Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Eggert Læknar Svandís fundaði með hags- munaaðilum í ráðuneytinu í gær. leiðir komi til greina í þeim efnum. Segir þar einnig að breytt fyrirkomu- lag kalli á „vandaða greiningarvinnu, góðan undirbúning og samráð við hagsmunaaðila“ og því sé æskilegt að framlengja gildandi rammasamning. Þá verði framkvæmd hans á gildis- tímanum að byggjast á nýlegri nið- urstöðu héraðsdóms sem kveði á um að fram fari faglegt mat á hverri um- sókn læknis sem óskar eftir að starfa á grundvelli rammasamningsins. „Ég er vongóð um að það megi ná nið- urstöðu um fyrirkomulag sem allir geta vel við unað og er í þágu sjúkl- Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra fundaði í gær með fulltrúum allra helstu hagsmunaaðila í málefn- um sérgreinalækna í velferðar- ráðuneytinu og lagði þar fram hug- myndir sínar um framtíðar- fyrirkomulag við kaup á þjónustu sérgreinalækna. Lýsti hún þar vilja sínum til að framlengja gildandi rammasamning um eitt ár meðan unnið yrði að breyttu fyrirkomulagi. Í fréttatilkynningu frá velferðar- ráðuneytinu sagði að heilbrigðisráð- herra legði áherslu á vilja sinn til að koma á skipan sem myndi stuðla „að samfelldri þjónustu við sjúklinga og tryggir sem best samspil milli meg- instoða heilbrigðiskerfisins, þ.e. heilsugæslu, heilbrigðisstofnana, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstétta og sérhæfðra sjúkrahúsa“. Skv. tilkynningunni segir ráðherra ljóst að endurskipuleggja þurfi fyr- irkomulag þessara mála og að ýmsar inga,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningunni. Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að þessar tillögur ráðherra verði ræddar á félagsfundi í kvöld. „Þar er ætlunin að ræða ýmis mál, en sá fundur var löngu ákveðinn. Ráðherra kom með ákveðið útspil á þessum fundi um að framlengja núgildandi samning og við munum ræða þær tillögur í okkar hópi á fundi í Læknafélagi Reykjavík- ur á morgun.“ Hann segir að læknar hafi einnig ákveðnar hugmyndir um lausnir sem verði væntanlega ræddar á fundi með ráðherra og Sjúkratrygg- ingum Íslands á fimmtudaginn í næstu viku. „Þannig að samtal er haf- ið og ég lýsi yfir ánægju með það.“ Verður ekki áfrýjað Fyrr um daginn hafði ráðuneytið tilkynnt að heilbrigðisráðherra hygð- ist ekki áfrýja niðurstöðu héraðsdóms í máli sérgreinalæknis varðandi aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Hins vegar teldi ráðherra nið- urstöðuna undirstrika nauðsyn þess að núverandi fyrirkomulag yrði end- urskoðað með gerð nýrra samninga á öðrum grunni. Þá myndu sérfræðing- ar ráðuneytisins og Sjúkratrygginga fara yfir niðurstöðu héraðsdóms til að ákveða næstu skref og hefur ráðu- neytið beðið Sjúkratryggingar um að leggja fram áætlun um framkvæmd samningsins á gildistíma hans. Heilbrigðisráðherra gerði einnig athugasemd við fullyrðingar þriggja sérfræðilækna, þeirra Högna Ósk- arssonar, Sigurðar Árnasonar og Sig- urðar Guðmundssonar, sem birtust í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær, þar sem þeir sökuðu ráðherrann um að láta pólitíska kreddu stýra ákvörðunum sínum í málefnum sér- greinalækna. Segir í athugasemd ráðherra að það skipti máli að ríkið axli ábyrgð sína sem kaupandi þjónustu fyrir al- mannafé, þar sem fjármunir til heil- brigðisþjónustu séu ekki ótakmark- aðir. Segir þar einnig að óvenjulegt sé að ekki sé fyrir hendi þjónustustýring varðandi starfsemi sérgreinalækna og að þessu þurfi að breyta. „Það er hins vegar alröng fullyrðing sem fram kemur í grein læknanna þriggja … að ég ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildir sjúkrahúsanna“ og mér finnst það áhyggjuefni að rangfærslur sem þessar séu ítrekað settar fram í um- ræðunni,“ segir Svandís. »19 Leggur til framlengingu um ár  Heilbrigðisráðherra lagði fram sínar hugmyndir að framtíðarfyrirkomulagi kaupa á þjónustu sérgreinalækna  Ráðherra mun ekki áfrýja niðurstöðu héraðsdóms  Mótmælir aðsendri grein Svandís Svavarsdóttir Þórarinn Guðnason 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Laugavegi 77, 101 Reykjavík - Sími: 551 3033 Flo ttir í fötu m Frímúrarar – Oddfellowar Frábæru kjólfötin okkar komin aftur Verð 76.900,- með svörtu vesti Nú þegar nokkuð er liðið á haustið fara farfuglarnir okkar að hugsa sér til hreyfings suður á bóginn þar sem hlýrra veður- far bíður þeirra. Stór gæsahópur sem blasti við ljósmyndara Morgunblaðsins við Lagarfljótið virðist búa sig undir að yfir- gefa landið. Ljósin á Egilsstaðaflugvelli sjást í forgrunni og hafa gæsirnar eflaust notið góðs af þeim við flugtakið. Farfuglarnir búa sig undir brottför frá landinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæsahópur heldur suður á bóginn frá Lagarfljóti Valur Lýðsson var í gær dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið Ragnari bróður sínum að bana hinn 31. mars síðastliðinn með stórhættulegri og vísvitandi líkamsárás. Ákæruvaldið krafðist þess að Val- ur yrði dæmdur í 16 ára fangelsi fyr- ir brot sitt, en dómari taldi hins veg- ar að ekki hefði tekist að sanna að það hefði vakað fyrir Val að ráða bróður sínum bana og því yrði 211. gr. almennra hegningarlaga, sem fjallar um manndráp af ásetningi, ekki beitt um háttsemi hans. Í dómnum segir meðal annars að þar sem „enginn er til frásagnar um þau atvik sem leiddu til átaka milli þeirra bræðra er ekkert hægt að fullyrða um upptökin að þeim“, en að auki er tekið fram að fyrir liggi að Valur hafi átt það til að beita ofbeldi undir áhrifum áfengis og eigi sögu um óminni eftir neyslu áfengis. Þannig er tekið fram í dómnum að ekki verði talið ljóst að ákærði hafi áttað sig á því að gjörðir hans gætu verið lífshættulegar, auk þess sem ekkert hafi komið fram í málinu sem bent geti til þess að Valur hafi notað einhvers konar vopn eða áhald er hann veittist að bróður sínum, en verjandi Vals benti á það sem dæmi um skort á ásetningi. Auk fangelsisdómsins var Val sömuleiðis gert að greiða fjórum börnum Ragnars þrjár milljónir hverju fyrir að hafa banað föður þeirra. Þá greiðir Valur allan sak- arkostnað í málinu. sgs@mbl.is Dæmdur í fangelsi til sjö ára fyrir manndráp  Ekki sannað að Valur hafi ásett sér að myrða bróður sinn Morgunblaðið/ Kristinn Magnússon Dómur Valur Lýðsson ásamt verj- anda sínum við upphaf málsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.