Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 16
Veitur eru ungt fyrirtæki, stofnað í núverandi mynd árið 2014, en byggir á gömlum grunni
og stendur nú á tímamótum: Ný stefna hefur verið samþykkt og Veitur ætla að vera til
fyrirmyndar þegar kemur að nýsköpun og tækniþróun.
Veitur sinna mikilvægri
þjónustu í almannaþágu en
veiturnar eru undirstaða
samfélaga; án þeirra væru ekki
borgir, bæir eða þorp.
„Nú stendur þetta unga, en þó
reynslumikla, fyrirtæki á
tímamótum,“ segir Inga Dóra
Hrólfsdóttir, framkvæmda-
stjóri Veitna. „Ný stefna hefur
verið samþykkt þar sem horft
er til langrar framtíðar og
þeirra öru tæknibreytinga sem
nú eiga sér stað. Við ætlum að
vera til fyrirmyndar þegar
kemur að nýsköpun og tækni-
þróun í rekstri veitukerfanna,
vinnulagi og þjónustu við
viðskiptavinina.“
Gott að vinna hjá Veitum
Hjá Veitum vinna um 200 starfsmenn. „Hér er samhent
liðsheild með skýra sýn, markmið og umboð til
framþróunar,” segir Inga Dóra. „Við leggjum áherslu á
að tryggja að til staðar sé þekking sem styður við
nauðsynlega nýsköpun í rekstri veitukerfa. Hér er hlúð
að hugviti og snjöllum lausnum og mikið púður sett í
starfsþróun. Það er gott að vinna hjá Veitum; vel er búið
að starfsfólki og starfsánægja er mikil. Þegar ég heyri
skellihlátur berast úr fundarherbergjum veit ég að við
erum á góðri leið.”
Veitur búa
sig undir
snjalla
framtíð
Inga Dóra Hrólfsdóttir
veitur.is/framtidin
Í nýrri stefnu Veitna eru
metnaðarfull markmið.
Áherslan er á trygga afhend-
ingu rafmagns, gnægð af
heitu vatni, hreinar strend-
ur, hreint vatn og ánægða
viðskiptavini. Stefnt er að
sjálfbærni í rekstri og fram-
kvæmdum og fullnýtingu
orkustrauma.
„Til þess að geta staðið við
þessa metnaðarfullu fram-
tíðarsýn þurfum við að hugsa
út fyrir boxið, nýta okkur
tækniþróun og nýsköpun og
byggja upp snjöll veitukerfi
með öryggi, umhverfissjónar-
mið og langtímaþarfir
viðskiptavina og samfélagsins
alls að leiðarljósi. Við ætlum að
vera leiðandi í orkuskiptum og
hámarka nýtingu kerfanna.”
„Ef lagnirnar væru
lagðar saman næðu
þær frá Íslandi til
Sjanghæ“
Veitur eru með starfsemi víða á
suðvesturhorni landsins, allt
frá Grundarfirði að Hvolsvelli.
Þannig þjónar fyrirtækið hátt í
75% landsmanna á einn eða
annan hátt. Hátt í þúsund
fasteignir tilheyra rekstrinum
og væru lagnir þess lagðar
saman næðu þær frá Íslandi til
Sjanghæ. Veitur hafa einnig
umsjón með mikilvægum
auðlindum, eins og vatns-
bólunum í Heiðmörk og lág-
hitasvæðunum í Reykjavík og
Mosfellsdal, svo eitthvað sé
nefnt. Góð umgengni við
auðlindirnar og umhverfis-
vernd skiptir því höfuðmáli í
starfseminni.
Öflugt þróunarstarf
„Við erum framsækið
þekkingarfyrirtæki. Þrátt fyrir
að almenningur verði mest var
við framkvæmdir okkar við
veitukerfin; uppgröftinn og
afhendingu rafmagns, heits og
kalds vatns og fráveituna, þá
er mikið þróunarstarf í gangi,
oft i samvinnu við utanað-
komandi aðila. Sem dæmi má
nefna djúpdæluverkefni í
hitaveitunni sem er nýjung á
heimsvísu, mikla gagnasöfnun
á vatnstökusvæðum sem nýta
á til að auka þekkingu okkar á
grunnvatnsstraumum, nýting
myndgreiningartækni við
rannsóknir á örplasti í
drykkjarvatni og verið er að
vinna fyrir okkur nýtt líkan til
að herma olíuslys. Þetta er
aðeins lítill hluti þess sem
verið er að vinna að innan
fyrirtækisins en nú ætlum við
að gefa í, ganga skrefinu lengra
og taka fullan þátt í mótun
framtíðarinnar.“