Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 10
10 ár frá bankahruninu10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
FORD KUGA TITANIUM
nýskr. 05/2016, ekinn 98 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verð 2.890.000 kr.
Raðnúmer 258473
CITROEN C4 CACTUS
nýskr. 06/2016, ekinn 35 Þ.km, dísel, sjálfskiptur.
Verð 1.890.000 kr.
Raðnúmer 380161
ÓSKUM EFTIR BÍLUMÁ SÖLUSKRÁ - LAUS STÆÐI
MINI COUNTRYMAN
nýskr. 07/2014, ekinn 55 Þ.km, bensín, 6 gíra.
Verð 2.490.000 kr.
Raðnúmer 257394
SUBARU XV
nýskr. 06/2015, ekinn aðeins 33 Þ.km, bensín,
sjálfskiptur. Verð 2.980.000 kr.
Raðnúmer 258545
LAND ROVER DISCOVERY SPORT
nýskr. 03/2017, ekinn 77 Þ.km, dísel, sjálfskiptur
(9 gíra). Verð 4.850.000 kr.
Raðnúmer 258544
Bílafjármögnun Landsbankans
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Miklar áhyggjur voru um að brota-
tíðni færi að aukast í kjölfar efna-
hagshrunsins 2008. Hins vegar
varð aðeins lítil
tímabundin fjölg-
un brota árin
2008 og 2009 og
hefur hegning-
arlagabrotum al-
mennt fækkað
árin 2006 til
2016. Þetta er
meðal þess sem
kom fram í er-
indi Helga Gunn-
laugssonar, prófessors í félagsfræði
við Háskóla Íslands, á ráðstefnunni
„Hrunið, þið munið“ sem haldin
var í háskólanum á laugardag.
Dregur úr brotum
Þá sagði Helgi að síðastliðin ár
hefðu hegningarlagabrot verið um
15 prósent skráðra brota á Íslandi
en umferðarlagabrotin eru lang-
flest eða um 75 prósent allra
skráðra brota. Í aðdraganda og
strax í kjölfar bankahrunsins árið
2008 fjölgar málum, einkum inn-
brotum og þjófnuðum.
Innbrotin samanstanda að
meginhluta af innbrotum í bíla,
fyrirtæki eða stofnanir. Umfang
mála af þessu tagi hefur orðið til
þess að fleiri telja nauðsynlegt að
kaupa sér ýmiss konar öryggis-
kerfi og hafa fyrirtæki sem sér-
hæfa sig í lausnum af því tagi
styrkt sig í sessi á síðustu árum.
Eftir 2010 fækkar brotum aftur á
móti, ekki síst áðurnefndum auðg-
unarbrotum, staðhæfði Helgi.
Ef þróunin er skoðuð út frá
mannfjöldabreytingum hefur dreg-
ið úr fjölda allra hegningarmála á
þessu tímabili, að sögn Helga.
Hann benti á að fækkunin ætti sér-
staklega við um auðgunarbrot, sem
eru stærsti hluti brotanna. Ein-
hverjar sveiflur eiga sér þó stað í
einstökum flokkum hegningar-
lagabrota en fátt bendir til að
fjöldi afbrota hafi farið úr bönd-
unum síðan árið 1999, sagði Helgi.
Vitundarvakning
Tveir brotaflokkar skera sig þó
úr. Ofbeldisbrotum fjölgar þrátt
fyrir sveiflur og kynferðisbrotum
sömuleiðis, að því er fram kom í
erindi prófessorsins. Hann sagði
erfitt að útskýra fjölgun kynferðis-
brota og ofbeldisbrota, en að
breytt verklag í meðferð heimilis-
ofbeldismála gæti þó útskýrt
fjölgun ofbeldisbrota árin 2015 og
2016 að einhverju leyti. Eins hefur
Bætt uppvaxtarskil-
yrði fækka brotum
Innbrot, þjófnaðir og kannabisræktun jukust við hrunið
Fjöldi kynferðis-, ofbeldis- og fíkniefnabrota
2006-2016 miðað við 10 þús. íbúa
80
60
40
20
0
2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016
Heimild: Embætti ríkislögreglustjóra
Fíkniefnabrot
Kynferðisbrot
Manndráp og
líkamsmeiðingar
14,8
55,8
47,8
Morgunblaðið/Júlíus
Verðmætt þýfi Í aðdraganda og strax í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði innbrotum og þjófnuðum.
Helgi
Gunnlaugsson
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í 12. sinn á morgun,
9. október klukkan 20.00, á fæðingardegi Johns Lennon.
Hún mun lýsa upp í himininn til 8. desember sem er
dánardagur Lennons.
Boðið verður upp á fríar ferjusiglingar og strætóferð-
ir fyrir og eftir tendrunina. Þá munu Listasafn Reykja-
víkur, Borgarsögusafn Reykjavíkur og fleiri annast dag-
skrá sem hefst klukkan 17.45 og stendur til klukkan
21.30. Högni Egils flytur tónlist fyrir gesti frá 19.00-
19.30 og tónlistarkonan GDRN flytur tónlist fyrir gesti
frá 20.30-21.00. Tónleikarnir fara fram í Naustinu við
Friðarsúluna.
Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir Viðeyjarsund. Siglt verður frá
Skarfabakka frá kl. 17.30 til 19.30. Fríar strætóferðir verða milli Hlemms
og Skarfabakka fyrir og eftir athöfnina. gudni@mbl.is
Friðarsúlan í Viðey tendruð í 12. sinn
Viðey Friðarsúlan
tendruð á morgun.