Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 22

Morgunblaðið - 08.10.2018, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. OKTÓBER 2018 Með Firmavörn+ geta stjórnendur fylgst með og stýrt öryggiskerfi, myndeftirliti og snjallbúnaði fyrirtækisinsmeð appi í símanum hvar og hvenær sem er. Stjórnstöð Securitas er á vaktinni allan sólarhringinn, alla daga ársins. www.firmavorn.is HVAR SEM ÞÚ ERT Guðrún Arthúrs-dóttir, sem fagn-ar 60 ára afmæli sínu í dag, er Sandgerð- ingur í húð og hár, er fædd þar og uppalin og hefur ávallt búið þar. Guðrún er flugöryggis- vörður hjá Isavia og tekur á móti öllu starfs- fólki sem þarf að fara inn á flugvöllinn. „Þetta er mjög svipuð öryggisgæsla og þegar fólk fer í flug nema að hér koma einnig bílar í gegn sem þurfa að fara í öryggisleit.“ Eitt ár er liðið síðan Guðrún hóf störf hjá Isavia en fyrir það rak hún Shell-skálann í Sandgerði með manni sínum í þrettán ár. „Við ákváðum að hætta því vegna þess að þetta er svo mikil vinna. Það er gott að geta mætt í vinnuna og fara svo bara heim þegar hún er búin.“ Þegar heim er komið þá nýtur Guðrún þess að vera með fjölskyld- unni, börnum og barnabörnum og svo hefur hún gaman af því að ferðast. Guðrún hefur látið sig bæjarmálin varða í Sandgerði og var bæjar- fulltrúi 1994 til 1998, tók sér síðan hlé í fjögur ár en varð síðan aftur bæjarfulltrúi frá 2002 til 2014. „Samfélagið hér er frábært og til að mynda erum við með mjög góða grunnskóla og leikskóla. Hér er gott að ala upp börn svo ég myndi segja að það sé gott að búa í Sandgerði.“ Eiginmaður Guðrúnar er Eggert Þór Andrésson, en hann vinnur hjá A. Óskarssyni sem er verktaki í flugstöðinni. Börn þeirra eru Arna Vala, Andrés Magnús og Thelma Dís og barnabörnin eru orðin fimm. Guðrún verður heima í faðmi fjölskyldunnar í dag en síðar í mán- uðinum fara þau hjónin til Dublin. „Við ætlum á tónleika þar með Andrea Bocelli, ég er ekki mikið í klassíkinni en mér finnst hann of- boðslega góður. Hjónin Guðrún og Eggert á Spáni fyrir fjór- um árum þegar Eggert varð sextugur. Flugöryggisvörður á Keflavíkurflugvelli Guðrún Arthúrsdóttir er sextug í dag H jálmar A. Sigurþórs- son fæddist í Stykkis- hólmi 8.10. 1968 og átti heima í Lynghaga í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi fyrstu sex árin: „For- eldrar mínir byggðu húsið að Lyng- haga árið 1967 en árið 1974 flutti fjöl- skyldan í Stykkishólm og byggði þar annað hús að Lágholti 21a. Þar hafa foreldrar mínir búið síðan. Þau eru bæði úr Miklaholtshreppi, pabbi frá Hrísdal og mamma frá Stakkhamri. Fjölskyldan hefur því alltaf haft sterkar taugar til sveitarinnar og mannlífsins þar sem ræturnar liggja.“ Hjálmar gekk í grunnskólann í Stykkishólmi, var eitt ár í framhalds- deildinni þar og lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 1988: „Þessi skólaár voru viðburða- rík, spennandi og skemmtileg og ýttu undir ábyrgð og sjálfstæði.“ Á æskuárunum vann Hjálmar í fiski í Rækjunesi og Þórsnesi og við netavinnu á veturna, en í Skipavík á framhaldsskólaárunum. Hjálmar hóf störf hjá Trygginga- miðstöðinni hf. haustið 1988 og hefur starfað þar síðan. Hann sinnti al- mennum störfum í tjónadeild félags- ins til 1994, varð þá deildarstjóri tjónadeildar, framkvæmdastjóri tjónaþjónustu frá 2005 en fram- kvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu Hjálmar A. Sigurþórsson, framkvæmdastjóri hjá TM – 50 ára Fjölskyldan Hér eru Hjálmar og Guðrún Margrét með Friðriki Þór og Hákoni Erni í ítalska fiskiþorpinu Portofino. Íþróttir, tónlist, veiði, ÍR og fluguhnýtingar Stangveiðimenn Hjálmar með sonum sínum á bökkum Straumfjarðarár. Brynja Dís Axels- dóttir og Arnrún Eva Guðmunds- dóttir seldu perlur fyrir utan Bónus, Undirhlíð á Akur- eyri, og gáfu Rauða krossinum við Eyja- fjörð afraksturinn, 15.917 krónur. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.