Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 ✝ Gunnar MárJóhannsson fæddist í Reykja- vík 5. október 1958. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 14. september 2018. Foreldrar hans voru Ingibjörg Ingigerður Helga- dóttir, f. 27.5. 1919, d. 31.7. 2006, og Jóhann Stefán Guðmundsson, f. 26.1. 1921, d. 31.7. 2000. Gunnar átti þrjár systur, þær Vilborgu, f. 14.5. 1945, maki Guðmundur Sigurðsson, Þorgerði, f. 20.8. 1948, og Herdísi, f. 31.1. 1955, maki Einar M. Nikulásson. Gunnar kvæntist 5. septem- ber 1982 Helgu J. Steindórs- dóttur, f. 12.1. 1959. Foreldrar 1987, sonur hennar er Aron Óli, f. 2008. Gunnar var fæddur og uppalinn í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Hann lauk grunnskólagöngu sinni 14 ára og þaðan lá leið hans í Ármúla- skóla þar sem hann kynntist eiginkonu sinni, Helgu J. Stein- dórsdóttur. Gunnar byrjaði að vinna sem sendill hjá Þjóðviljanum 14 ára gamall. 15 ára fór hann í bygg- ingarvinnu við sumarbústaða- byggð í Borgarfirði. Þegar hann kom í bæinn var hann að vinna hjá Hafskipi og Pósti og síma. Sumarið 1979 fékk hann vinnu við sumarafleysingar hjá Strætó og fastráðningu um haustið þar sem hann vann til dauðadags. Meðfram vinnu sinni hjá Strætó vann hann hjá Vöku. Þau Gunnar Már og Helga hófu búskap sinn í Reykjavík þar sem þau bjuggu til ársins 2011 er þau fluttu í Kópavog. Útför Gunnars verður gerð frá Seljakirkju í dag, 25. september 2018, og hefst at- höfnin klukkan 13. hennar voru Stein- dór Úlfarsson, f. 15.10. 1929, d. 8.1. 2009, og Sigríður Jóna Jónsdóttir, f. 27.7. 1928, d. 1.5. 2017, systkini hennar eru Odd- fríður, f. 28.10. 1951, maki Þór- arinn Jón Magn- ússon, og Úlfar, f. 3.7. 1956, maki Jóna Ósk Pétursdóttir. Gunnar og Helga eignuðust tvö börn, þau eru: 1) Sigríður Jóna, f. 16.10. 1979, sambýlis- maður Þorsteinn Emilsson, f. 1978, dóttir hans er Sigríður Björg, f. 2004, og saman eiga þau Sóldísi Ebbu, f. 2012, og Gunnar Örn, f. 2016. 2) Óskar Ingi, f. 3.8. 1986, sambýliskona Thelma Ósk Ólafsdóttir, f. 5. október 1958 fæddist lítill púki sem síðar varð faðir minn og besti vinur. Hláturinn og brosið blíða ein- kenndu hann fram á hans hinsta dag þar sem við gerðum grín að lækninum sem færði honum frétt- irnar að lítið væri eftir og grenj- uðum úr hlátri í síðasta sinn. Svarti húmorinn sem fór misvel í fólk og ég fékk í arf mun lifa og verða partur af minningu hans. Vinnusemi og gjafmildi ein- kenndu allt hans líf ásamt því að vera annálaður barnakall, hann mátti ekkert aumt sjá og ef börn áttu bágt átti hann bágt. Þegar ég var lítil brölluðum við margt sam- an en upp úr standa saumaklúbba- kvöldin hjá mömmu en þá stál- umst við pabbi í snyrtidótið hennar og máluðum hvort annað með misgóðum árangri. Á unglingsárunum áttum við ófá samtöl um allt milli himins og jarðar, mér er þó minnisstæðast þegar hann sagði alltaf við mig að gleyma aldrei hvernig það var að vera ungur því hann þoldi ekki þegar ungmenni voru gagnrýnd fyrir hluti sem fullorðna fólkið hefði sjálft orðið uppvíst að á sín- um yngri árum, hann kenndi mér líka mikilvægi þess að hlusta og hafa þessi orð fylgt mér í gegnum lífið og hjálpað mér í lífi og starfi. Ungmennið ég var ekki mikið fyr- ir að taka til í herberginu mínu eða bílnum og hafði ekki miklar áhyggjur af skít eða drasli enda hafði pabbi oft á orði að ég hlyti að stoppa við ruslatunnur bæjarins og tæma þær í bílinn hjá mér, þeg- ar ég svo flutti að heiman var hann alltaf jafn hissa á því að heimili mitt var hreint og snyrtilegt. Hann átti einkar auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar í alvar- legum aðstæðum, þannig náði hann að létta andrúmsloftið og ná fram brosum á andlit viðstaddra, enda kom ekkert annað til greina en að hann yrði viðstaddur fæð- ingu frumburðarins, sem hann gerði með glöðu geði. Gunnar Örn, litli afadrengurinn, átti einnig hug hans og hjarta, hann var pínu ponsa og oft veikur sem pabba þótti afar erfitt, hann hreinlega fann til með honum og kipptist til ef nafni hans pípti, það voru ófáir tímarnir sem hann passaði litla manninn þrátt fyrir eigin veikindi og orkuleysi, það var alltaf kreist út orka fyrir litla pjakk. Pabbi var „reddari“ og ég minnist þess ekki að hann hafi ein- hvern tímann sagt að eitthvað væri ekki hægt, hann gekk í málin og „reddaði“ því sem þurfti. Ófáa bíla gerði hann við fyrir mig svo ég tali ekki um hversu oft hann skipti um ljósaperu, smurði ofan í mig nesti fram á fullorðinsár, þreif veggi, náði í mig á djammið og skutlaðist með mig þangað sem ég þurfti að fara. Pabbi mun alltaf vera maðurinn í lífi mínu, lærifaðir og gleðigjafi. Hetja er fallin, höndin sár, höfuðið klofið að strjúpa. Gróa þar síðan baldursbrár, berjalyng kroppar rjúpa. Valkyrjur sækja vígamenn, völlurinn ataður blóði. Einherja mun þig Óðinn senn útnefna, vinurinn góði. Hafinn á loft og traust er tak, tekinn án nokkurra refja. Bergmálar víða vopnaskak, við megum alls ekki tefja. Sannað sig núna hefur hann, hetja og örlagavaldur. Kveðjum við þennan mæta mann, maðurinn sá heitir Gunnar. (Snæbjörn Ragnarsson) Minningin um mætan mann mun lifa í hug og hjarta um ókomna tíð. Pabbi, ég elska þig. Sigríður Jóna Gunnarsdóttir. Afi var maðurinn sem alltaf var hægt að treysta á að ætti ís, nammi og fleira góðgæti í skúffum og skápum þar sem hann var sami nammigrísinn og við. Hann var alltaf tilbúinn að leika og fíflast með okkur. Hann fór með okkur að gefa öndunum brauð, á róló og hvað sem það var sem við vildum gera. Hann var líka alltaf til í spjall og sprell og voru ófá skiptin sem hann fékk okkur með sér í að hrekkja ömmu. Síðast þegar við yngstu hittum afa keyrði hann okkur um alla íbúð á flottu göngu- grindinni sinni við mikla gleði okk- ar allra. Afi var maðurinn sem við gátum öll treyst á, við gátum spjallað, sprellað og haft gaman. Við eigum eftir að sakna afa en við munum varðveita minningu hans í hjörtum okkar. Við elskum þig, afi, upp í geim og aftur heim. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sigríður Björg, Aron Óli, Sóldís Ebba og Gunnar Örn. Gunnar Már Jóhannsson hefði átt að vera að fagna sextugsaf- mæli sínu í næstu viku. Hafði hann hugleitt að bregða sér í stutta utanlandsferð með henni Helgu sinni af því tilefni. Þess í stað er hann farinn í sína hinstu ferð og kveðjum við þennan in- dæla og trausta samferðamann með miklum söknuði. Hann var kallaður burtu alltof snemma. Samband Helgu og Gunna hófst á unglingsárum og byrjuðu þau snemma að búa. Það var unun að fylgjast með því hve samhent þau voru í öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur og heimili þeirra endurspeglaði þá natni sem þau hafa lagt í allt. Þau nutu þess að ferðast jafnt innanlands og utan. Þær ferðir sem við hjónin fórum með þeim Helgu og Gunna verða okkur afar minnisstæðar. Hvort sem um var að ræða jólahlaðborð í Kaup- mannahöfn eða að ferðast um okk- ar ágæta heimaland. Eitt sumarið gáfum við okkur góðan tíma til að ferðast um Austfirði og síðar þræddum við Vestfirði og kom sér þá vel hve Gunni var öruggur og traustur bílstjóri. Einnig var hann vel að sér um hvern krók og kima, átti það jafnt við hvort sem um var að ræða fjöll eða firði eða að finna kaffihús á fá- förnum stöðum. Þægilegri ferða- félaga en þau hjónin er ekki hægt að hugsa sér. Róleg og yfirveguð og alltaf tilbúin að njóta augnabliksins sem best. Gunna minnumst við fyrst og síðast fyrir hans þægilegu nær- veru, hláturmildi og greiðvikni. Það var með ótrúlegri yfirvegun og æðruleysi sem hann tók ótíð- indunum sem læknar hans færðu honum fyrir svo stuttu síðan. Það var Gunna líkt að hefja þá nauð- synlega skipulagningu útfararinn- ar til að auðvelda Helgu kveðju- stundina. Aldrei heyrðum við Gunna segja styggðaryrði um nokkurn mann, en alltaf var stutt í grínið. Þannig fólk er gott að umgangast. Þannig fólk er líka erfitt að kveðja. Elsku Helga, Sigga, Óskar og fjölskyldur, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Oddfríður og Þórarinn Jón. Gunnar Már Jóhannsson ✝ Erla Hall-grímsdóttir fæddist á Siglufirði 14. desember 1931. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar 15. september 2018. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Jónsson frá Siglufirði, f. 21.10. 1903, d. 7.9. 1990, og Guðrún Jakobína Sigurjóns- dóttir frá Siglufirði, f. 25.7. 1910, d. 26.12. 1985. Systkini Erlu eru María, f. 22.8. 1929, d. 26.5. 2017, og Mar- grét Stefanía, f. 31.12. 1945, d. 21.12. 2005, upp- eldisbróðir hennar er Hallgrímur Jón Hafliðason, f. 7.6. 1951, d. 24.12. 1980, og uppeldissystir Jakobína Erla Ás- grímsdóttir, f. 13.4. 1954. Útför Erlu fór fram frá Siglu- fjarðarkirkju í gær, 24. september 2018. Röng mynd birtist með ævi- ágripi Erlu í Morgunblaðinu í gær. Eru greinarnar birtar aftur og aðstandendur beðnir velvirð- ingar á mistökunum. Það er einkennileg tilfinning að skrifa minningargrein og kveðjuorð um Erlu mágkonu mína. Hún sem var alltaf svo heilsuhraust og dugleg. Hélt sér við með sínum gönguferð- um. Lagðist í fyrsta skipti inn á sjúkrahús nú í september 86 ára gömul. Erlu kynntist ég 1966 þegar við Magga konan mín byrjuðum saman. Þá var Erla 35 ára og bjó í foreldrahúsum ásamt tveimur börnum Maríu systur sinnar. Hún vann í frystihúsi SR á Siglufirði, samviskusöm og vantaði aldrei í vinnuna. Erla eignaðist aldrei börn en var mjög barngóð og fannst strákunum mínum gott að koma til hennar, sem yfirfærð- ist á þeirra börn. Og þá sérstaklega á þau sem bjuggu nálægt henni á Siglu- firði. Gott og fallegt samband var við Jakob S. Árnason son- arson minn sem fór til hennar alla daga sem hann var í bæn- um. Bauð henni aðstoð, spjallaði við hana og fór með hana í göngutúr eða á rúntinn. Ég man hvað hún ljómaði þegar hún var að segja mér frá hvað hann gerði fyrir hana. Samband okkar Möggu, kon- unnar minnar, og systur henn- ar var alla tíð mjög mikið og gott. Erla var heimakær og fór ekki mikið, t.d. aldrei til út- landa. En hún fór mikið með okkur í sumarbústað og til Reykjavíkur. Henni fannst einnig gaman að fara til Ak- ureyrar og í nágrannabæi. Erla las mikið blöð og bækur og hlustaði á útvarp og var vel inni í ýmsum málum. Erla missti mikið fyrir 13 ár- um þegar Magga yngri systir hennar dó. En hún hefur notið þess að eiga góða nágranna og búa stutt frá Árna syni mínum og fjölskyldu þegar Elli kerling fór að banka upp á. Erla hefur mátt þola mikið, hefur horft á eftir foreldrum og systkinum sínum, sem nú taka á móti henni í blómabrekkunni hinum megin. Erla var góð og trygglynd kona sem ég kveð með söknuði og þakklæti í huga. Skarphéðinn Guðmundsson. Til minningar um Erlu frænku mína sem reyndist mér alltaf vel. Ég á bara góðar minn- ingar um þig, elsku Erla. Hvíl í friði. Ég held um smáa hendi, því gatan hér er grýtt, þá get ég líka fundið hvort þér er nógu hlýtt. Ég veit mér skylt að ráða og rata fyrir þig en raunar ert það þú sem leiðir mig. Æ, snertir þú við þyrni? Hann fól hin fríða rós, og fögur tárin myrkva þitt skæra hvarma ljós. Mér rennur það til hjarta og reyni að gleðja þig, en raunar ert það þú, sem huggar mig. Þú spyrð um svarta skýið, sem skyggir fyrir sól, og skrælnuð mösurblöðin, er fjúka’um laut og hól. Ég leitast við að ráða þær rúnir fyrir þig, – en raunar ert það þú, sem fræðir mig. Nú þreytast smáir fætur, svo faðminn þér ég býð. Ég fel þig ljúft að hjarta, og stundin sú er blíð. Þú andar hægt og rótt og þín rósemd grípur mig, svo raunar ert það þú, sem hvílir mig. (Jakobína Johnson) Þín Jakobína Erla (Binna frænka). Elsku Erla. Í dag kveðjum við þig hinstu kveðju og þú hverfur úr okkar hversdagslífi. Söknuður er það fyrsta sem kemur upp í hugann er ég hugsa til þín en ég veit að þú varst sátt við þitt, lagðir árar í bát og lést þig reika á nýjar slóðir. Við fjölskyldan á Hvanneyr- arbraut 11 þökkum fyrir allar samverustundirnar sem voru ófáar og ánægjulegar. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens) Gíslína Anna Salmannsdóttir. Erla Hallgrímsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HANS O. NIELSEN pípulagningameistari, lést á dvalarheimilinu Brákarhlíð. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ragnheiður K. Nielsen Sigurður Ólafsson Hrafnhildur Sveinbjörnsdóttir börn og barnabörn Elskulega móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN GESTSDÓTTIR, Hrafnistu, Nesvöllum, áður á Birkiteig 6, Reykjanesbæ, lést á Hrafnistu, Nesvöllum, sunnudaginn 16. september. Útför verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 28. september klukkan 13. Richard D. Woodhead Margrét Pétursdóttir Hilmar G. Bjarnason Eyrún Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og við- eigandi liður, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.