Morgunblaðið - 25.09.2018, Síða 14
Ný veglína þjóðvegar 1 um Mýrdalshrepp
Steig
Ás
Skeiðflöt
Hvammból
Ketilsstaðaskóli
Rauðháls
Oddnýjartjörn
Vatnsskarðshólar
Garðakot
Dyrhólar
Skagnes
Suður-Götur
Suður-Hvammur
Reynisfjall
Dyrhólaey
Dyrhólaós
Vík
Víkurheiði
Norður-Foss
Suður-Foss
Reynishverfi
Þórisholt
Lækjarbakki
Reyniskirkja
Garðar
Reynisfjall
Núverandi veglína þjóðvegar
Ný veglína þjóðvegar
Aðrir vegir Loftmyndir ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Í yfirliti um innihald samgönguáætl-
unar, sem kynnt var í ríkisstjórn í síð-
ustu viku, eru hringvegi um Mýrdal
og jarðgöngum um Reynisfjall mark-
aðir 5,3 milljarðar króna á yfirliti um
nokkrar vegaframkvæmdir á 2.-3.
tímabili á Suðurlandi. Það er á ár-
unum 2022-2033. Tekið er fram að
leitað verði leiða til að fjármagna
verkefnið í samvinnu við einkaaðila.
Yfirlitið er birt með þeim fyrirvara að
það hafi ekki verið samþykkt í þing-
flokkum stjórnarflokkanna.
Láglendisvegur og göng í gegnum
Reynisfjall myndu stytta leiðina milli
Víkur og höfuðborgarsvæðisins um
þrjá kílómetra og vegfarendur þyrftu
ekki lengur að aka upp í 120 metra
hæð til að komast leiðar sinnar. Ekki
þyrfti lengur að fara um hina ill-
ræmdu Gatnabrún, sem oft er erfið
yfirferðar í vetrarveðrum og hálku,
né heldur um Víkina, fjallaskarð þar
sem oft er mjög sviptivindasamt. Á
báðum stöðum hafa slys og umferð-
aróhöpp verið nokkuð tíð.
Hugmyndin um göng ekki ný
Hugmyndin um göng í gegnum
Reynisfjall og láglendisveg er ekki ný
af nálinni. Fram kemur í grein Þóris
N. Kjartanssonar Mýrdælings í
Morgunblaðinu í fyrra að göng undir
Reynisfjall og meðfylgjandi láglend-
isveg hafi komist á dagskrá hjá Mýr-
dælingum í aðdraganda sameiningar
Dyrhólahrepps og Hvammshrepps
árið 1983.
Vegagerðin gaf út jarðgangaáætl-
un í janúar árið 2000. Þar er Reyn-
isfjall eitt af 21 jarðgangaverkefni
sem stofnunin telur að eigi að koma
til skoðunar. Bent er á að á hringveg-
inum á Suðurlandsundirlendi megi
segja að Reynisfjall sé eina verulega
misfellan. Þar sé snjór stundum til
trafala og leiðin upp á fjallið að vest-
anverðu, um svonefnda Gatnabrún,
brött. Oft hafi verið rætt um að ein-
faldast sé að fara í gegnum fjallið í til-
tölulega stuttum göngum. Eðlilegast
væri þá að færa veginn í Mýrdalnum
töluvert sunnar og fara í gegnum
fjallið á móts við Vík og svo áfram
með veginn sjávarmegin byggð-
arinnar.
Málið hefur oft borið á góma á al-
þingi. Hjálmar Árnason alþing-
ismaður lagði ásamt fleirum fram
þingsályktunartillögu árið 2003 um
að samgönguráðherra yrði falið að
láta fara fram úttekt á gerð jarð-
ganga í Reynisfjalli. Samgöngunefnd
óskaði eftir umsögnum. Í umsögn
Vegagerðarinnar kom m.a. fram að
göng í Reynisfjalli yrðu um 1,2 km á
lengd. Áætlað var að heildarkostn-
aður við tvíbreið göng í gegnum fjall-
ið yrði 1,2-1,3 milljarðar á verðlagi
ársins 2004.
Sigurður Ingi Jóhannsson, nú sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
var alþingismaður 2009 og spurði þá-
verandi samgönguráðherra um vega-
mál og sjóvarnargarð við Vík í Mýr-
dal. Í svari Kristjáns L. Möller kom
m.a. fram að jarðgöng í þeirri lausn
sem þá var til skoðunar yrðu um
1.600 metra löng. „Jarðgöng eru góð-
ur kostur með tilliti til öryggis og
greiðfærni en helsti ókosturinn er
mikill kostnaður,“ sagði m.a. í
svarinu.
Ásmundur Friðriksson o.fl. alþing-
isþingmenn lögðu fram þingsályktun-
artillögu í fyrra þess efnis að sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra
yrði falið að beina tilmælum til Vega-
gerðarinnar um „að mat á umhverfis-
áhrifum framkvæmda við lagningu
láglendisvegar um Mýrdal við Dyr-
hólaós verði unnið sem fyrst“. Til-
lagan var aftur lögð fram 18. sept-
ember síðastliðinn.
Veglína norðan Dyrhólaóss og
göng í gegnum Reynisfjall eru á að-
alskipulagi Mýrdalshrepps sem um-
hverfis- og auðlindaráðherra sam-
þykkti 2013.
Jarðgöng í gegnum Reynisfjall
Hugmyndin kom fram fyrir 35 árum Láglendisvegur eftir öllu Suðurlandsundirlendinu Farið
framhjá hættulegum köflum á leiðinni Opnað á einkaframkvæmd í drögum að samgönguáætlun
Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson
Reynisfjall Til vinstri við fjallið sést Reynishverfi og Vík í Mýrdal hægra megin. Reynisdrangar fyrir framan. Myndin var tekin haustið 2015.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018
Bergvin Oddsson,
Beddi á Glófaxa, út-
gerðarmaður og skip-
stjóri í Vestmanna-
eyjum, lést á Land-
spítalanum 22.
september, 75 ára að
aldri.
Bergvin fæddist 22.
apríl 1943 á Norðfirði
og ólst þar upp. For-
eldrar hans voru hjónin
Oddur A. Sigurjónsson
skólastjóri og Magnea
Bergvinsdóttir.
Bergvin kynntist eft-
irlifandi eiginkonu
sinni, Maríu Friðriksdóttur frá Skál-
um á Langanesi, árið 1962. Þau
fluttu til Vestmannaeyja í nóvember
1964 og hafa búið þar síðan. Bergvin
hafði þá róið þrjár vertíðir frá Eyj-
um. Sama ár og þau fluttu til Eyja
lauk Bergvin námi í Stýrimanna-
skólanum. Hann fór að róa á Stíg-
anda VE sem kokkur hjá Helga
Bergvinssyni móðurbróður sínum.
Þaðan fór Bergvin á Halkion VE og
reri á honum í þrjú ár. Svo tók hann
við skipstjórn á Ver VE 1969. Eftir
það var Bergvin skipstjóri á Stíg-
anda VE til 1974 að hann hóf eigin
útgerð. Bergvin keypti Gullberg VE
ásamt Hrafni bróður sínum og Sæ-
valdi Elíassyni mági
sínum. Báturinn fékk
nafnið Glófaxi VE og
var mikið afla- og
happaskip. Bergvin
keypti félaga sína út úr
útgerðinni 1986. Hann
eignaðist Arnþór EA,
sem var stærri stálbát-
ur, 1996 og nefndi
hann Glófaxa VE.
Bergvin var sjálfur
með bátinn til 2008 en
gerði hann út þar til í
fyrra.
Bergvin gerði einnig
út lítinn bát, Glófaxa
II, og reri á honum. Nýlega fékk
hann afhentan nýjan tólf tonna bát,
Glófaxa VE 300, sem var smíðaður í
Bretlandi. Bergvin var farsæll og
aflasæll skipstjóri og missti aldrei
mann.
Bergvin var jafnaðarmaður alla
tíð og tók þátt í bæjarpólitíkinni í
Vestmannaeyjum. Þá hafa þau hjón,
Bergvin og María, stutt íþrótta-
hreyfinguna í Vestmannaeyjum
myndarlega í gegnum árin. Þegar
þau héldu upp á samtals 150 ára af-
mælin sín á liðnu vori afhentu þau
ÍBV tíu milljónir króna.
Bergvin og María eignuðust þrjú
börn, Lúðvík, Magneu og Harald.
Andlát
Bergvin Oddsson, skip-
stjóri og útgerðarmaður
Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík bilanaust@bilanaust.is
Sími: 535 9000 | bilanaust.is
Gæði, reynsla og gott verð
Vottaðir hágæða
VARAHLUTIR
í flestar gerðir bifreiða
Siðan 1962
Bílanaust er einnig í Hafnarfirði – Keflavík – Selfossi – Akureyri – Egilsstöðum