Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 23FÓLK
Borgartúni 22 og Skútuvogi 2, Reykjavík • Dalshrauni 11, Hafnarfirði • Hafnargötu 54, Reykjanesbæ • Gleráreyrum 2, Akureyri
Sími 588 8000 • Opið 8.00–18.00 alla virka daga og 10.00–14.00 laugardaga • slippfelagid.is
DÖGG
„Dögg – Hinn fullkomni hlýi grái litur í
alrýmið. Hentar vel fyrir björt og opin
rými og er mjög kósý í svefnherbergi.
Þó svo að hann sé hlýr þá er samt
þessi fallegi reykur í honum. Hann
faðmar mann auðveldlega og
jarðtengir rýmið. Fallegur með öllum
hlutlausum litum og muskuðum
dökkum litum.
– Sara Dögg Guðjónsdóttir,
innanhúshönnuður.
GÆÐIN
Ein af ástæðum þess að íslenskir
hönnuðir velja Slippfélagið.
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
Uppselt var á fyrsta
Shopify-viðburð á Íslandi,
sem fram fór í Gamla bíói á dög-
unum. Viðburðurinn var skipu-
lagður af Vínberi, ráðgjafafyrir-
tæki fyrir vefverslanir. Eins og
segir Facebook-síðu Vínbers þá
eru viðburðir sem þessir haldnir
víða um heim og eru vettvangur
fyrir verslunareigendur, sér-
fræðinga og áhugasama til að
hittast, læra og tengjast.
Uppselt á fyrsta
Shopify-viðburð-
inn á Íslandi
Rósa Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri
Vínbers, í pontu.
Valur Þór Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Taktikal,
í hrókasamræðum.
Anna Kristín Magnús-
dóttir hjá Kjólar &
konfekt ræðir málin.
Anna Lea Friðriksdóttir og
Dögg Hjaltalín hjá Sölku.
Fiona Higgins frá
Shopify hélt erindi.
Morgunblaðið/Hari
FUNDUR
Íslenska auglýsingastofan Guðlaugur Aðalsteinsson hef-
ur verið ráðinn til þess að leiða sköpunarvinnu stofunnar og
tekur hann við starfi hönnunarstjóra (e. creative director).
Guðlaugur er 37 ára og með áralanga reynslu úr auglýs-
ingageiranum. Hann útskrifaðist árið 2005 með BA-gráðu í
markaðsfræðum frá Bournemouth-háskóla í Bretlandi. Á ár-
unum 2004-2009 var hann hugmyndasmiður, viðskiptastjóri og birtingastjóri
hjá Himinn & Haf og hjá TBWA/Reykjavík. Þá var hann hönnunarstjóri og
markaðsráðgjafi hjá Vatikaninu auglýsingastofu á árunum 2009-2012. Síð-
astliðin sex ár hefur hann gegnt starfi hugmyndasmiðs og viðskiptastjóra
hjá auglýsingastofunni Brandenburg.
Tekur við stöðu hönnunarstjóra
Origo Margrét
Jóna Gísladóttir
hefur verið ráðin
sérfræðingur við
mannauðs- og
launakerfið Kjarna
hjá upplýsingatæknifyrirtækinu
Origo. Áður en Margrét Jóna kom
til starfa hjá fyrirtækinu starfaði
hún í nærri tvo áratugi sem sér-
fræðingur við launakerfið H3 hjá
Advania og Tölvumiðlun.
Kjarni er heildstæð mannauðs-
og launalausn sem tekur til allra
málefna er snúa að starfsfólki, allt
frá ráðningarsamningi til út-
greiðslu launa. Með kerfinu er
hægt að vega og meta störf og
taka út skýrslur með jafn-
launagreiningu.
Nýr sérfræðingur