska liðið var líklegt í upp-
hafi leiks til að skáka Þjóðverjum og
fékk stórgott færi til að jafna mínútu
eftir að þær þýsku skoruðu. Íslenska
liðið tryggði sér í gær annað sætið í
sínum riðli með jafntefli við Tékka, en
það dugði ekki til umspils og fór þar
draumurinn um HM.
x x x
Þýska liðið hefur átt mikilli vel-gengni á fagna í áranna rás og
hefði þótt hneisa hefði það misst af
HM. Liðið skipti um þjálfara eftir
tapið gegn Íslandi úti – eina tapi liðs-
ins í riðlinum – og setti Horst Hrub-
esch í þjálfarasætið. Hrubesch gerði
garðinn frægan með Hamburger
Sportverein og þýska landsliðinu og
fékk viðurnefnið skallaskrímslið.
x x x
Þýska liðið hafði vissulega nokkrayfirburði á vellinum, en að einu
leyti höfðu Íslendingar betur. Á
þennan eina leik komu tæplega tíu
þúsund manns að sjá liðið spila og
hefðu ugglaust bæst við nokkur þús-
und hefði völlurinn tekið fleiri í sæti.
Á fjóra heimaleiki þýska liðsins í riðl-
inum komu alls 14.175 áhorfendur.
x x x
Víkverja fannst leiknum reyndarekki gert sérlega hátt undir höfði
í þýskum fjölmiðlum. Vissulega var
um hann fjallað, en hefði karlalands-
liðið átt í hlut og farmiði á HM verið í
húfi hefðu fjölmiðlar þar í landi verið
undirlagðir. Víkverji hefur notað
smáforrit þýska tímaritsins Kicker til
að fylgjast með úrslitum leikja. Þar
mátti hann skrolla ansi langt niður
áður en kom að leik Íslands og Þýska-
lands. Fyrst kom þýska deildin, svo
enska, spænska og ítalska deildin,
síðan önnur og þriðja deild í Þýska-
landi, tennis og kappakstur og þá loks
birtist leikurinn í Laugardal. Öllu
meira fór fyrir leiknum í íslenskum
miðlum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Sérhver ritning er innblásin af Guði
og nytsöm til fræðslu, umvöndunar,
leiðréttingar og menntunar í réttlæti
(Síðara Tímóteusarbréf 3.16)
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástSnickers vinnuföt í