Morgunblaðið - 05.09.2018, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2018
Sýningar hefjast í Bíó Paradís í
kvöld á heimildarmyndinni Söngur
Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórs-
dóttur. Myndin hlaut bæði áhorf-
endaverðlaun og dómnefndar-
verðlaun heimildarmynda-
hátíðarinnar Skjaldborgar á
Patreksfirði í maí sl. og fjallar um
leit hinnar söngelsku Ernu Kanemu
að söngvum frá Sambíu, heimalandi
föður síns. Erna öðlast um leið skiln-
ing á tónlistarhefð forfeðra sinna og
tekur brot af henni með sér heim til
Íslands. Erna Kanema er 18 ára og
alin upp í Reykjavík með yngri syst-
ur sinni og foreldrum, íslenskri móð-
ur og sambískum föður. Tónlistar-
áhuginn leiðir hana af stað í ferð
sem opnar augu hennar á tónlistar-
menningu og hefðum í Sambíu, þar
sem margt er talsvert ólíkt því sem
hún þekkir á Íslandi. Á sama tíma
öðlast hún sterkari sjálfsmynd og
dýpri skilning á sjálfri sér.
Frumsýning verður á myndinni í
Bíó Paradís í kvöld kl. 20.
Verðlaunamynd Söngur Kanemu hlaut tvenn verðlaun á Skjaldborg.
Söngur Kanemu í Bíó Paradís
Fyrsti formlegi fundur Sænsku aka-
demíunnar (SA) eftir sumarfrí verð-
ur á morgun, 6. september. Sem
stendur er SA enn óstarfhæf og
óljóst hvenær hægt verður að full-
manna akademíuna. Frá stofnun SA
árið 1786 hafa meðlimirnir 18 verið
skipaðir til æviloka og þurft hefur 12
atkvæði sitjandi meðlima til að taka
allar meiriháttar ákvarðanir, s.s. að
velja inn nýja meðlimi og verðlauna-
hafa. Fyrr á árinu breytti Karl XVI.
Gústaf Svíakonungur, verndari SA,
stofnsáttmála akademíunnar með
konunglegri tilskipun og í kjölfarið
ákváðu þau Lotta Lotass, Sara
Stridsberg, Klas Östergren og
Kerstin Ekman að hætta formlega.
Kjell Espmark, Peter Englund,
Sara Danius og Katarina Frosten-
son hafa frá aprílmánuði ekki tekið
þátt í störfum SA en halda enn sæt-
um sínum. Fyrr í sumar hafði SvD
eftir Per Wästberg að þau Espmark,
Englund og Danius hefðu frest til 1.
september til að upplýsa hvort þau
hygðust yfirgefa SA og eftirláta öðr-
um sæti sín. Þremenningarnir höfðu
sett það sem skilyrði fyrir þátttöku
sinni að Horace Engdahl myndi
víkja, en þá brást Kristina Lugn
ókvæða við og hótaði að hætta ef
Engdahl hætti.
Réttarhöldin senn að hefjast
Seint í síðustu viku hafði SVT
Nyheter eftir Espmark að þremenn-
ingarnir myndu taka þátt í atkvæða-
greiðslum um val á nýjum með-
limum. „Við höfðum sett það sem
skilyrði að Horace myndi víkja, en
við setjum hagsmuni SA ofar en
okkar eigin,“ sagði Espmark. Carl-
Henrik Heldin, talsmaður Nóbels-
stofnunarinnar, og Anders Olsson,
starfandi ritari SA, fögnuðu þessum
tíðindum og sögðu þetta fyrsta
skrefið í enduruppbyggingu SA.
Adam var hins vegar ekki lengi í
Paradís, því daginn eftir þvertóku
bæði Danius og Englund fyrir að
þau myndi snúa aftur til starfa hjá
SA. „ENGIN ÁFORM UM AÐ
SNÚA AFTUR,“ skrifaði Sara Dan-
ius með hástöfum í færslu á Face-
book-síðu sinni og bætti við: „Í gær
birtu sænskir fjölmiðlar fréttir þess
efnis að ég hefði ákveðið að snúa aft-
ur til starfa hjá SA. Þetta eru rangar
upplýsingar. Ég áforma ekkert slíkt
á núverandi tímapunkti,“ skrifaði
Danius og hvatti fólk til að deila
færslunni. Í viðtali við SVT Nyheter
í maí ítrekaði Danius að 12 atkvæði
þyrfti til að velja inn nýja meðlimi.
„Fáist það ekki er akademían sjálf-
dauð, enginn vill það.“
„Á núverandi tímapunkti er ekki
inni í myndinni að ég snúi aftur til
starfa og ég mun ekki taka þátt í
neinum fundum. Ég vil samt gjarn-
an taka virkan og uppbyggilegan
þátt í því að endurreisa þessa stofn-
un. Í því felst að ég gæti MÖGU-
LEGA tekið þátt í væntanlegum at-
kvæðagreiðslum um nýja meðlimi,“
skrifar Englund á Instagram. Í sam-
eiginlegri tilkynningu sem þremenn-
ingarnir sendu sænsku fréttaveit-
unni TT stendur: „Því hefur verið
slegið upp í sænskum fjölmiðlum að
við þrjú myndum snúa eftir til starfa
hjá SA. Það er rangt. Við munum
mögulega – mögulega – taka þátt í
mikilvægum atkvæðagreiðslum.“
Ófremdarástandið sem nú ríkir
innan SA er afleiðing af því að síð-
asta vetur var Jean-Claude Arnault
sakaður um kynferðislegt ofbeldi og
óeðlileg fjárhagsleg tengsl við SA
gegnum eiginkonu sína, Frostenson,
og vin, Engdahl sem var ritari SA
1999-2009. Í júní var Arnault ákærð-
ur fyrir tvær nauðganir á sömu kon-
unni árið 2011. Réttarhöldin yfir
honum hefjast í Stokkhólmi 19. sept-
ember. silja@mbl.is
AFP
Staðföst Sara Danius þegar hún
lét af störfum sem ritari SA í vor.
„Engin áform um
að snúa aftur“
Fyrsti formlegi fundur Sænsku aka-
demíunnar eftir sumarfrí er á morgun
Nýjar hendur - Innan
seilingar
Bíó Paradís 18.00
Adrift 12
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 56/100
IMDb 6,7/10
Bíó Paradís 22.20
Kvíðakast
Bíó Paradís 20.00, 22.00,
22.20
Svanurinn 12
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 22.00
Whitney
Bíó Paradís 17.40, 20.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
Bíó Paradís 18.00
Lof mér að falla 16
Þegar 15 ára Magnea kynn-
ist 18 ára Stellu breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Smárabíó 19.40
KIN 12
Sambíóin Álfabakka 17.15,
17.30, 19.30, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.20,
19.40, 22.00
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.30
Alpha 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 14.50, 17.20,
19.05, 21.40, 22.40
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 22.00
Crazy Rich Asians
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 20.00
The Happytime
Murders 16
Laugarásbíó 20.00, 22.00
Smárabíó 20.00, 22.00
Mile 22 16
Laugarásbíó 22.15
Smárabíó 22.10
Háskólabíó 20.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.30
Slender Man 16
Smárabíó 19.50, 22.00
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.40
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Háskólabíó 18.10
Bíó Paradís 22.00
Össi Össi er mjög heppinn hund-
ur. Hann býr hjá góðri fjöl-
skyldu sem elskar hann af-
skaplega mikið og lifið er
gott. En einn góðan veð-
urdag fer fjölskyldan í ferða-
lag og skilur Össa eftir í
pössun.
Laugarásbíó 18.00
Smárabíó 15.00, 17.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
Christopher Robin Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.15
Úlfhundurinn Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 17.30
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 14.50
Draumur Smárabíó 15.30
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
The Meg 12
Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lærir
um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk
sjálf.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.30, 19.50
Smárabíó 16.30, 17.10, 19.30
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við
tímann eftir að verkefni misheppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.30, 21.45
Sambíóin Egilshöll 18.00,
21.00
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio