Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 3
jafnrettisvisir.is Við óskum Landsbankanum til hamingju með að hafa bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að Jafnréttisvísi Capacent Fyrirtæki sem eiga aðild að Jafnréttisvísi hafa sett sér skýr mælanleg markmið til þriggja ára um ábyrgð í jafnréttismálum. „Í Landsbankanum, sem og í samfélaginu öllu, hefur orðið mikil vitundarvakning í jafnréttismálum. Með samstarfinu við Capacent og beitingu Jafnréttisvísins fáum við aðstoð við að greina stöðuna ítarlega, móta skýr markmið og vera almennt meðvitaðri í öllum samskiptum í þeim tilgangi að byggja upp gott starfsumhverfi og jákvæða og uppbyggilega fyrirtækjamenningu.“ Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans „Verkefnið hefur ýtt við fólki og vakið það til umhugsunar um hluti þar sem ákveðin meðvirkni var við lýði. Við erum ekki komin á neina endastöð en ferlið hefur fengið marga til að hugsa betur um framkomu á vinnustaðnum. Þessi vinna hefur þegar haft heilmikil áhrif á aðferðafræði við ráðningar og framgang fólks innan félagsins.“ Sigurður Viðarsson, forstjóri TM „Heildstæð úttekt á stöðu jafnréttismála í Landsvirkjun, ekki aðeins á mælanlegum þáttum eins og kynjahlutfalli og launum, heldur einnig á menningu, samskiptum og vinnuumhverfi. Samstarfið við Capacent hefur hjálpað okkur að greina stöðuna og virkja allt okkar starfsfólk á þessari mikilvægu vegferð.“ Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.