Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 9

Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 R GUNA GÓÐAR I Guðni Einarsson gudni@mbl.is Niðurrif rússneska togarans Orlik í Helguvík í Reykjanesbæ er ekki háð mati á umhverfisáhrifum, sam- kvæmt ákvörðun Skipulagsstofn- unar. Ákvörðunina má kæra til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 5. nóvember næstkomandi. Orlik hefur legið í Njarðvíkur- höfn frá haustinu 2014. Ítrekað hefur staðið til að flytja skipið til niðurrifs erlendis en engin þeirra áforma gengið eftir. Hringrás hf. hefur nú sótt um leyfi til að rífa skipið hér á landi og er stefnt að því að gera það í Helguvíkurhöfn. Togarinn var smíðaður árið 1983. Hann er rúmlega 63 metra langur, tæplega 14 metra breiður og nettóþyngd hans tæp 700 tonn. Gert er ráð fyrir að það taki 2-3 mánuði að rífa skipið, að því er kemur fram í ákvörðun Skipulags- stofnunar. Fyrirtæki sem er sam- þykkt af Vinnueftirliti ríkisins mun sjá um niðurrif á asbesti sem er í togaranum. Starfsmenn Hringrásar munu að öðru leyti sjá um niðurrifið. Búið er að hreinsa olíur og olíumengað vatn úr skip- inu en starfsmenn Efnarásar munu fjarlægja viðhaldsefni og spilliefni sem kunna að vera eftir. Tæplega 40 þúsund lítrum af olíu- menguðu vatni var dælt úr skipinu og 7 þúsund lítrum af úrgangsolíu. Þá er búið að fjarlægja freon og ekkert gas er í kælikerfum skips- ins. Dúkur og sandur undir Lagður verður jarðvegsdúkur yfir svæðið þar sem skipið verður rifið og sandur og möl borin á dúk- inn. Togarinn verður svo dreginn upp á dúkinn. Leki einhver olía úr skipinu fer hún ekki lengra en í sandinn á dúknum. Fyrir aftan skipið verður hlaðinn grjótgarður til að varna því að rusl fari út í sjó. Stórvirkar gröfur, búnar klipp- um og kröbbum, munu búta skipið niður. Efnið verður flokkað í brotamálma, pappa, plast og óendurvinnanlegan úrgang. Einnig verður beitt logskurði þar sem þess þarf. Allur laus úrgangur verður flokkaður í gáma jafnóðum og þeir fjarlægðir eftir þörfum. Að lokum verður allt rusl og allur búnaður fjarlægt af framkvæmda- svæðinu. Niðurrif togara ekki í umhverfismat  Rússneski togarinn Orlik verður rifinn í Helguvík  Vel verður gætt að öllum mengunarvörnum Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu tilkynnti á laugardag að hún væri ekki að sekta ökumenn bifreiða sem komnir eru á nagladekk, þrátt fyrir að slík dekk séu almennt leyfð frá 1. nóvember til 15. apríl. Lögreglan hafði fengið fyrirspurnir um nagladekk frá öku- mönnum sem voru að koma til eða frá höfuðborgarsvæðinu og undir- strikaði að þeir sem væru á nöglum ættu ekki sektir yfir höfði sér. Nú þegar hafa ökumenn þurft að glíma víða við hálku og snjó á götum og vegum landsins. Á heimasíðu Vegagerðarinnar mátti lesa í gær að á Vestfjörðum væri hálka eða hálku- blettir á flestum leiðum. Dynjand- isheiði var einungis fær fjórhjóla- drifsbílum á vetrardekkjum. Á Norðurlandi var hálka á Öxnadals- heiði og víða hálkublettir á fjall- vegum líkt og á Norðausturlandi og Austurlandi. Á Suðurlandi var hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum í uppsveitum. Samkvæmt spá Veðurstofunnar fyrir vikuna gæti myndast hálka víða á vegum, ekki síst fjallvegum, fram eftir vikunni. Á fimmtudag má búast við frostleysu að minnsta kosti á láglendi en svo fer aftur að kólna á laugardaginn kemur, gangi spáin eftir. En eins og reyndir ökumenn vita getur myndast hálka á votum vegi þótt hitamælirinn í bílnum sýni 1-3 stiga hita. gudni@mbl.is Ekki sektað fyrir nagladekk í borginni Guðni Einarsson gudni@mbl.is Gunnar Smári Egilsson, einn for- ystumanna í Sósíalistaflokki Íslands, skrifaði um helgina grein í vefritið Miðjuna og á færslur á Facebook um launuð störf Öldu Lóu Leifs- dóttur, eiginkonu sinnar, fyrir Efl- ingu. Þar nafngreindi hann Kristj- önu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra Eflingar, og vændi hana um að hafa gert greiðslur til Öldu Lóu að frétta- efni vegna deilna við yfirmenn sína á skrifstofu félagsins. Hann sakaði einnig Kristjönu um spillingu í starfi. „Ég mótmæli þeim ásökunum sem á mig eru bornar,“ sagði Kristj- ana Valgeirsdóttir í samtali við Morgunblaðið. „Það er mjög at- hyglisvert að starfsmaður stéttar- félags til 36 ára, sem unnið hefur undir stjórn þeirra Guðmundar J., Halldórs Björnssonar og Sigurðar Bessasonar, þurfi að ráða sér lög- mann til að verja sig þegar stéttar- félagið hefur það hlutverk sam- kvæmt lögum að verja launamenn.“ Kristjana kvaðst ekki vilja svara ásökunum Gunnars Smára á þessu stigi. Það væri í höndum lögmanns hennar. Þá vildi hún ekki heldur tjá sig neitt um andrúmsloftið á skrif- stofu Eflingar eftir að ný forysta tók við í félaginu. Kristjana kvaðst aldrei hafa hitt Gunnar Smára og ekkert þekkja til hans. Fram kom í Morgunblaðinu á laugardag að ekki væri allt með felldu á skrifstofu Eflingar. For- maður og framkvæmdastjóri félags- ins voru sögð stjórna með harðri hendi og formaðurinn hafa neitað að svara því efnislega hvers vegna tveir af reyndustu starfsmönnum félags- ins, fjármálastjóri og bókari, væru komnir í veikindaleyfi. Ein ástæðan var sögð sú að fjármálastjórinn hefði neitað að greiða háa reikninga frá Öldu Lóu vegna vinnu hennar fyrir félagið nema fá samþykki stjórnar Eflingar fyrir greiðslunum. Mótmæla fréttaflutningi Sólveig Anna Jónsdóttir, formað- ur Eflingar, og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri birtu á laugar- dag yfirlýsingu á heimasíðu Eflingar í tilefni af frétt Morgunblaðsins. Þar segir m.a. að í fréttinni sé „slegið fram staðlausum fullyrðingum um meinta framkomu stjórnenda Efl- ingar við starfsfólk félagsins“. Einnig segja þau að umrætt starfs- fólk hafi ekki tjáð sig sjálft við blaða- mann og frásagnirnar séu því óstaðfestar. Þá sögðu þau að greiðslur til Öldu Lóu hefðu verið í fullkomnu samræmi við ákvörðun stjórnar Eflingar. Yfirlýsingunni lýkur á orðunum: „Stjórnendur Eflingar vísa frétta- flutningi Morgunblaðsins á bug. Þess er óskað að blaðið láti af því að gera starfsfólki félagsins upp til- hæfulaus klögumál og fara með dylgjur um starfsemi félagsins.“ Fjármála- stjórinn ræður sér lögmann  Borin sökum í skrifum Gunnars Smára  Mótmælir ásökununum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.