Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. MAÍ 2001 9 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Grunar Þór að næsta vaxtarsvið sjávarútvegsins gæti einmitt verið al- þjóðleg ráðgjöf. „Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að ráðgjaf- arþjónusta verði sú hlið fiskeldisins sem muni vaxa hraðast á komandi ár- um. Ísland hefur alla burði til að gera það sama og höfum við til þessa sinnt því lítið að bjóða erlendum aðilum upp á beina ráðgjöf s.s. um full- vinnslu sjávarafurða. Á þessu sviði erum við alveg á byrjunarreit og stór tækifæri sem bíða okkar.“ út vegsins Morgunblaðið/RAX „Við heyrum frá Noregi að þar er búist við að ráðgjafarþjón- usta verði sú hlið fiskeldisins sem muni vaxa hraðast á komandi árum. Ísland hefur alla burði til að gera það sama,“ segir Þór Sigfússon. Þór og samstarfsfólk hans hjá Sjávarklasanum hafa mótað ákveðnar hugmyndir um hvernig þróa mætti Grandann sem svæði þar sem saman fara íbúðabyggð, fyrirtækjarekstur og nýsköpun. Uppgangurinn á svæðinu hefur gert marga áhugasama um skipu- lag Grandans og hafa m.a. verið kynntar hugmyndir að þéttri íbúða- byggð á landfyllingu á norðvest- urhlutanum. Að mati Þórs þarf að gæta þess að hafa byggðina blandaða og ekki úr vegi að gera tilraunir með nýja hugsun í skipulagsmálum. „Til að byggja Grandann upp sem nýsköp- unarsvæði þyrfti t.d. að bjóða upp á húsnæði sem hentar minni fyrir- tækjum og frumkvöðlum, frekar en að leggja ofuráherslu á hefðbundið skrifstofuhúsnæði. Sprotarnir þurfa að eiga möguleika á að taka þátt í þessu samfélagi sem þarna verður til og þeim hentar ekki að þurfa að taka á leigu 100 fermetra eða jafn- vel bara 50 fermetra skrifstofu með öllu tilheyrandi, en dugar kannski best að fá bara eitt skrifborð.“ Einnig er brýnt að Reykjavíkur- höfn verði áfram fyrst og fremst atvinnusvæði og hefur Þór áhyggj- ur af að íbúðabyggð geti farið að þrengja að sjávarútvegstengdum rekstri. „Við þekkjum þess mörg dæmi utan úr heimi hvernig íbúða- byggð hefur smám saman eyðilagt hafnarsvæði, því eftir því sem íbúð- arhúsnæðið færist nær fer það að gerast oftar að einhver fer að kvarta yfir ónæði, eða lykt af skipamálningu í stofunni sinni og endar með að fyrirtækin eru látin fara.“ Myndi Þór líka vilja sjá gott framboð á Grandanum af smáu íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði. „Því miður hefur uppbygg- ingin hér sem annars staðar í Reykjavík einkennst af byggingu stórra lúxusíbúða en hyggilegra væri að láta rísa á Grandanum n.k. deilibyggingar þar sem íbúðar- húsnæði, skrifstofuhúsnæði, versl- un og þjónusta væru í sama húsinu eða í miklu návígi.“ Höfnin þarf að vera áfram atvinnusvæði Að mati Þórs er mikilvægt að íbúðir séu ekki alveg ofan í hafnarstarfseminni því það gæti valdið núningi. Eru þá fyrirtækin iðulega látin víkja. Teikningar / ASK arkitektar Teikning úr væntanlegri skýrslu sem sýnir hugmynd að uppbyggingu nálægt Sjávarklasanum (t.h.). Þór vill sjá góða blöndun íbúða- og atvinnuhúsnæðis. En svo virðist sem fjármögnunar- umhverfið sé gloppótt og þegar stuðningur tækniþróunarsjóðs klár- ast og orðið tímabært að skala upp reksturinn og setja meira púður í vöruþróun, markaðssetningu og framleiðslu, þá sé um fáa valkosti að ræða. „Fyrirtæki á sviðum eins og líftækni geta átt erfitt með að vaxa af þessum sökum, enda eru þau ekki bara að leita að aðilum sem komið geta með fjármagn inn í reksturinn heldur búa líka að sérþekkingu og öflugu tengslaneti á þessu tiltekna sviði.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Á göngum Sjávar- klasans. Fylla þarf í göt í fjármögnunar- umhverfinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.