Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
v
595 1000
MAROKKÓ
Frá kr.
93.895
Frá kr.
99.695
ve
rð
ge
tur
br
e
st
fr
irv
ar
a
25. OKTÓBER Í 9 NÆTUR
HEILL HEIMUR ÆVINTÝRA
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Uppstoppaðir fuglar hafa nú ver-
ið settir á syllur í nýju Látra-
bjargi, sem er hluti af nýrri
sviðsmynd í Perlunni í Öskjuhlíð í
Reykjavík. Segja má að húsið
gangi nú í endurnýjun lífdaga.
Það skemmdist nokkuð í eldsvoða
snemma á þessu ári en nú er við-
gerðum lokið og nýlega var Nátt-
úruminjasafni Íslands afhent 300
fermetra rými í einum af hita-
veitutönkunum sem sjálft gler-
hýsi Perlunnar hvílir á. Safnið
fær umrætt pláss til endurgjalds-
lausra afnota í fimmtán ár og nú
er verið að setja þar upp sérsýn-
inguna Vatnið í náttúru Íslands.
Á sýningunni verður fjallað um
vatn, þessa mikilvægu undirstöðu
alls lífríkisins. Meðal annars
verða uppi rauntímamælingar á
veðri og vatni á tuttugu stöðum á
landinu og til sýnis lifandi vatna-
dýr, jurtir og líkön af dýrum.
Sýningin verður opnuð 1. desem-
ber næstkomandi. Margt verður
á döfinni þann dag en þá er liðin
slétt öld frá því Ísland varð
frjálst og fullvalda ríki. Fjöldi
fólks, gjarnan sérfræðingar um
náttúru landsins og sýningarhald
hvers konar, hefur tekið þátt í
þróun sýningarinnar, sem í rík-
um mæli byggist á margmiðl-
unartækni og lifandi framsetn-
ingu eins og alsiða er í svona
verkefnum í dag. Alls fékkst 290
milljóna króna fjárveiting til
uppsetningar Perlusýningar-
innar. Væntir fólk þess að slíkt
sé aðeins upphafið að því að
komið verði upp varanlegri að-
stöðu fyrir Náttúruminjasafn Ís-
lands.
Morgunblaðið/Hari
Fuglar eru sestir á
syllur Látrabjargs
Sýning Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni verður opnuð 1. desember
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Það er mat GRD [greiningardeildar
Ríkislögreglustjóra] að erlend ríki
stundi njósnir á Íslandi með svipuð-
um hætti og í öðrum ríkjum. Njósna-
starfsemin hér á landi telst viðvar-
andi.“ Þetta kemur fram í skriflegu
svari Gylfa Hammer Gylfasonar,
setts aðstoðaryfirlögregluþjóns við
greiningardeild Ríkislögreglustjóra,
við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Forgangsraða verkefnum
Greiningardeild hefur gefið út
áhættumat vegna skipulagðrar
glæpastarfsemi, hryðjuverka og
álags á landamærum.
Hins vegar hefur deildin ekki gef-
ið út opinberlega sérstakt áhættu-
og ógnarmat er snýr að njósnum.
Að undanförnu hafa í nágranna-
löndum Íslands komið upp ýmis mál
er snúa að njósnum erlendra ríkja,
en slík mál hafa ekki komið upp hér á
landi. Við spurningu um hvort emb-
ætti ríkislögreglustjóra hafi tök á að
sinna málaflokknum ef litið er til
fjölda starfsmanna, sérþekkingar á
þessu sviði og gildandi lagaheimilda,
svarar Gylfi að „það sé ljóst að lög-
reglan þarf hverju sinni að forgangs-
raða verkefnum“.
„Hvað varðar spurningu um
mannauð þá gefum við ekki upp okk-
ar starfsaðferðir á þessu sviði,“ segir
í svarinu. Hins vegar segir í opin-
beru áhættumati greiningardeildar
um skipulagða glæpastarfsemi frá
2017 að „veikburða lögregla veldur
áhættu hvað öryggi ríkisins varðar.
Brýnt er að styrkja lögregluna þann-
ig að hún sé þess megnug að tryggja
réttaröryggi borgaranna og vernda
grundvallarhagsmuni ríkisins“.
Varðandi rannsóknarheimildir
lögreglu segir Gylfi greiningardeild-
ina hafa sömu lagaheimildir og lög-
reglan í landinu.
Árið 2015 taldi þáverandi innan-
ríkisráðherra, Ólöf Nordal, rétt að
skoða forvirkar rannsóknarheimild-
ir, en áður höfðu aðrir ráðherrar, svo
sem Ögmundur Jónasson, Björn
Bjarnason og Ragna Árnadóttir,
viðrað slíkar hugmyndir.
Í ársbyrjun 2011 var lögð fram
þingsályktunartillaga þess efnis að
fela innanríkisráðherra að vinna og
leggja fram frumvarp sem veitti lög-
reglu forvirkar rannsóknarheimild-
ir. Tillagan kom ekki til umræðu.
Viðvarandi njósnastarf-
semi er hér á landi
Njósnir á Íslandi með svipuðum hætti og í öðrum ríkjum
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Stjórnvöld eru að vinna að tiltekn-
um lausnum „til að bregðast við því
óvissuástandi sem íbúar Vestur-
byggðar og Tálknafjarðarhrepps
standa nú frammi fyrir. Forsvars-
menn sveitarfélaganna treysta því
að stjórnvöld veiti fyrirtækjunum
skjól þannig að þau geti haldið
sinni starfsemi áfram á meðan
leyst er úr þeirri stjórnsýslulegu
flækju sem upp er komin“. Þetta
kemur fram í tilkynningu sem Reb-
ekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri
Vesturbyggðar, og Bjarnveig Guð-
brandsdóttir, oddviti Tálkna-
fjarðarhrepps, sendu fjölmiðlum í
gær.
Þær og fleiri forsvarsmenn sveit-
arfélaganna tveggja áttu fund með
forystumönnum ríkisstjórnarflokk-
anna, þeim Katrínu Jakobsdóttur
forsætisráðherra, Bjarna Bene-
diktssyni, fjármála- og efnahags-
ráðherra, og Sigurði Inga Jóhanns-
syni, samgöngu- og sveitarstjórn-
arráðherra, síðdegis á laugardag.
Tilefnið var sú alvarlega staða
sem komin er upp eftir að starfs-
leyfi og rekstrarleyfi fiskeldisfyr-
irtækja í sveitarfélögunum voru
felld úr gildi. Formönnum stjórn-
arflokkanna var greint frá þeim al-
varlegu áhrifum sem þetta hefði á
íbúa sveitarfélaganna og óvissuna
sem nú er uppi.
165 á launaskrá fyrir vestan
„Í sveitarfélögunum tveimur búa
1.268 manns, og hafa fyrirtækin tvö
165 manns á launaskrá, auk fjölda
verktaka og þjónustufyrirtækja
sem þessar ákvarðanir snerta
beint. Verði ekki brugðist strax við
er ljóst að þetta mun hafa afdrifa-
ríkar afleiðingar fyrir samfélagið í
heild sinni,“ segir í tilkynningunni.
„Við skynjum að það sé mikill
áhugi á að finna lausn á þessu máli.
Sú lausn er í vinnslu,“ sagði Reb-
ekka, bæjarstjóri Vesturbyggðar, í
samtali við Morgunblaðið. Hún
sagði mikilvægt að fyrirtækin
fengju skjól á meðan unnið væri úr
málinu svo fólk gæti mætt áfram til
vinnu. Rebekka sagði að málið
hefði gríðarlega mikil áhrif á íbúa í
Vesturbyggð og í Tálknafjarðar-
hreppi.
Vonar að farsæl lausn finnist
Formenn stjórnarflokkanna
tjáðu sig allir um málið á Facebook
um helgina. Katrín Jakobsdóttir,
formaður VG, skrifaði m.a. í gær:
„Við upplýstum þau um að sjávar-
útvegsráðherra og umhverfis-
ráðherra hafa verið með til skoð-
unar hvaða leiðir eru færar til þess
að gæta meðalhófs í þessu máli og
öðrum, þannig að fyrirtæki geti al-
mennt fengið sanngjarnan frest til
að bæta úr þeim annmörkum sem
koma fram í kæruferli og faglega
sé staðið að öllum málum. Það er
von mín að farsæl lausn finnist á
þessu máli sem allra fyrst.“
Bjarni Benediktsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, skrifaði m.a. á
laugardag að óvissan sem skapað-
ist á Vestfjörðum í kjölfar úrskurð-
ar úrskurðarnefndar um umhverf-
is- og auðlindamál væri með öllu
óviðunandi. „Hér verður að bregð-
ast hratt við og svara því með
hvaða hætti þeim sem í hlut eiga
verði tryggður réttur til að láta
reyna á stöðu sína gagnvart stjórn-
völdum.“ Bjarni sagði að tryggja
yrði að sanngjarnar reglur giltu
um rétt til að bæta úr ágöllum í
leyfisumsóknarferli, ef slíku væri
til að dreifa, í þessu máli og til
frambúðar.
Finna þarf lausnir
Sigurður Ingi Jóhannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, rifj-
aði upp í gær viðvarandi fólksfækk-
un á sunnanverðum Vestfjörðum til
2012 er þróunin snerist við vegna
uppbyggingar fiskeldis. Sömuleiðis
snerist íbúaþróun við á norðan-
verðum Vestfjörðum í fyrra vegna
fiskeldis. Hann sagði að yfir 300
störf tengdust fiskeldinu fyrir vest-
an. Auk þess störfuðu tugir í Ölf-
usi/Þorlákshöfn. Þá hefði fiskeldi
haft jákvæð áhrif á byggðaþróun á
sunnanverðum Austfjörðum.
„Mikilvægi fiskeldis í uppbygg-
ingu byggðanna fyrir vestan og
austan er staðreynd og ætti ekki að
vera ágreiningsmál. Það má því
vera öllum ljóst að finna þarf skyn-
samlegar lausnir á núverandi
stöðu,“ skrifaði Sigurður Ingi.
Mikið í húfi að skjótt finnist lausn
Forsvarsmenn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar hittu formenn stjórnarflokkanna Treysta því að
stjórnvöld veiti fiskeldisfyrirtækjunum skjól Fiskeldið vegur mjög þungt í atvinnulífinu fyrir vestan
Rebekka
Hilmarsdóttir
Katrín
Jakobsdóttir
Bjarni
Benediktsson
Sigurður Ingi
Jóhannsson