Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018FRÉTTIR
Mesta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
N1
-7,94%
116
ICEAIR
+11,38%
8,22
S&P 500 NASDAQ
+0,45%
7.938,217
+0,67%
2.891,03
+0,49%
7.313,36
FTSE 100 NIKKEI 225
13.3.‘18 13.3.‘1812.9.‘18 12-9.‘18
1.800
802.400
2.103,15
2.029,97
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
79,61
+1,33%
22.604,61
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
64,64
60
Ráðgjafafyrirtækið Capacent stóð
fyrir ráðstefnu um stafræn umskipti
í vikunni og birti skýrslu þess efnis í
samvinnu við Microsoft á Íslandi.
Þar er lagt mat á hversu vel íslensk
fyrirtæki eru búin undir hin staf-
rænu umskipti. Byggir hún á við-
tölum við stjórnendur 20 af stærstu
fyrirtækjum landsins en vísbend-
ingar eru um að Ísland sé aðeins á
eftir þróuninni í Skandinavíu. Ís-
lensk fyrirtæki eru mislangt á veg
komin í stafrænum umskiptum en í
skýrslunni kemur fram að helmingur
fyrirtækjanna sé annað hvort á byrj-
unarreit eða skammt á veg komin.
Hinn helmingurinn er kominn eitt-
hvað áleiðis eða langt kominn.
Enginn í óskastöðu
„Fyrirtæki á Íslandi eru of
skammt á veg komin í stafrænum
umskiptum að því leytinu til að auð-
vitað myndum við vilja sjá fyrirtæki
almennt vera lengra komin. En ef við
horfum raunsætt á hlutina og á sam-
bærilegar úttektir annars staðar á
Norðurlöndum erum við á mjög svip-
uðu róli en þó kannski aðeins á eftir
þróuninni þar á sumum sviðum.
Flest fyrirtæki eru komin eitthvað
áleiðis. Einhver fyrirtæki eru komin
skammt á veg og ekkert af þeim er í
óskastöðu þar sem stafrænar
áherslur eru leiðarljósið í allri
stefnumörkun og þvert á rekstur-
inn,“ segir Steingrímur Sig-
urgeirsson, sérfræðingur hjá Capa-
cent og einn þeirra sem tóku
skýrsluna saman. Spurður hvort það
sé áhyggjuefni að helmingur þeirra
fyrirtækja sem tóku þátt í könn-
uninni séu á byrjunarreit eða
skammt á veg komin segir Stein-
grímur svo ekki vera.
Breytt hegðunarmynstur
„Ekki ef þessi fyrirtæki eru komin
í vegferðina en ef þau væru föst væri
þetta áhyggjuefni. En nær öll þessi
fyrirtæki eru komin af stað í breyt-
ingaferli. Einnig þeir sem eru á byrj-
unarreit. Í því felst að byrja að hugsa
viðskiptalíkön út frá öðrum
áherslum,“ segir Steingrímur.
„En það er mikilvægt að hafa hug-
fast að þetta er ekki aðeins tæknilegt
mál og snýst ekki bara um að setja
einhverja starfsemi á netið. Þetta
snýst miklu frekar um að koma til
móts við breytt hegðunarmynstur
neytenda,“ segir Steingrímur. Mörg
fyrirtæki hafa hins vegar breiðan
viðskiptavinahóp og það þarf að
koma til móts við þær þarfir.
„Hluta viðskiptavinahópsins þarf
að þjónusta með hefðbundnara sniði.
Þú nærð til hans markaðslega með
hefðbundnari aðferðum og hann vill
versla á hefðbundnari hátt. Hvort
sem það er að fara í bankaútibú eða í
verslun. Hins vegar er nýr og sívax-
andi viðskiptavinahópur til staðar
sem er meira til marks um það sem
verður í framtíðinni og vill hafa að-
gang að þjónustunni hvenær sem er
og hvar sem er. Það þarf að sinna
báðum þessum hópum en þetta eyk-
ur auðvitað flækjustigið,“ segir
Steingrímur.
Steingrímur segir að landamæri
séu óðum að hverfa í rekstri og að
vörur og þjónusta séu fáanlegar
þvert á landamæri. Undir þetta
þurfa íslensk fyrirtæki að vera búin
en í þessu felast einnig mikil tæki-
færi. „Það er að verða röskun á
mörgum mörkuðum þar sem aðilar
sem áður voru ekki samkeppnisað-
ilar eru orðnir það og koma skyndi-
lega inn með allt aðra nálgun. Þetta
er eitthvað sem hefðbundnari aðilar
á markaði þurfa að búa sig undir. Ís-
lensk fyrirtæki geta alltaf gert bet-
ur.“
Íslensk fyrirtæki
geta gert betur
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Breytt hegðunarmynstur
neytenda og landamæri á
hverfanda hveli gera staf-
ræn umskipti íslenskra
fyrirtækja nauðsynleg. Sú
þróun er aðeins lengra
komin í Skandinavíu.
Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, var fundarstjóri á
ráðstefnunni sem fjallaði um stafræn umskipti íslenskra fyrirtækja.
GREIÐSLUMIÐLUN
Kortafyrirtækið Valitor áformar að
sameina þrjú dótturfélög sín í Dan-
mörku og Bretlandi undir nafni Val-
itors um áramótin næstu.
Viðar Þorkels-
son, forstjóri Val-
itors, segir for-
söguna þá, í
samtali við Við-
skiptaMoggann,
að Valitor hafi
keypt tvö fyrir-
tæki í fyrra og
eitt í lok árs 2014
í umhverfi
gjaldeyrishafta. „Við þurftum því að
stofna fleiri félög en við annars hefð-
um viljað. Núna stefnum við að því
að einfalda og straumlínulaga rekst-
urinn hjá okkur, fækka félögunum
og sameina inn í færri félög,“ segir
Viðar.
Félögin eru Altapay í Danmörku
og Chip & Pin og IPS í Bretlandi.
Aðspurður segir Viðar að félögin
séu í svipaðri starfsemi og Valitor
hér á landi. „Þetta eru allt fyrirtæki
sem sinna kaupmönnum, eins og við
höfum lengi gert hér á landi. Í Bret-
landi erum við samtals með um níu
þúsund kaupmenn í viðskiptum, en
hjá Altapay reynum við að nálgast
stærri smásölufyrirtæki í Evrópu,
fyrirtæki sem eru með starfsemi í
fleiri en einu landi.“
Til samanburðar eru við-
skiptavinir Valitor á Íslandi 4-5.000
talsins að sögn Viðars.
Bæta við sig 400
viðskiptavinum á mánuði
Spurður um gengi erlendu félag-
anna segir Viðar að góður vöxtur sé í
rekstrinum. „Við höfum verið að
bæta við okkur um 400 við-
skiptavinum á mánuði.“
Viðar segir að hátt í 200 starfs-
menn vinni hjá félögunum bæði í
Danmörku og í Bretlandi.
Velta samstæðu Valitor var um 20
milljarðar 2017 að sögn Viðars, þar
af var 70% hluti erlendur.
Sameina dótturfélög
undir merki Valitors
Viðar
Þorkelsson
FJÁRMÁLAMARKAÐUR
Engin inngrip voru hjá Seðlabanka
Íslands í gær á gjaldeyrismarkaði,
að sögn Stefáns Jóhanns Stefáns-
sonar, upplýsingafulltrúa bankans.
Bankinn greip inn í lækkun krón-
unnar sl. þriðjudag í kjölfar þess að
gjaldmiðillinn hafði lækkað talsvert
þann dag og dagana á undan. Gengi
krónunnar stóð að mestu í stað í
gær.
Jón Bjarki Bentsson hagfræð-
ingur hjá Íslandsbanka segir að inn-
grip bankans á þriðjudaginn hafi
verið þau fyrstu hjá bankanum í 10
mánuði, eða síðan í nóvember á síð-
asta ári. „Það er komið á þriðja ár
síðan Seðlabankinn hætti reglu-
legum inngripum og gaf út þá stefnu
að eftirleiðis yrði gripið inní mark-
aðinn fyrst og fremst til að draga úr
skammtímasveiflum,“ segir Jón
Bjarki í samtali við ViðskiptaMogg-
ann.
Draga úr skammtímasveiflum
Hann segir að inngrip bankans
hafi á sínum tíma fyrst og fremst
snúist um kaup á gjaldeyri. Bankinn
hafi verið að efla gjaldeyrisforðann.
„Þá þjónuðu kaupin tvíþættum til-
gangi, að draga úr skammtíma-
sveiflum og bæta í gjaldeyrisforð-
ann. Svo kom að því að forðinn var
orðinn mjög myndarlegur, og þá var
dregið úr þessum kaupum. Eftir að
gjaldeyrishöftunum var aflétt að
mestu í fyrravor þá komu þeir
nokkrum sinnum inn á markaðinn
aftur til að stemma stigu við hraðri
veikingu krónu, en svo færðist meiri
ró yfir gjaldeyrismarkaðinn. Síðan
þá hafa þeir nær alfarið haldið sig til
hlés, fyrir utan þessa innkomu í nóv-
ember og svo aftur núna.“
Spurður um áhrif af fregnum af
erfiðri stöðu WOW air undanfarna
daga, segir Jón Bjarki að þær komi
ofan í viðkvæman markað, en séu
ekki orsök hreyfinganna sem urðu á
gjaldeyrismarkaði. „Þær eru viðbót-
arpúsl í það spil.“ tobj@mbl.is
Seðlabankinn greip ekki inn í á ný
Morgunblaðið/Ómar
Jón segir jafnvægisgengi krónunnar
um 120-130 kr. fyrir hverja evru.
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is