Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 2018 ICQC 2018-20 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— Smásögur úr kjallaranum nefnist einkasýning myndlistarmannsins Helga Þórssonar sem nú stendur yfir í kjallara verslunarinnar Geysir heima á Skólavörðustíg 12. Helgi er búsettur í Belgíu þar sem hann iðkar listsköpun sína og í kjallaranum sýnir hann bæði tvívíð verk og skúlptúra. Á Facebook er haft eftir Helga að verkin á sýningunni séu „einhvers konar stuttar sögur ekki ólíkt bíó- myndinni Short Stories sem hafi þótt býsna góð þegar hún kom út en tíminn leiddi svo í ljós að um þunn- an þrettánda hafi verið að ræða.“ Helgi er fæddur árið 1975, lærði málmsmíði í Iðnskóla Reykjavíkur, hlaut BA-gráðu í myndlist frá Ger- rit Rietveld Academie í Hollandi ár- ið 2002 og að lokum MA-gráðu í myndlist frá Sandberg Institiut, líka í Hollandi, árið 2004. Hann stofnaði sýningarrýmið Kunstschlager 2012-2015 með öðr- um myndlistarmönnum og rekur nú í slagtogi við fleiri myndlistarmenn sýningarrýmið ABC Klubhuis í Ant- werpen í Belgíu. Sýningunni í kjall- ara Geysis heima lýkur 14. október. Litrík Nokkur verka Helga á sýningu hans Smásögur úr kjallaranum. Helgi sýnir í kjallara Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is „Ég er mjög mikill aðdáandi íslensk- unnar og allra möguleika hennar. Við eigum svo mikið af flottum, fal- legum orðum og orðasamböndum yf- ir svo geggjaða og einstaka hluti,“ segir Arnar Freyr Freyson rappari sem gaf nýverið út sína fyrstu sóló- plötu, Hasarlífsstíl. Arnar gengur undir listamanns- nafninu Arnar Úlfur en hann er bet- ur þekktur sem annar af tveimur meðlimum rapptvíeykisins Úlfur Úlfur. Arnar er því enginn nýgræð- ingur í tónlist en ákvað að snúa sér að sólóverkefni þegar hinn meðlimur Úlfs Úlfs, Helgi Sæmundur, fór að einbeita sér að því að skapa kvik- myndatónlist. „Þetta er bara eitthvað sem okkur hefur langað mjög lengi, við erum að detta í það að verða fullorðnir menn og höfum báðir látið okkur dreyma um að stíga einhver sólóskref. Um leið og Helgi fór að einbeita sér að kvikmyndatónlist fékk ég meira rými til þess að einbeita mér að þessu dóti en við erum alltaf eitt, óaðskiljanlegir sálufélagar fram í rauðan dauðann,“ segir Arnar. Íslenskunörd varð rappari Textasmíð Arnars hljómar út- hugsuð, textar hans ríma nánast undantekningalaust og eru smekk- fullir af myndmáli og vísunum. Aðspurður viður- kennir Arnar að hann sé svolítill íslenskunörd. „Ég hef alltaf haft áhuga á tungumálinu, bók- menntum og ljóðum. Mér finnst líka gaman að blanda saman hátíð- legum orðum og slangri, að vera há- fleygur en samt svona slangur há- fleygur.“ Eiginleg merking textanna er þó ekki í hávegum höfð í textum á plöt- unni heldur eru rím og myndmál sett í fyrsta sæti. „Frekar en að miðla einhverjum einum boðskap finnst mér meira gaman að mála myndir með setningum og skapa andrúmsloft. Það fer mér betur og mér finnst það þægilegra,“ segir Arnar. Platan var unnin mjög hratt og í raun kláruð á tveimur mán- uðum. Arnar segir að þessi hraði hafi haft áhrif á textasköpun og stemningu á plötunni. „Af því að ég var að vinna þessa plötu svo hratt þá var ég meira að vinna með andartakið en við höfum verið að gera í Úlfi Úlfi. Ég hlustaði mikið eftir því hvaða sögu undir- spilið var að segja og túlkaði það svolítið í einhverju myndmáli, rími, hrynjandi og þess háttar. Ég var eiginlega bara að drita eins og mask- ína,“ segir Arnar. Gefur allt af sér Blaðamaður spyr Arnar út í sér- staka línu í laginu „Falafel“ sem er á plötunni. Línan er „ég kom hingað til að gefa blóð, þú komst hingað til að stela smók.“ Arnar kveðst hissa á því að blaða- maður spyrji út í þessa línu. „Mér finnst þessi lína reyndar vera minna torkennileg heldur en margar. Þarna er ég einfaldlega að rappa um senuna, tónlistarsenuna. Það er náttúrlega mjög göfugt að gefa blóð, mér líður eins og ég hafi komið og gefið allt í senuna, allt blóðið á með- an það er fullt af gaurum sem koma og eru partur af senunni en gefa ekkert, eru þarna til að stela smók. Ég er ekki að tala um neinn ákveð- inn, ég er bara búinn að vera lengi í þessari senu og ég hef gefið allt af mér í langan tíma og það er einfald- lega það sem ég er að meina með að gefa blóð.“ Eins og Arnar segir þá er hann búinn að vera virkur í senunni í mörg ár. Hann segir rappsenuna gjörbreytta frá því sem áður var. „Hún hefur breyst til hins betra. Aðallega hvað hljóð varðar. Upp- tökustjórarnir, strákarnir í stúd- íóinu sem eru á bak við þetta allt, eru komnir á heimsklassa, það er held ég mesti munurinn. Þetta er farið að hljóma svo rosalega vel.“ Arnar segir jákvætt að tónlist- arstefnan sé komin í tísku. „Þegar tónlistarstefnan komst í tísku jókst framboðið rosalega mikið. Mér finnst það bara vera jákvætt, því meira framboð, því betur þarftu að standa þig til þess að skara fram úr. Ég held að það hafi bara góð áhrif á tónlistarstefnuna í heild sinni.“ Íslenska senan fjölbreytt Aðspurður segir Arnar hans sér- stöðu vera mikla og að langflestir rapparar á Íslandi greini sig frá öðr- um. „Mér finnst að ég hafi alveg mjög mikla sérstöðu, hvort sem það er varðandi hrynjandina, efnið sem ég fjalla um eða einfaldlega hvernig ég orða hlutina. Margir rapparar á Íslandi hafa einhverja sérstöðu, eng- ir tveir hljóma eins. Mér finnst eng- inn hljóma eins og Gauti, mér finnst enginn hljóma eins og Gísli Pálmi, mér finnst enginn hljóma eins og Ar- on Can. Það er svo mikil áhersla á að vera ekki eins og hinir og það er gott. Þetta er ekki eins og ameríska senan þar sem það er eitthvert eitt heitt lag í gangi og næsta árið eru menn að reyna að endurskapa þetta lag. Það er ekki þannig á Íslandi.“ Arnar segir fjölbreytni einkenna íslensku rappsenuna. „Það sem gerir þessa litlu senu svona góða er ein- faldlega fjölbreytnin. Það þykir bara ekki töff á Íslandi að hljóma eins og annar gaur. Eins og með Birni, hann var lengi að finna sjálfan sig, byrjaði að rappa fyrir löngu en þegar hann fór að einbeita sér að því að komast að því hvað hann stæði fyrir og kom upp á yfirborðið með það voru allir mjög hrifnir af því vegna þess að það var nýtt. Það er miklu meiri wow- factor í því þegar þú heyrir einhvern gera eitthvað vel og það hljómar ekki eins og eitthvað annað, það er miklu meiri sprengja.“ Málar myndir með rapptónlist  Rapparinn Arnar Úlfur gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu, Hasarlífsstíl  „Frekar en að miðla einhverjum einum boðskap finnst mér meira gaman að mála myndir með setningum,“ segir hann Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Aðdáandi „Ég er mjög mikill aðdáandi íslenskunnar og allra möguleika hennar,“ segir Arnar Freyr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.